Leita í fréttum mbl.is

Gleðitíðindi!

Birgitta Jónsdóttir er búin að fá nóg! 

Ég skil það svo að hún sé búin að fá nóg að stjórnmálum og ætli að hætta. Það eru sannarlega gleðitíðindi því þessi samsetningur sem hún fór með á Alþingi er gersamleg rökleysa þar sem hún getur ekki útskýrt í hverju hið nýja Ísland sem hún saknar á í að felast

 

"Ég þrái þetta nýja Ísland sem við vor­um byrjuð að byggja sam­an, þar sem mátti sjá fyrstu sprota framtíðar og sam­fé­lags sem var ekki atað slori, græðgi og sér­hlífni, þar sem al­menn­ing­ur arkaði niður á Aust­ur­völl og gaf sig ekki fyrr en rétt­læt­inu var náð,“ sagði Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins.

Þetta fólk var ekki að bíða eft­ir leiðtog­um til að toga sig á staðinn. Þetta fólk var rétt eins og ég búið að fá nóg og hafði engu að tapa. Það vildi spillta ráðamenn burt. Það var reitt og sárt. Marg­ir vildu nýj­an jarðveg því að það er ekki hægt að upp­ræta spill­ing­ar­rót­ina með því að klippa arf­ann burt. Þessi rót er nefni­lega snar­rót sem ekki er hægt að ná í burt nema með nýj­um jarðvegi,“ sagði hún enn­frem­ur og bætti við:

„Við feng­um aldrei þenn­an nýja jarðveg þrátt fyr­ir að hafa komið með hann að dyr­um Alþing­is full­an af fyr­ir­heit­um um Nýja-Ísland. Nei, meiri­hluti Alþing­is stöðvaði Nýja-Ísland við dyra­gætt­ina og sáði glópagulls­fræj­um og orm­um van­trausts í hann. Nýja-Ísland er ei meir,“ sag­pi Birgitta áfram. Jarðveg­ur­inn væri rot­inn og vannærður. Framtíðin sem hefði verið ofin væri heill­um horf­in.

„Þessi mold sem ég stend á í innviðum valds­ins er eins og laug­in full af djúp­stæðum flækj­um sem vefjast um fæt­ur unga þings­ins og þeir falla all­ir sem einn með and­litið í súr­efn­is­lausa mold­ina og kafna í eig­in of­læti. Ég er búin að fá nóg. Og hvað á ég að gera? spyr ég mig. Orð eru sverð. Þau eru mátt­ugri en sverð, segja marg­ir. Ég hnoða því orð í dag og vona að þau geti opnað á þetta fá­læti. Hætt­um að bregðast við og för­um að búa til Nýja-Ísland.“

Það er ekki furða að enginn geti treyst sér að byggja upp með henni Birgittu þetta nýja Ísland þar sem hún getur ekki útskýrt í hverju það felst.

Það eru því gleðitíðindi að hún skuli ætla að láta það afskiptalaust hér eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég geri ráð fyrir að á öllum tímum hafi verið til þvaðurmaskínur.

En þegar Jóhönnu og Steingrími barst liðveisla af þessu tæi af Austurvelli  þá keyrði um þverbak. 

Það væri því vænt um að sá möguleiki væri framundan að vit gæti borið sigur orð af þvaðri á Alþingi. 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.5.2017 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband