Leita í fréttum mbl.is

Orð af viti frá afturhaldinu

„Fá­tækt er blett­ur á ríku sam­fé­lagi eins og Íslandi,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, í umræðum um fá­tækt á Alþingi í dag. Hún skoraði á Þor­stein Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, að leggja fram sína sýn á þessi mál.

„Það skipt­ir máli í sam­fé­lagi þar sem við eig­um all­an þenn­an auð að við sem hér störf­um tryggj­um að all­ir búi við jöfn tæki­færi. Ég hlýt að draga þá álykt­un að kerfið ýti und­ir mis­skipt­ingu. Skatt­kerfið hef­ur létt á þeim rík­ustu en þyngt á þeim fá­tæk­ari,“ sagði Katrín.

Hún benti á að 9,1% barna á land­inu líði skort. Stór hluti býr við óör­uggt hús­næði, get­ur ekki stundað tóm­stund­ir eða haldið upp á af­mæli. „Fá­tækt stel­ur draum­um barna.“ 

Þetta er fallega sagt af Katrínu hvað börnin varðar. Mörg b0rn eiga ekki kost á að taka þátt í félags-og íþróttastarfi skólanna sem íþróttafulltrúar sveitarfélaganna og íþróttafélögin eru að byggja upp með dýrum keppnisferðum út á land með hótelgistingum foreldra.

Það er ótækt að tíunda hvert barn sé útilokað frá þátttöku á þennan hátt. Sveitarfélögin eiga að skammast sín fyrir að láta þetta viðgangast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband