Leita í fréttum mbl.is

Jónas Elíasson

prófessor emeritus skrifar grein í Mogga í dag sem sérstaklega vinstri menn þyrftu að lesa en þeir lesa ekki Mogga.

Jónas segir:

"Í fyrri grein (Óstjórn í Reykjavík birt 13. júní sl.) var rætt hvernig pótintátar borgarinnar tala um fátt annað en einhver gæluverkefni vegna bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og víkja sér þannig undan að ræða verkefni sem nauðsynlega þarf að ráðast í.

Gengið út frá viðskiptum sem vísum

Eitt af þessum gæluverkefnum er járnbrautarlest frá Reykjavík til Keflavíkurvallar. Þetta er ekki meint sem endurvakning á hinu hundrað ára gamla járnbrautarmáli, heldur á þetta að vera svona umhverfisvæn framkvæmd, sem ætlað er að hækka ánægjustuðul höfuðborgarbúa þrátt fyrir þá staðreynd að borgin er ekkert að gera sem heitið getur í samgöngumálum enda þótt verkefnin séu ærin. Þegar hefur um 200 milljónum króna verið varið í undirbúning, sem mun vera lítið annað en skýrslugerðir. Skýrslurnar eiga að sýna að verkefnið borgi sig, en í þeim er gert ráð fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar taki á sig kostnaðinn í einkahlutafélagi, sem virðist geta gengið út frá við- skiptum allra sem vísum – þar á meðal allra farþega og starfsmanna flugstöðvarinnar. Skemmst er að minnast þess, að þjóðin situr enn uppi með afleiðingarnar af undirbúningi sem þessum í Vaðlaheiðargöngum.

Offjárfesting dauðans

Í nýlegu útvarpsviðtali upplýsti forsvarsmaður undirbúningsfélagsins að farmiði með lestinni yrði á 5.000 krónur aðra leiðina. Það gerir um 100 krónur á kílómetra, sem hlýtur að teljast talsvert okur fyrir lestarmiða og vart samkeppnishæft verð m.t.t. til annarra ferðamöguleika eins og leigubíla, hópferðabíla, bílaleigubíla og einkabíla.

Einnig upplýsti forsvarsmaðurinn að engar rannsóknir hefðu farið fram vegna 12 kílómetra af jarðgöngum sem gert er ráð fyrir frá Straumsvík inn á BSÍ.

Reyndar er heill hellingur af rannsóknum til, en sem dæmi þá er vitað að grunnberg í Straumsvík er á 20 metra dýpi. Ofan á því liggja míglek hraun og Reykjavíkurgrágrýti og það er því nokkuð ljóst að áætlun félagsins upp á 100 milljarða fær vart staðist. Um 150-200 milljarðar eru nær lagi.

Þessi gríðarlegi kostnaður gæti jafnvel talist ásættanlegur, ef eitthvert vit væri í því að byggja lest fyrir u.þ.b. 10.000 manns á dag, sem ekur samhliða Reykjanesbrautinni, vegi sem flutt getur 50-100 þúsund manns á dag. Að bæta lest við þessa afkastagetu vegarins er offjárfesting dauðans, sérstaklega sé þess gætt að lestin mun líklega keyra meðfram Reykjanesbrautinni meira eða minna galtóm sökum hins óhagstæða farmiðaverðs. Lestin gæti e.t.v. borgað sig, yrði hún afskrifuð strax niður í ¼ af kostnaði.

Þó að slík aðgerð komi rekstrinum tæplega í jafnvægi, megnar hún þó að setja lestina rekstrarlega upp að hlið Strætó bs. eins og hann er rekinn í dag. Tekjur Strætó eru einmitt um ¼ af rekstrarkostnaði.

Fjárfestar festa fé þar sem hagnaðar er von

Í þeim borgum sem lestir eru reknar, er það undantekningarlaust vegna þess að vegasamgöngur hafa ekki undan. Vegir anna m.ö.o. ekki einir sér þeim fjölda fólks sem þarf til að komast inn í London, París, Tókýó, New York og Kaupmannahöfn svo að algeng dæmi séu nefnd. Engum slíkum rökum er þó hér til að dreifa. Vegirnir í Reykjavík hafa þrátt fyrir allt við og tiltölulega litlu þyrfti að kosta til svo umferð á höfuðborgarsvæðinu kæmist í gott lag. Sveitarstjórnarmenn í nágrenni Reykjavíkur virðast fylgjandi lestinni á þeirri forsendu að boðaður skattur, svonefnt innviðagjald, borgi brúsann og ráðherrann í samgönguráðuneytinu virðist einnig genginn til liðs við málstaðinn. Á hvaða forsendum er vandséð.

Þrátt fyrir að um svonefnda léttlest sé að ræða, samsvarar lestin 10 Vaðlaheiðagöngum - framkvæmd sem ráðherra hefur vel að merkja haft talsverðar raunir af fram að þessu. Svo virðist sem gylliboð um erlent fjármagn hafi sannfært ráðherrann og sýnt honum fram á að ríkissjóður væri þar með úr allri hættu. Það er reyndar á töluverðum misskilningi byggt. Með hliðsjón af þeim neikvæða hagnaði (tapi) sem lestarreksturinn stefnir að óbreyttu í, er afar ólíklegt að fjárfestar komi að málinu öðruvísi en með því skilyrði að ríki og borg ábyrgist eins og 50- 100 milljarða króna lán til einkahlutafélags sem byggja á lestina.

Fjárfestar, og alls ekki erlendir, eru ekki þekktir að því að hætta eigin fjármagni í framkvæmdir með litla sem enga hagnaðarvon. Að umsömdum byggingartíma liðnum, þegar hin gamalkunnuga Vaðlaheiðarstaða verður komin upp með öllum sínum forsendubrestum, hvaða tryggingu hafa skattgreiðendur fyrir því að fjárfestarnir verði ekki farnir og fjármagnið með; að ríki og borg sitji ekki eftir með lestarrekstur í fanginu?

Að erlendir fjárfestar taki fjárhagslega ábyrgð á umræddri lest með eigin peningum – menn geta rólega gleymt því. Það er því harla ólíklegt að einkahlutafélag sveitarfélaga fái svo mikið sem krónu af innviðagjaldi í svona lestarrekstur, jafnvel þó að gjaldið verði sett á (sem verður þó vonandi ekki), enda er málið tóm vitleysa frá upphafi, sprottið upp af óstjórninni í Reykjavík."

Álíka vitlaus er kynning Borgarstjóra á Borgarlínunni. Hann gefur sér að 8 % Borgarbúa sem hafa valið sér einkabílinn að faraskjóta muni söðla um og fara að keyra á Borgarlínunni með 22 km/klst. Þess vegna sé tími mislægra gatnamóta liðinn.

Hvaðan fær maðurinn leyfi til að bera svona vitleysu á borð fyrir sæmilega meðalgreint fólk? Hvaðan kemur honum þessi viska að 8 % bíleigenda muni skipta um ferðamáta?

Einn kommatittur hringdi á Útvarp Sögu og sagði að þetta yrði að gerast vegna þess að einkabíllinn kostaði of mikið. Ekki hvarflaði að honum að útskýra hver bæri þennan kostnað? Hann virtist halda að það væri Borgin sem bæri kostnaðinn? Ekki bíleigendurnir.

Borgin sem skuldar 380 milljarða er greinilega akkúrat núna tilbúin að leggja í hundrað milljarða kostnað til að sinna þörfum þeirra 4 % borgarbúa sem ferðast með almenningssamgöngum en ekki einkabílum.Engin svör hafa fengist við því hvernig barnafjölskyldur eiga að leysa skutlmálin sem allir hafa. Hvernig iðnaðarmenn eiga að ferðast milli verkefna? Hvernig menn ætla að leysa hraðavandamálið? Hvernig menn eiga að hætta að elska bílinn sinn? Hversvegna ekkert á að gera fyrir 96 % fólksins sem ferðast með einkabílnum?

Svona fjallheimska ríður húsum í meirihluta Borgarstjórnar og hefur líka hertekið sveitarstjórnarmenn í nágrannbyggðarlögum. Það er eiginlega afrek sem mig undrar og verð að taka ofan fyrir Degi Bergþórusyni fyrir þann framkvæmda heilaþvott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að orða þetta betur.

Vonandi losna Reykvíkingar við þetta

slekti sem allra fyrst.

Hryðjuverkamenn og ekkert annað.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband