Leita í fréttum mbl.is

Ómaklegar árásir

standa yfir úr öllum áttum, frá samherjum til hatramra andstæðinga,sem virðast telja að helgislepja sé það vænlegasta til að nota gagnvart almenningi í máli sem fáir þora að ræða æsingalaust.

Sveinbjörg Sigurjónsdóttir hefur haft kjark til að ræða málefni hælisleitendabarna og þau erfiðu viðfangsefni sem þessi málaflokkur hefur fært þjóðinni, mest vegna eigin tilverknaðar og ræfildóms.

Í viðtalinu talaði Sveinbjörg um sokkinn kostnað vegna dvalar barna flóttamanna í skólum landsins sem síðan færu í burt frá landinu. Sveinbjörg sagði meðal annars:

„Kennarar og félagsráðgjafar sem ég hef rætt við að þeir hafa talað um hversu vandmeðfarið og hversu mikill kostnaður fylgir því að taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd og styðja þá auðvitað til að læra íslensku og komast af stað í námi. Þetta er mismunandi eftir því hvort þetta séu stelpur eða strákar, vegna þess að svo eru þau kannski farin eftir 6 mánuði, 12 mánuði, 1 ár 2 ár þegar búið er að vísa fjölskyldunum úr landi, þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.“

 

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

 

Sveinbjörg sagði enn fremur:

„En þegar þau eru sett inn í bekki vegna þess að við erum með stefnu skóla án aðgreiningar, að þá verður mjög mikill fókus af þessum hópi inni í bekknum sem þarf stuðning, mjög margir sem eru á einhverfurófi, eru með athyglisbrest eða þurfa sérstaka aðstoð í námi sem að fá hana kannski ekki vegna þess að fókusinn er á öðru. Þess vegna hefur þeirri hugmynd skotið upp hvort það sé eðlilegt að það sé bara sérskóli stofnaður sem taki við þessum börnum sem eru að koma með foreldrum í leit að alþjóðlegri vernd. Síðan þegar fjölskyldan er komin með dvalarleyfi á Íslandi, þá fari þau inn í skólana.“

Fyrir þessi ummæli hefur Sveinbjörg verið gagnrýnd vítt og breitt undanfarið, fyrst af pólitískum andstæðingum, síðan af hinum borgarfulltrúa flokksins, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, og loks af ungum framsóknarmönnum.

Í pistli sem ber heitið „Sokkinn kostnaður“ dregur Logi Bergmann Eiðsson  saman skilgreiningu Vísindavefs HÍ um sokkinn kostnað:


„Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.“

Logi skrifar síðan:

„Þetta er það sem borgarfulltrúa Framsóknarflokksins finnst um að börn hælisleitenda skuli fá kennslu í skólum Reykjavíkurborgar. Það sé algjörlega óvíst hvort þau fái leyfi til að vera hér til frambúðar og því ætti bara að setja þau í sérstakan skóla svo þau trufli nú ekki kennslu íslensku barnanna. Og kosti svona mikið.

Þessi hugmynd hefur, að sögn hennar, skotið upp kollinum. Hún reyndar segir ekki hvar henni skaut upp og miðað við viðbrögðin virðist ekki mikill hljómgrunnur fyrir henni, þótt hún gefi í skyn að sumir kennarar séu henni sammála. En það er ekkert grín þegar kjörinn fulltrúi lætur svona út úr sér. Um börn.“

Helgislepja Faríeanna sem lýst er ágætlega í Biflíunni löðrar um allt í þeim ofsafengnu viðbrögðum við raunsæju mati Sveinbjargar á raunverulegu ástandi í skólum landsins. Hárréttu mati kjörins fulltrúa Framsóknar og Flugvallarvina.

Þá ræðst samherjinn Guðfinna Jóhanna, sem Sveinbjörg dró með sér í Borgarstjórn,  að henni af öllum manneskjum  og virðist ætla að nota tækifærið til að velta Sveinbjörgu úr vegi fyrir sjálfri sér. Sömuleiðis einhverjir ungir Framsóknarmenn(hvar sem þá skyldi nú vera að finna??)hneykslast oní tær!

Sveinbjörg hefur ekkert annað til saka unnið en að ræða um atriði sem er stórvandamál í skólakerfinu. Skóli án aðgreiningar er að eyðileggja stóra árganga íslensks æskufólks Afleiðingin er Grunnskóli sem skilar af sér stórum hópum af ólæsu, óskrifandi og óreiknandi einstaklingum sem fengu aldrei þá kennslu sem þeir þurftu til að ná tökum á því sem þeir gátu lært.

Skömm elítunnar og góða fólksins er mikil fyrir þessar ódrengilegu árásir og útúrsnúninga þar sem farísear lemja á tollheimtumanninum í helgislepju sinni fyrir það eitt að vekja athygli á alvarlegu vandamáli þjóðfélagsins sem venjulega er þaggað niður af sama fólkinu.

Hvar eru skoðanir þessa fólks á vandamálinu sem nú hæst hneykslast í þessum ómaklegu árásum á Sveinbjörgu Sigurjónsdóttur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður pistill Halldór að venju.

Þettar er einmitt vandamálið sem er að rústa Íslandi og

það er þetta slepjulið, sem heldur alltaf að það sé að 

tala fyrir meirihluta landsmanna.

Hefur alltaf rétt fyrir sér og þeir sem eru ekki á sömu

skoðun, rangt. Ef það dugar ekki til þá rasistar,

fasistar, aumingjar og ræflar.

Þetta er nefnilega vandamál sem þarf að ræða en ekki

að svæfa.

Það er nefnilega með þetta druslulið, góða fólkið, það sér

bara nýju föt keisarans og vill ekki sjá neitt annað.

Svo getum við þakkað henni Þorgerði Katrínu, sem í sinni tíð

sem menntamálaráðherra, rústaði skólum landsins með

þessu kjaftæði "skóli án aðgreiningar". 

Hörmuleg mistök og svo þarf maður að sjá framan í smettið

á þessari kúlulánadruslu brosa á alþingi eins og ekkert

hafi skeð

Það er ekki nema von að allt á Íslandi sé í algjörri klessu

með allt þetta slepjulið sem veit allt og hefur alltaf

rétt fyrir sér. 

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.8.2017 kl. 12:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Siggi vinur

Þessi skóli án apgeiningar er að vinna stórkostleg skemmdarverk. Ég hef heyrt að kennarar séu farnir að grípa til eigin ráða með því að stofna hraðbrautir í tilteknum greinum fyrir á betur gefnu sem fá ekki að læra fyrir tossunum hennar Þorgerðar Katrínar sem hún líklega sér sem framtóiðarkjósendur Viðreisnar, aðrir verða líklega ekki í boði til þess.

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 12:45

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Enn og aftur þorir þú að þruma naglann beint á hausinn.

Ég er sammála því að framkoma Guðfinnu er harla lágkúruleg, en lengi má manninn reyna.

Sem fyrr, þá bera beinskeytt skrif þín og ádeilur ekki þess vott að þú sért í raun einn af dyggustu aðdáendum og stuðningsmönnum Bjarna, vinum hans og vandamönnum.

Ég gæti best trúað að karlar á borð við þig og svo ekki sé nú minnst á Helga nágrana þinn í Góu, gætuð látið til ykkar taka í framvarðsveit Flokks fólksins á næstu misserum þegar þessi hreifing almennra Íslendinga nær að blómstra, ef þá heilsa ykkar og hagsmunatengsl leyfa.

Jónatan Karlsson, 6.8.2017 kl. 12:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Flokkstryggðin er nú oft eins og blóðið þykkara en vatn sem rennur auðveldlega á milli flokka. Maður er oft bullandi fúll út í einstaka menn og málflutning þeirra þó að grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar hafi ekkert breyst frá 1929. 

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 13:35

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég get bætt þvi við að ég er ekkert sérstaklega fúll útí Bjarna og meti marga af hans bestu hæfileikum mikils. Mér getur auðvitað sinnast við hann eins og aðra en ég læt það þá í ljósi hiklaust. Ég ligg yfirleitt ekki í skorgrafahernaði eða launsátrum 

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 13:38

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að það sé nokkuð ljóst að hvorki Logi né Guðfinna hafi annað hvort ekki hlustað á viðtalið sjálf, eða einfaldlega ekki skilið það. Viðbrögð þeirra(og fjölmargra annarra) bera þess merki.

Ég vona fyrir þeirra hönd að þau hafi bara ekki hlustað á viðtalið, því það væri alvarlegt ef skilningur þeirra er svona takmarkaður.

Þetta ætti að vera auðskilið öllu meðalgreindu fólki:

„Kennarar og félagsráðgjafar sem ég hef rætt við að þeir hafa talað um hversu vandmeðfarið og hversu mikill kostnaður fylgir því að taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd og styðja þá auðvitað til að læra íslensku og komast af stað í námi. Þetta er mismunandi eftir því hvort þetta séu stelpur eða strákar, vegna þess að svo eru þau kannski farin eftir 6 mánuði, 12 mánuði, 1 ár 2 ár þegar búið er að vísa fjölskyldunum úr landi, þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.“

„En þegar þau eru sett inn í bekki vegna þess að við erum með stefnu skóla án aðgreiningar, að þá verður mjög mikill fókus af þessum hópi inni í bekknum sem þarf stuðning, mjög margir sem eru á einhverfurófi, eru með athyglisbrest eða þurfa sérstaka aðstoð í námi sem að fá hana kannski ekki vegna þess að fókusinn er á öðru. Þess vegna hefur þeirri hugmynd skotið upp hvort það sé eðlilegt að það sé bara sérskóli stofnaður sem taki við þessum börnum sem eru að koma með foreldrum í leit að alþjóðlegri vernd. Síðan þegar fjölskyldan er komin með dvalarleyfi á Íslandi, þá fari þau inn í skólana.“

Ágúst H Bjarnason, 6.8.2017 kl. 13:45

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða rugl er þetta í Góða fólkinu" í Framsókn og vinstriflokkunum (og t.d. í nýjasta leiðara DV) að halda að "flokkun á börnum" feli í sér að þau séu "talin ómerkilegri" en önnur? Er þá ranglátt að vera með sérkennslu fyrir lesblind börn eða einhverfa eða þau sem eru með alvarleg hegðunarvandamál eða þroskahömlun? Krakkar, sem skilja varla orð í íslenzku, þurfa væntanlega sérkennslu í byrjun (og það er annarra en mín að meta, hvort hún þurfi að taka a.m.k. tvo eða tíu mánuði). Að grauta öllum börnum saman í eina kennslustofu kemur líka niður á gæðum kennslunnar og gagnsemi heildarinnar, sbr. þessa ágætu grein flokksformanns míns um tillögur Sveinbjargar Birnu í skólamálum barna hælisleitenda: http://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2200134/

–––Svo nota sumir tækifærið til að hneykslast farísealega á því að einhver "andúð í garð múslima" hafi birzt í stefnu sömu Sveinbjargar við síðustu borgarstjórnarkosningar. En að taka afstöðu gegn því, að verðmæt borgareign, stór lóð á áberandi góðum stað, sé gefin trúarsöfnuði (handarhöggspostulans) án lagaheimildar og að sami söfnuður þurfi ekki að borga sín gatnagerðargjöld eins og almennir borgarar, það felur hvorki í sér kynþáttahatur né trúarandstöðu né mismunun. Ef einhver mismunun átti sér stað, var hún fólgin í því, að þetta var gert heimildarlaust, en hins vegar brotið á kristnu trúfélagi, Hjálpræðishernum, sem hér hafði starfað að ómældri samfélagshjálp fyrir fátæka og heimilislausa um heillar aldar skeið, en honum var synjað af hinu sama hlutdræga vinstrimanna-borgarráði um að fá ókeypis lóð undir nýja staðsetningu sína!

Jón Valur Jensson, 6.8.2017 kl. 13:48

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gústi frændi. Það er furðulegt hvernig Kratinn Logi getur rokið upp og talið þetta svínslega afstöðu Sveinbjargar gegn börnum? Óoskiljanlegt að skilja hvernig hann getur ályktað sem svo af þessum orðum. Annaðhvort er að hann hefur ekki kynnt sér hvað hún sagði eða hann er bara svona innrættur að nota hvert tækifæri að níða pólitíska andstæðinga.

Já Jón Valur

þér ofbýður eins og mér.

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 14:10

9 identicon

Í Vestmannaeyjum fá öll erlend börn fría íslenskukennslu eftir að skóla líkur. Kennarar eru sjálfboðaliðar og kosta bæjarfélagið ekki krónu. Kennararnir eru konur á miðjum aldri og eldri sem hafa lítið að gera heima og finnst þetta sjálfsagður hlutur og skemmtilegt og það finnst börnunum líka. Hver kennari hefur sinn nemanda  sem sagt einn kennari á hvern nemanda.
Öll sveitarfélög geta gert þetta ef vilji er fyrir hendi, kostnaðarlaust.
Að vísu eru þetta ekki hælisleitendur eða flóttabörn, en þessa kennsluaðferð í íslensku er mjög auðvelt að koma á fyrir þau börn ef vilji er fyrir hendi. 
Skóli án aðgreiningar í Svíþjóð skila árangrinum að 1/3 nemenda eru fullkomlega ólæs og óskrifandi og margir á grensinum og hefur verið tekin upp sumarkennsla fyrir þessi innflytjendabörn, til að þau nái að hanga með jafnöldrum í námi. 

fur verið komið upp

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 17:16

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Já takk fyrir Jón Valur fyrir þína einörðu og málefnalegu afstöðu. Það er ástæða til að minna á Hjálpræðisherinn sem á aldarlanga sögu velgjörða í landinu þegar svona fáránleg úthlutun kratanna á sér stað til jafnvel meintra erlendra hryðjuverkasamtaka.

Halldór Jónsson, 7.8.2017 kl. 11:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, alveg makalaust, Halldór, og borgarráð vill leyfa þeim bæði að reisa bænaturn* í Skógarhlíð og að stækka við moskuna þar. Eitthvað mikið ætla þeir sér, með olíupeningum frá "hreintrúar"-ríkinu Saudi-Arabíu!

* Það er ekkert að marka orð þeirra um að turninn verði ekki notaður til bænakalla. Lesið þennan upplýsandi pistil, frá marktækri háskólakonu, um það hvernig bænaturnar múslima verða með tímanum hér eins og í Svíþjóð notaðir til fulls til bænakalla 5 sinnum á dag frá því kl. 5 á morgnana:   http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2199267/

Jón Valur Jensson, 7.8.2017 kl. 13:27

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Allt sem ég sagði var rétt. Guðfinna ætlar að fella Sveinbjörgu í eiginhagsmunaskyni. Og Sigurður Ingi er óheppilegri formaður Framsóknar en Sigmundur Davíð:

"Sigurður Ingi segir að ummæli Sveinbjargar endurspegli ekki stefnu flokksins. „Nei engan veginn, við höfum byggt okkar umræðu meðal annars á síðasta flokksþingi á því að aðlögun barna af erlendum uppruna séu okkar samfélagi mjög mikilvæg og að menntakerfið sé besti vettvangurinn til þess. Ég lít svo á að þessi ummæli Sveinbjargar séu bæði óheppileg og klaufsk, maður talar ekki svona um börn,“ segir Sigurður Ingi.

Guðfinna Jóhanna var spurð að því í gær hver yrði í forystu fyrir flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún sagði að ef hún byði sig fram væri það eingöngu til að gefa kost á sér í fyrsta sætið. Er skoðanaágreiningurinn í þessu máli til marks um að kosningabaráttan sé að byrja?

„Nei, ég held að þessi umræða snúist ekkert um það. Ekki neitt. Ef maður hlustar á þetta viðtal getur maður alls ekki séð það út úr þessu. Þetta voru klaufsk og óheppileg ummæli sem maður notar ekki um börn, stefna Framsóknarflokksins er mjög skýr,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Halldór Jónsson, 7.8.2017 kl. 13:30

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Faríesar og fólk sem skilur ekki mælt mál hvað þá  þorir að ræða viðkvæm vandamál. Og svo ómerkilegt og venjulegt framapotarafólk.

Halldór Jónsson, 7.8.2017 kl. 13:32

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að Fréttastofa Rúv skuli voga sér að gera úr þessu hlutdræga ádeilufrétt á Sveinbjörgu, í takti við Fréttablaðið og dauft logandi Logana tvo af vinstri kantinum, er hneyksli --- enn eitt hlutleysisbrot þessarar Fréttastofu.

Jón Valur Jensson, 9.8.2017 kl. 04:08

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála Jón Valur

Halldór Jónsson, 10.8.2017 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband