Leita í fréttum mbl.is

Línulegur Eyþór Arnalds

var á Útvarpi Sögu nýverið. 

Mér fannst hann færa fram mörg góð rök gegn Borgarlínu kratanna.Sú fyrsta var að lína væri á milli tveggja punkta. Hún lægi hinsvegar ekkert endilega þangað sem maður væri að fara. Vandamálið væri óleyst þrátt fyrir línuna.

Annað var að menn höfðu ekki kost á öðru á 19 öld en að leggja svona linur milli höfuðpunkta. Sjálfir urðu menn að leysa afganginn.

Þá höfðu menn reiðhjól og hestvagna. Amma mín Sigríður mundi drulluna á götum Chicago hræðri saman við hestaskítinn og moldina  fyrir aldamótin 1900. Trégangstéttir stóðu uppúr fyrir borgarana til að geta gengið þurrum fótum öðrumegin. Hestvagnar gengu eftir götunum milli stoppistöðva. Málið vandaðist ef borgarinn þurfti yfir götuna í blautri tíð.

Þetta gætu ÁrDagssósíalistarnir tekið til athugunar. Að fá hestvagna til að minnka þetta hræðilega kolefnisspor Íslendinga sem er einn þrjúþúsundogfimmhundraðasti af vandamáli Al Gore og fjörtíuþúsundfíflanna sem komu saman á góðum Degi í París til að stórkaða Íslendinga en sleppa umhverfissóðunum í Kína. Þá þurfa menn ekki að stíga hjólhestinn heim aftur upp brekkuna heim til sín aftur sem var þrælerfitt þegar maður fór niður Skólavörðustíginn í den. 

Það sem vekur mesta furðu mína er það, að ekkert virðist hafa verið kannað með þörfina fyrir Borgarlínuna. Ég hef hvergi séð tölur um það, hversu margir þurfa á Borgarlínu að halda til að komast frá Mosó til flugvallarins eða út á Seltjarnarnes og eiga ekki kost á því í dag? Eða hver þörfin er fyrir afleggjarana til Kópavogs og Hafnarfjarðar? Hvað verður fargjaldið og hver verður sparnaðurinn? Er einhver útreiknuð þarfagreinng og þjóðhagsgreining til áður en ákvörðunin um 1-300 milljarðana var tekin?

Allt þetta með ferðirnar leystist með tilkomu einkabílsins sem Henry Ford færði almenningi í byrjun síðustu aldar.Bíllinn er sá ferðamáti sem fólkið, annað en þeir Dagur,Hjálmar og meðreiðarsveinarnir, hafa valið sér. Nú eru bílar að verða sífellt fullkomnari. Jafnvel rafmagnaðir með núll útblástur og sjálfvirkni gerir árekstra nærri óhugsandi. Einmitt þá er tíminn kominn fyrir Íslendinga að leggja lestir árið 2017.

Það er skaði að Eyþór Arnalds sé hættur í pólitík einmitt núna þegar þörf er á fólki með óbrenglaða skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera búið að gera ansi góða greiningarvinnu vegna borgarlínunnar. Þú getur fundið skýrslur um málið hérna: http://ssh.is/borgarlina-skyrslur

Kostnaðurinn er áætlaður 47 til 73 milljarðar sem er nú ansi langt frá efri tölunni sem þú nefnir.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 22:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ekki er það uppörfandi að ferðahraðinn skuli vera mun minni en á einkabílnum í dag.ca. 20 km/klst

 Hver segir að þessar skýrslur ekki bara skrifaðar til að fá fyrirfram gefna útkomu? Án þess að ég nenni að fara ofan í v veikleikana sem felast í áætluðum forsendum um notendur og órökstuddum stofnkotnaðaráætlunum sem munu örugglega ekki lækka, þá gæti maður auðvitað ráðið einhverja til að fara ofan í þetta ef maður hefði peninga eins og skít eins og þeir Dagur og hjálmar hafa.

En mér finnst enska skýrslan mjög ágiskunarleg og líklega er hún á ensku til Þess að færri leggi í að gagnrýna hana stærðfræðilega enda nennir því engimnn ókeypis.

Halldór Jónsson, 31.5.2017 kl. 22:48

3 identicon

Ég trúi því bara ekki að verkfræðistofur láti kaups sig til að skrifa skýrslu með fyrirfram gefinni útkomu. Enda eru  niðurstöðurnar í góða samræmi við reynsluna erlendis. Ef þú breikkar stofnvegi þá eykst umferðin og eftir nokkur ár þá verður jafn mikill umferðarvandi og fyrir breikkun vegarins.

Skýrslan sem ég er að tala um er á íslensku og er neðst á síðunni. Hún kallast "mat á samgöngusviðsmyndum". Ég mæli með því að þú lesir hana, hún er mjög fróðleg.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 10:02

4 identicon

Ef niðurstöður kosninga á næsta ári fara eftir nýbirtum skoðanakönnunum, þá getum við sagt bless við þetta allt saman, því að sex prósent Samfó segir aðeins það, sem ég hef hingað til haldið fram, að Dagur má þakka fyrir, ef hann kemst einn inn, enda má varla orðið minnast á Hjálmar eða þau hin, þó sérstaklega hann, við nokkur mann lengur, því að það vill enginn heyra á hann minnst, hvað þá annað. Það segir sína sögu. Hann mun alls ekki komast inn í borgarstjórnina framar. Nú verður Sjálfstæðisflokkurinn að fara að setja saman sterkan lista með Kjartan Magnússon helst í forystu og sem borgarstjórnarefni, því að það verður eftir þessum skoðanakönnunum að dæma, sem hafa birst að undanförnu, Sjálfstæðisflokkurinn sem er leiðandi í íslenskum stjórnmálum í dag, eins og hann hefur verið þá rúmu öld, sem hann hefur verið við lýði. Það er líka kominn tími til, að eitthvað viti borið fólk fari að stjórna borginni. Mál er að linni þessarri vitleysu, sem hefur viðgengist alltof lengi hérna í borgarmálunum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 11:20

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Öll áform um Borgarlínu og lest til Keflavíkur eru ekkert annað en þvæla eða kókaín órar.

Hvað framavonir Sjálfstæðismanna í borginni varðar, þá þarf einfaldlega að moka flórinn og kalla alvöru fólk á borð við Elliða Vignisson til verksins.

Jónatan Karlsson, 1.6.2017 kl. 17:04

6 identicon

Af hverju setur þú Borgarlínu og lest til Keflavíkur undir sama hatt? Og af hverju heldur þú að allar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu séu sammála um að fara þessa leið?

Bjarni (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 23:14

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef út í það er farið, þá mætti bæta áformum um tvöföldun Hvalfjarðarganga við þvæluna.

Jónatan Karlsson, 2.6.2017 kl. 07:22

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugmyndauðgi vinstri manna um afturhald til 19.aldar samgangna er endalaust

Halldór Jónsson, 4.6.2017 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband