Leita í fréttum mbl.is

A,B,C fyrir Evruspekinga

er að finna í grein Þorbjarnar Guðjónssonar í Morgunblaðinu í dag.

Þorbjörn segir:

"Á síðustu 11 árum (2005-2016) hafa laun hækkað um 116% eða 7,2% á ári meðan verg landsframleiðsla á föstu verðlagi hefur hækkað um 28% eða 2,3% á ári, fjöldi starfandi hefur aukist um 18% eða 1,5% á ári.

Úr þessu fæst að framleiðni/starfandi hefur aukist um 8,7% yfir tímabilið eða 0,77% á ári. Ljóst er að laun hafa hækkað langt umfram framleiðniaukningu og að slíkt misræmi leiðir til verðbólguþrýstings sem kemur í bakið á fólki og líklega þyngst á þá sem verr eru settir. Ofangreint má lesa út úr opinberum hagtölum.

Það liggur í augum uppi að hvort sem við værum miðað við 2005 með evru eða þá myntráð tengt evru eða dollara þá væri íslensk atvinnustarfsemi í það minnsta sú sem sýslar með útflutning eða er í samkeppni við innflutning í bullandi vandræðum og atvinnuleysi líkast mikið því ekki gætum við þrifist eingöngu á innrimarkaði, hvort sem litið væri til verðmætasköpunar eða ásættanlegs ástands á vinnumarkaði.

Þá væru góð ráð dýr þar eð við gætum hvorki fellt evruna né horfið frá þeim skuldbindingum sem felast í myntráðinu án þess að missa allan trúverðugleika í síðara dæminu en fyrra dæmið snýst um hið ómögulega. Í báðum tilvikunum fælist aðlögunin í verðhjöðnun og launalækkunum til að hífa okkur úr öldudalnum.

Þetta er svo sem ekki í óþekkt staða nýverið og í löndum líkt og Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal þar sem yngri kynslóðin hefur öðrum fremur mátt þola böl og vonleysi atvinnuleysis um langan tíma.

Það er deginum ljósara að með því að hverfa frá eigin mynt þrengir um og fækkar þeim kostum sem við sem þjóð höfum til að takast við þær efnahagslegu áskoranir sem við komum til að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Við værum að ástæðulausu að handjárna okkur sjálf í glímunni við halda hér uppi fullu atvinnustigi og fullri nýtingu framleiðsluafla.

Tæpast er hægt að ætlast til þess að almenningur íslenskur gleypi við upptöku evru eða myntráðs í stað íslensku krónunnar áður en tvennt liggur fyrir, annars vegar hvert yfirskiptaverðið yrði, þ.e. hversu margar krónu skuli koma á móti einni evru eða valutu myntráðsins, og hins vegar með hvaða hætti yrði það tryggt að launahækkanir og aðrar verðhækkanir innanlands yrðu á sama róli og erlendis.

Ef innlendar hækkanir eru hærri en erlendis og við með fastgengi (evru eða myntráð) leiðir það að óbreyttu gengi til atvinnuleysis og samdráttar í framleiðslu.

Upphaflegt yfirfærsluverð gefur til kynna hverjar tekjur, gjöld, eignir og skuldir einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á yfirgangspunkti yrðu í hinni erlendu mynt og ekki óeðlilegt að hlutaðeigendur sé upplýstir um nefnd atriði. Sömuleiðis þarf að liggja klárt fyrir með hvaða hætti það verði tryggt að launa- og verðlagsþróun innanlands yrði sú hin sama og erlendis.

Það hvílir því á herðum þeirra sem kasta vilja þjóðarmyntinni að upplýsa almenning um annars vegar upphaflegt skiptaverð og því tengt eigna-, skulda-, tekju- og gjaldastöðu í nýrri mynt og svo með hvaða hætti það verður tryggt að laun og verðlag hérlendis verði í takt við útlönd, hver verða tækin og tólin?

Aðeins þegar þetta tvennt liggur fyrir getur fólkið í landinu tekið afstöðu til hvort kasta beri krónunni fyrir róða eða hvort við værum að fara úr öskunni í eldinn." 

Hér er vitræn umræða um myntmálin í stað þess óskiljanlega málflutnings formanns Viðreisnar sem hann hefur haft uppi um myntráð og eða upptöku evru. Sem betur fer hafa landsmenn til þessa ekki ginið við hans flugum.

Þorbjörn Guðjónsson á þakkir skildar fyrir þessa yfirveguðu grein um myntskipti. Sannarlega góð viðbót við fréttir um að nú eigi að fara að gefa út Gagn og Gaman á nýjan leik. Sumir Íslendingar verða líklega að byrja aftur á byrjuninni A,B,C til þess að geta áttað sig á grunnatriðunum í efnahagsstjórn áður en frægðarsól þeirra gengur til viðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

i SAMBANDI VIÐ LAUN- er átt við vinnandu fólk- ekki eldriborgara- sem hafa unnið- en eru nú í ruslflokki.

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.9.2017 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband