Leita í fréttum mbl.is

Fréttaflutningur

af hinu óhugnanlega morðmáli Birnu Brjánsdóttur vekur furðu.

"Aðalmeðferð í máli Birnu Brjánsdóttur gæti verið seinkað fram í lok ágúst. Til stóð að hefja aðalmeðferð málsins á morgun en vegna tafa á matsgerð réttarmeinafræðings er skýrslutökum frestað yfir Thomasi Möller Olsen sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu. 
 

Mál Birnu Brjánsdóttur vakti mikla athygli og óhug meðal þjóðarinnar í byrjun árs. Birna hvarf sporlaust aðfaranótt 14. janúar. Fljótlega bárust böndin að rauðri Kia Rio bifreið, sem Thomas Möller Olsen var með á leigu, og grænlenska togaranum Polar Nanoq sem hafði legið fyrir landfestum við Hafnarfjarðarhöfn. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór um borð í togarann og handtók Olsen og annan skipverja vegna gruns um að hafa banað Birnu. Lík Birnu fannst nokkrum dögum síðar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi, eftir umfangsmikla leit.

Olsen hefur ávallt neitað sök. Hann er talinn hafa veist að Birnu í Kia Rio bifreiðinni og varpað henni í sjóinn. Í bílnum fannst mikið blóð sem DNA-rannsókn leiddi í ljós að væri úr Birnu. Þá fannst ökuskírteini Birnu í ruslafötu um borð í Polar Nanoq. Á því voru fingraför Olsens og blóð úr Birnu fannst á úlpu hans."

Það er eins og allt kapp sé á það lagt að trygga silkihanskameðferð á þessum Olsen. Svo yfirgnæfandi líkur eru á sekt hans að varla þarf að efast þó hann þræti. Er hann ekki bara siðlaus skepna sem reynir að gera grín að réttvísinni með tæknibrellum?

Fjölmiðlar ættu að spara sér að flytja fréttir af málsmeðferðinni. Sársaukinn er ærinn fyrir þó ekki sé verið að ýfa upp sárin með vanhugsuðum fréttaflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418158

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband