Leita í fréttum mbl.is

"Atterdag"?

er spurning sem Reykvíkingar standa frammi fyrir í kosningunum á næsta ári. 

Komi ekki fram nafn til forystu úr minnihluta Borgarstjórnar sem þeir kjósendur í Reykjavík sem ekki eru ánægðir með störf núverandi meirihluta sætta sig við, er hætt við að þeir sem ekki vilja taka áhættu af stjórnarskiptum muni velja bara "Atterdag".

Nú hefur oddviti Sjálfstæðismanna í Borginni Halldór Halldórsson ákveðið að bjóða sig ekki fram. Þá hafa aðrir menn á listanum þau Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir lýst því yfir að þau vilji leiða framboðslistann. Spurningin er sú hvort kjósendum finnst þetta ferskur og nýr valkostur við Dag Bergþóruson eða bara meira af því sama?

Sjálfstæðismenn hafa víst ekki náð meirihluta í Reykjavíkurborg síðan 1994. Mikið þarf að breytast ef flokkurinn ætti að ná meirihluta í þessum kosningum og samsteypustjórn því líklegri en ekki ef breytingar eiga að verða á meirihlutanum.

Það er ólíklegt að fátt annað en einhverskonar hvítur stormsveipur þurfi að koma til af hálfu Sjálfstæðisflokksins eigi flokkurinn að ná nýju meirihlutaflugi. Hvort einhver sá aðili finnist sem getur náð til kjósendanna með þeim afgerandi hætti sem til þarf, er óséð. Flokkurinn hefur boðað prófkjör um efsta sætið en einhverskonar uppstillingu í önnur sæti. Sætta kjósendur  sig við slíka tilhögun?

Þetta er því allt á huldu enn sem komið er en víst er að á brattan er að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að mörg vonbrigði blasi við frá núverandi stöðu mála í Reykjavík.

Það eru greinilega margir Sjálfstæðismenn í Reykjavík sem  eiginlega eru að biðja um einskonar kraftaverk, eru eiginlega að óska sér einhvers nýs Davíðs í einskonar Harry Potter stíl til að koma með kraftaverkið sem til þarf. En er það raunhæft eða er það ekki?

Annars er það bara raunverulegur möguleiki að Reykvíkingar upplifi sinn "Atterdag".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

 þAÐ VANTAR SVONA FREKJUDALL EINS OG DAVIÐ- SEM ER EKKI MEÐ MARGA LITLA KÓNGA MEÐ SER !

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.8.2017 kl. 14:00

2 identicon

"Would you believe" Robert Downey?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 14:28

3 identicon

Ögurstund er framundan  fyrir Reykjavík og reykvíkinga.  Hægt er að taka undir það að enn er ekki kominn neinn fram sem er sýnilegur fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem gæti náð verulegu fylgi.

Það er eitt að vera frekjudallur og annað að vera stjórnsamur. Það er ákkúrat það sem Davíð Oddson stóð fyrir, hann var stjórnsamur. Þannig mann þarf Sjálfstæðisflokkurinn á finna nú.

Kannski vill Davíð enda starfsferil sinn með því að gera það sem hann kann, og hefur áður gert.  Lyft Borginni upp úr deyfð og doða.

Kjósendur í Reykjavík vilja finna leiðtoga í Borgarsstjórn sem vill og þorir að að fara í að laga grunnþarfir borgarbúa. Málefni skólanna. Málefni er varða eldriborgara. Gera lagfæringu á gatnakerfi borgarinnar sem þeir félagar hafa staðið í að skemma, s.s þrengingu gatna  S.S Borgartún, Hofsvallagötu,  og flr og flr.

Mikil gæfa og ánægja yrði nú í Reykjavík ef það ástand skapaðist sem gerðist í Reykjavík árið 1982 þegar Davíð Oddsson tók við Stjórn Borgarinnar.  Sem betur fer man margt fólk þann tíma og þá umbreytingu sem varð í Borginni.

Sjálfstæðismenn nú er þetta eins og Rússnenskrúlletta,

Aðeins eitt tækifæri.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 16:01

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt að Davóð var framkvæmdaglaður en um leið rústaði hann fjárhag borgarinnar. Er það það sem menn vilja? Er það það sem borgarbúar þurfa?

Er þá ekki betra að fá borgarstjórnarmeirihluta sem sýnir ábyrgð í fjármálum borgarinnar og er óhrædd við að skora einkabílamafíuna á hólm og betrumbæta samgöngukerfi borgarinnar með það að markmiði að gera alla samgöngumáta að raunhæfum valkosti og taka þar með af fjölskyldum borgarinnar þann bagga að þurfa að reka bíl til að geta rekið sín erindi. Borg þar sem bíll er aðgöngumiði að því að stunda vinnu og félagslíf með eðlilegum hætti er borg með misheppnað borgarskipulag. Þannig er borgin í dag en því ætlar núverandi borgarstjórnarmeirihluti að breyta.

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki skemmt neinar götur. Bæði Grensársvegur og Hofsvallagata eru mun betri en þær voru áður en þær voru endurbættar og plássinu á þeim skipt milli mismunandi ferðamáta með réttlátari hætti en var fyrir. Þær eru báðar orðnar mun öruggari fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og öryggistilfinning þeirra er meiri. Eins hefur ökuhraði minnkað um þær sem hefur leitt til minni hávaðamengunar og svifryksmengunar og þar með aukið lífsgæði íbúa við þær götur án þess að lífsgæðið neinna annarra hafi minnkað því þvert á spár þá hafa umferðatafir ekki aukist við það allavega ekki svo neinu nemi.

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2017 kl. 16:16

5 identicon

Fyndið- það virðist enginn gera sér grein fyrir að það er Björn S. Blöndal sem er valdamestur í Ráðhúsinu. Dagur þarf að fá leyfi hjá honum fyrir gæluverkefnunum sem sýna Dag að gera góðverk en kosta Reykjavíkurbúa morðfjár

Kjósandi (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 16:57

6 identicon

Sæll Halldór.

Í Krossinum e. Jón Trausta
segir að kaþólskan búi yfir
dularfullum kraftaverkum.

Þú tekur þessa athugasemd á hvern veg sem þú vilt!

Atterdag hefur a.m.k. tvenns konar
merkingu: allt gangi á sama veg sem það áður gerði
eða að menn gangi inn í sigurdag þar sem dýrð himnanna
lofar nýja verkamenn á akrinum, trúfasta og trausta!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 18:41

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega er eina von Sjálfstæðismanna til að ná nokkrum bæjarfulltrúum í vor, er að þeim auðnist að kaupa atkvæða gleypi á borð við Elliða Vignisson til lags við sig.

Að öðrum kosti verða þeir ekki hálfdrættingar gegn flokki Ingu Sæland.

Jónatan Karlsson, 17.8.2017 kl. 23:18

8 identicon

Sæll Halldór.

Telja má fullvíst að sá flokkur sem
sýnir fram á eindreginn vilja og
raunhæfar tillögur um að byggðar verði
6-10000 íbúðir í Reykjavík með hvað
hagkvæmustum hætti á næsta kjörtímabili
standi uppi sem sigurvegari í sveitarstjórnakosningum
í Reykjavík 2018.

Ég hef enn ekki skilið hvers vegna ekki mátti
ganga til samstarfs við Ikea um einingahús,
að ekki skuli hægt að lækka byggingarkostnað
umtalsvert.

Þetta fyrirtæki kom með tillögur í þessa átt
enda þaulvanir á þessum vettvangi í Þýzkalandi
og víðar um lönd.

Hefur þú, Halldór, einhverja skýringu á því háttalagi
að ekki megi byggja blokkir eða reisa einingahús
sem venjulegt fólk getur fest kaup á?

Flokkur fólksins  er nú í fararbroddi fyrir
því að átak verði gert í húsnæðismálum í Reykjavík
enda er það að flestra áliti eitthvert brýnasta verkefni
sem við blasir í borginni.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 11:23

9 identicon

Sæll aftur!

Reyndar læðist að mér sá grunur
að borgin sé fyrir fjármagnseigendur,
að verja jafnt hagsmuni þeirra sem leigusala
þar á meðal lífeyrissjóða til að halda uppi
sem hæstu verði, - og er til betri leið
en að ljúka ekki við byggingu einnar einustu
þeirra 4-6 þúsund íbúða sem lofað var að
byggðar yrðu?

Húsari. (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband