Leita í fréttum mbl.is

Já,hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera

til þess að ná aftur sinni fyrri stöðu?

Björn Jón Bragason ritar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann svo í niðurlagi:

"Mér fannst sem ég hefði fundið gamla Sjálfstæðisflokkinn á þessum sumardögum í Berlín. Undirliggjandi voru slagorðin „stétt með stétt“ og „eign fyrir alla“.

Útskýringar starfsmanna CDU á stefnu flokksins hefðu allt eins getað verið þýskar þýðingar á ræðum Jóhanns Hafstein eða Bjarna Benediktssonar eldri.

Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að öðlast aftur fyrri stöðu sem 40% flokkur er nauðsynlegt að líta til þeirra grundvallaratriða sem hér eru nefnd.

Flokkurinn hefur fyrir löngu glatað öllum tengslum við verkalýðshreyfinguna og fátt verið gert til að bæta rekstrarstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Eiginfjármyndun almennings og fyrirtækja eru settar alltof þröngar skorður með óhóflegri skattheimtu og íþyngjandi regluverki. Þá hefur á mörgum sviðum atvinnulífsins orðið óeðlilega mikil samþjöppun og litlir atvinnurekendur átt í vök að verjast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leita upprunans og stuðla að samfélagi valddreifingar.

Í því efni má læra margt af Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, systurflokki Sjálfstæðisflokks."

Björn Jón sér Kristilega Demókrata í  Þýzkalandi fyrir sér sem systurflokk Sjálfstæðisflokksins. Aðrir sjá það frekar fyrir sér að hin helstu sameiginlegu einkenni flokkanna séu jákvæð  afstaða til aukins innflytjendastraums fremur en það sem Björn Jón saknar frá sínum gamla flokki. Afgreiðsla síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins á flóttamannamálefnum og málefna aldraðra var enda ekki til þess fallinn að sópa því fylginu til baka.

Vonandi mun flokkurinn fara að rifja upp hvað það var sem gerði hann svo stóran á tíð áminnstra fyrri leiðtoga. Stétt með stétt og eign fyrir alla virðast ekki vera áberandi grunnstef í starfsemi flokksins á síðustu árum né heldur virðist flokkurinn hugsa mikið um kjör eldri borgara sem enda flykkjast ekki til hans þessa dagana. 

Öllu þessu má breyta og því horfa gamlir Sjálfstæðismenn til Landsfundar með vonir og væntingar um annað en valdabrölt einstakra fylkinga og persóna sem aðalatriði. Spurning er hvort ekki væri réttara að hafa kosningar til embætta sem fyrsta eða annan lið á dagskránni á laugardegi frekar en síðast á sunnudegi í þeirri von að fundurinn gæti einbeitt sér frekar að málefnastarfi fremur en framboðsleikjum og pópúlisma?

Hvað mun Sjálfstæðisflokkurinn gera sér till endurreisnar á næsta Landsfundi sínum í Nóvember næstkomandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband