Leita í fréttum mbl.is

Ronald Reagan

var hvorki ómenntaður né heimskur eins og krateríið vill vera láta. Þvert á móti var hann lærður í hagfræði, húmoristi og farsaæll Forseti Bandaríkjanna. Og umfram allt maður.

 

Ronald Reagan1

Hann sagði margt skemmtilega og djúphugsað:

 

"Sósíalisminn virkar á tveimur stöðum aðeins.Á himnum þar sem þeir þurfa hans ekki með og í helvíti þar sem þeir hafa hann þegar."

"Herfræði mín í kalda stríðinu:Við vinnum- þeir tapa.

"Skelfilegustu orð á enskri tungu eru:

Ég er frá ríkisstjórninni og ég er hér til þess að hjálpa.""

 

"Það versta við okkar frjálslyndu vini er ekki það að þeir séu svo fáfróðir heldur að þeir vita svo mikið um það sem ekki er svo." 

"Í þeim fjórum styrjöldum sem ég hef upplifað varð engin þeirra af því að Bandríkin væru of máttug." 


"Ég hef velt því fyrir mér hvernig Boðorðin 10 hefðu litið út ef Móses hefði þurft að koma þeim í gegn um Bandaríska Þingið?"

 


'Skattgreiðandinn er sá sem vinnur fyrir alríkisstjórnina en hefur ekki þurft að taka hæfnispróf sem opinber embættismaður." 

 


'Það sem kemst næst eilífu lífi er ríkisstjórnaráætlun." 


"Það hefur verið sagt að stjórnmál séu næstelsta atvinnugreinin. Ég hef komist að því að þau eru sláandi lík elstu atvinnugreininni." 


'Skoðun Ríkisstjórnar á hagkerfinu er í stuttu máli þessi: Ef það hreyfist, þá skattleggjum það. Ef það heldur áfram að hreyfast, þá  komum stjórnun á það. Og ef það hættir að hreyfast, þá styrkjum við það."

 

'Ekkert vopnabúr eða nokkuð vopn í vopnabúrum veraldarinnar er svo yfirþyrmandi sem vilji og siðferðisþrek frjálsra manna og kvenna." 


'Ef  við nokkru sinni gleymum því að við erum ein þjóð undir Guði þá verðum við þjóð    sem hefur orðið undir."

 

Ronald Reagan var frábær í mínum augum. 

 Ronald Reagan 2

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sannarlega var Ronald Reagan var bæði frábær og skarpur; við eigum honum og Jóhannesi Páli II páfa meira að þakka en flesta grunar, "í málefnum austurs og vesturs", svo að ég orði það nú sakleysislega, en þetta snertir sjálfa framtíð mannkyns.

Svo eru þessir orðskviðir hans áframhaldandi hvatning og varpa ljósi á það hvernig þjóðfélagsgerðin virkar og hvernig hún á ekki að virka!

Jón Valur Jensson, 24.6.2017 kl. 02:02

2 identicon

Reagan hefði aldrei náð kosningu hefði sjónvarp ekki verið komið til sögunnar.Hann kom ákaflega vel fyrir, brosti fallega og hnykkti höfði aðeins til, þannig að fólk tók ekkert eftir því,sem hann sagði, en fannst það allt gott.

Hann var helzti talsmaður ´´borðmolakenningarnar´´svokölluðu en hún gekk út á það að þeim mun meira, sem ríkur menn hefðu handa á milli, þeim mun fleiri molar myndu detta á gólf handa hinum fátæku. Þekktur hagfræðingur sagði þetta vera rétt að vissu leyti. Því meira, sem þú gæfir hesti af höfrum,þeim mun meira myndu spörfuglarniar finna í taðinu.

Hann þjáðist af minnisleysi löngu fyrr en viðurkennt var af hans nánustu og las allt af litlum spjöldum, sem hann ahfði í vasanum.Ég heyrði á tal íslenzks forystumanns, sem hafði fengið   viðtal við Reagan. Hann sagði að sér hefði brugðið,þegar hann sá  að leiðtogi hins frjálsa heims, eins og við hérna vestra köllum það,hefði ekki haft hugmynd um hver gesturinn var. Forsetinn fór í hægri vasa, tók um spjald og las Ísland, setti svo í vinstri vasa og tók annað spjald upp.

Gesturinn sagði að sér hefði brugðið, að sjá leiðtoga mesta stórveldis heims, vera svona alveg út að aka.

En kallinn var mesta góðmenni, það mátti hann eiga.

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 10:27

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Alzheimerinn er lengi að ná yfirhöndinni. Það er samt betra að hafa gamlan mann og varfærinn en KimJongIl typu

Halldór Jónsson, 24.6.2017 kl. 12:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Halldór að gefa færi á að fjalla um manninn Ronald Reagan.  Það eru ekki margir sem gerðu heiminum eins vel og hann.  Auðvita átti Gorbasjof hlutdeild í því en víðsýnin kom frá Hr. Reagan. 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2017 kl. 15:04

5 identicon

Sæll Halldór

Já, hann Regan karlinn fór beint eftir ráðleggingum elítunnar (Zbigniew Brzezinski og CFR) með að vopna og fjármagna Afganska hryðjuverkamenn (Talíbana) til að halda uppi stríðinu gegn fyrrum Sovét, svo og studdi hann Írak og Íran stríðið (er kostaði yfir eina milljón manns lífið). Nú og ekki má gleyma Íran og contra málinu fræga með vopna Contra-liða, ekki satt? 

KV.

Reagan Supported Islamic Terrorists!

Remembering the Dead: Reagan Armed Iraq and Iran in 1980s War That Killed Over 1 Million

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 15:16

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mig minnir að það hafi nú verið Bússararnir sem hófu Íraksstríðið. Sviku Hússein til að fara í Íransstríðið og skildu hann eftir í drullunni. Auðvitað studdi hann Talibanann á móti hinu illa heimsveldi Sovétríkjanna. Þú ert líklega ekki óaánægður mað það að einhver styðji Múhameð Þorsteinn

Halldór Jónsson, 24.6.2017 kl. 16:53

7 identicon

Sæll aftur Halldór

Hann Zbigniew Brzezinski átti hugmyndina með kom á ófriði, eða með að vopna og styðja hryðjuverkamenn (Talíbana) til að hefja stríðið gegn fyrrum Sovét (Zbigniew Brzezinski Taliban Pakistan Afghanistan pep talk 1979). En síðan hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum notað þessa sömu aðferð aftur, aftur og aftur m.a. með vopna og styðja Al-Qaeda og ISIS. Sjá hérna viðtal við Hitlary (Zbigniew Brzezinski | The Father of Al-Qaeda og hérna Meet Zbigniew Brzezinski).



Sjá einnig varðandi með vopna, þjálfa og fjármagna ISIS:

Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool"

Ex-US Intelligence Officials Confirm: Secret Pentagon Report Proves US Complicity In Creation Of ISIS

CIA Created ISIS — Assange Drops Bombshell On WikiLeaks Release Of 500K US Cables

Declassified Docs Show That Obama Admin Created ISIS In 2012 To Use As A ‘Tool’

Hvað varðar stríðið milli Írak og Íran (1980 -1988), þá hófu Írakar stríðið gegn Íran, en stjórnvöld í Bandaríkjunum studdu Írak með bæði vopnum og upplýsingum (Exclusive: CIA Files Prove America Helped Saddam as He Gassed Iran). En menn tala um að  stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi svikið hann Saddam Hussein karlinn eftir að Hussein hóf stríðið gegn Kuwait (Wikileaks Reveals Saddam And Bush Negotiated Before Kuwait Invasion).



Nú ekki má gleyma stríðinu er Ronald Regan hóf gegn Panama "Operation Just Cause" (1989-1990) fyrir elítuna (og CFR. and Trilateral Commission) með að koma honum Manuel Noriega frá völdum, þar sem að hann Manuel neitaði að starfa sem Puppet fyrir CIA (Cocaine Importation Agency) með innflutning á Cocaine. Því að hann Manuel karlinn vildi alls ekki styðja að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Contra hryðjuverkamenn í stríðinu gegn vinstrisinnuðum Sandinistum í Nikaragúa.

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 17:59

8 identicon

"Ég hef velt því fyrir mér hvernig Boðorðin 10 hefðu litið út ef Móses hefði þurft að koma þeim í gegn um Bandaríska Þingið?"

En þessi Noahide lög er Ronald Reagan og Bush eldri komu inn og sem ekki hafa verið sett í framkvæmd (The Rebbe and Ronald Reagan), eru sumir menn eins og t.d. hann Bill Sannemeyer fyrrum þingmaður mjög hræddir við:

"...on March 20 1990 President George Bush Sr signed into law a Congressional Resolution on the so-called Noahide Laws entitled House Joint Resolution 14 Public Law 102-4 Here & Here & Here."

" This Congressional Act potentially gives the Jews the legal right to imprison and condemn to death Christians as “idol worshippers” according to the 1st Article of the Noahide Laws which considers the worship of Jesus Christ as “idolatry” for worshipping a “false god” HERE. The Jews call this article of the 7 Noahide Laws, Avodah Zarah, enunciating it as a commandment: “Do not worship false gods as idols” Here." ( thewatcherfiles.com/noahide_laws.htm).

Sjá einnig hérna: " Your U.S. government can now legally kill Christians for the “crime” of worshipping Jesus Christ!  A diabolic deception has been perpetrated on the American people by their OWN leaders, Senators and Congressmen, who have sold their soul to the devil.  On March 5, 1991, in the House of Representatives, and March 7, 1991, in the U.S. Senate, without any knowledge of, or input by, the people of the United States, U.S. Senators and Congressmen passed a law that is so outrageous – and frankly unconstitutional – that it forces the American people to be bound by a set of monstrous rules, called the Noahide Laws, rules that make the belief in Jesus Christ a crime punishable by decapitation by guillotine!  On March 20, 1991, President George H.W. Bush, a supposed Christian, signed the bill into law."( NOW THE GOVERNMENT CAN LEGALLY KILL CHRISTIANS eftir Bill Dannemeyer).  

“The Encyclopedia Judaica,” 1192 “...violation of any of one of the seven laws subjects the Noahide to capital punishment by decapitation.”

 "According to the Noahide Laws if one believes in the Messiah Yahushua, then they are guilty of Idolatry." (bewareofthenoahidelaws.followersofyah.com).

Nú varðandi Íraksstríðið 2003

Ef að hann Saddam Hussein karlinn hefði ekki farið fram á að fá greitt í evrur fyrir olíuna,  nú og bara samþykkt að fá greitt áfram í dollurum, þá hefði elítan og CFR. sennilega látið hann Hussein karlinn í friði, og ekki þurft koma inn þessari lygaátyllu um gjöreyðingarvopn. Það er einnig hugsanlegt að elítan og/eða þeir CFR- liðið á Bilderberg fundinum 2002 hefðu frestað stríðinu gegn Írak lengur en eitt ár.

("SADDAM HUSSEIN. Iraq says that from now on, it wants payments for its oil in euros" Times 13. nov. 2000)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 00:34

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Lang málugir flækjufætur eru ekki hentugir í stjórnsýlunni. 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.6.2017 kl. 09:24

10 identicon

Hrólfur

Hann Ronald Reagan vildi meina að við fólkið stýrum stjórnsýslunni og hvert við vildum fara ("Man is not free unless government is limited"), en hann Reagan karlinn reyndi að koma því inn að til væru skuggastjórnvöld er væru vandamál("..government by an elite group is superior to government"). Það er hins vegar alveg greinilegt að hin svonefndu skuggastjórnvöld (Deep State / Anglo-American Establishment) stýrðu einhverjum eða einhverju þarna og minnkuðu ekki flækjustigið.

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 10:40

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér tekst allt of oft að gera vefslóðir óáhugaverðar og þreytandi, svo að menn hætta að lesa bannsett samsærisruglið, Þorsteinn.

Jón Valur Jensson, 26.6.2017 kl. 01:27

12 identicon

Jón Valur, "..samsærisruglið.."


Eins og hann dr. Paul Craig Robert fyrrum ráðgjafi fullyrðir þá var hugtakið samsæriskenning fundið upp hjá CIA til að koma í veg fyrir sannleikurinn kæmist á framfæri (The Term “Conspiracy Theory” Was Invented by the CIA). En auðvita vilt þú Jón Valur styðja allar svona bullying aðferðir til að viðhalda lygum og koma í veg fyrir að sannleikurinn komist á framfæri.

Við áttum að kaupa þessar lygar að hann Lee Harvey Oswald hefði einn drepið John F. Kennedy, en síðan varð það orðið mjög mikilvægt hjá CIA, að reyna þagga niður í fólki er hafði aðrar skoðanir varðandi morðið á JFK, og þá var fundið upp þetta hugtak samsæriskenning sem að þú elskar að reyna koma inn svona aftur, aftur og aftur. En hver trúir því lengur að hann Lee Harvey Oswald hafi drepið John F. Kennedy, þegar við höfum vitnisburð um annað (CIA Agent Confesses on Deathbed: “I Was Part of an Assassination ...) ?   
 

No Conspiracy Anymore: CIA Admits Covering Up JFK Assassination

Yes, the CIA Director Was Part of the JFK Assassination

53 Years After JFK Assassination and CIA Admits...

JFK murder confession by CIA agent

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 08:43

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að svara þessu. Var Halldór nokkuð að skrifa um Kennedy? Nei, heldur Reagan. Þú ferð með allar umræður út um víðan völl að vild þinni, Þorsteinn. Lítill er áhugi lesenda á því.

Jón Valur Jensson, 27.6.2017 kl. 22:36

14 identicon

NEI Jón Valur, ég var svara þér, varðandi þessar bullying aðferðir þínar með að nota orðið "..samsærisruglið.." eða þessar sömu bullying aðferðir sem að þú hefur áður notað með nota hugtakið   "samsæriskenningar" aftur, aftur, aftur, aftur, aftur og aftur sem bara innantómar upphrópanir. En þetta er ein af þínum aðferðum til að reyna þagga niður í fólki, svona rétt eins og CIA er notaði þessa sömu aðferð til að þagga niður í fólki, þú?

Nú og svo var ég að reyna:"..varpa ljósi á það hvernig þjóðfélagsgerðin virkar og hvernig hún á ekki að virka!", þú??

En hvað varst þú kominn með eitthvað eikaleyfi á að fjalla um "..hvernig þjóðfélagsgerðin virkar og hvernig hún á ekki að virka!"???

Hvað varðar áhuga lesenda í þessu sambandi, þá tek ég nákvæmlega ekkert mark á þinni dómgreind lengur. Það er alveg greinilegt að þú ert ekki hrifinn af því að menn séu að tala neikvætt um Ronald Reagan karlinn, stjórnvöld í Bandaríkjunum og/eða "Góðu gæjana". Nú og auðvita vilt þú EKKI að menn séu að tala um þessi stríð er Reagan hóf með að ráðast á Grenada (1983) og Panama (1989), eða hin stríðin er hann Reagan studdi milli Íraks og Írans (1980-1988), svo og þar sem að hann Reagan studdi Contra- liða í stríðinu gegn Sandinistum í Nikaragúa.

Það gleymdist hins vegar að minnst á það hérna, að hann Reagan baðst afsökunar á því að hafa hafið stríð gegn Grenada og drepið fólk.

Reagan apologised to angry Thatcher over Grenada

Ronald Reagan Apologized to Margaret Thatcher for Grenada

Reagan's apology to Thatcher over Grenada

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 02:05

15 identicon

Myndaniðurstaða fyrir ronald reagan grenada panama

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 02:19

16 identicon

Annars var þetta bara mjög lélegur útúrsnúningur hjá þér Jón Valur, og það sjá það allir að ég var svara þér varðandi "..samsærisruglið.." og samsæriskenningar, en ekki að ég væri reyna fara víðan völl, eða hvað þá að ég hafi verið að rugla þeim Reagan og Kennedy saman. En þessum bullying aðferðum með upphrópunum átt þú örugglega eftir beita áfram og áfram, rétt eins þeir hjá CIA.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:36

17 identicon

Myndaniðurstaða fyrir cia use the word

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:41

18 identicon

Myndaniðurstaða fyrir cia use the word

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 08:54

19 identicon

Myndaniðurstaða fyrir conspiracy theories  lies

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3417961

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband