Leita í fréttum mbl.is

Fellibyljirnir eru ekki af mannavöldum

 

"Meðan CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir hafa aukist, þá hefur ekki orðið aukning á tíðni fellbylja sem ganga á land.
 
"Fyrir Harvey og Irmu, þá voru með smá heppni stödd í 12 ára fellbyljatímabili. Það sem meira er þá hefur tíðni fellibylja sem ganga á land í Bandaríkjunum fallið síðustu 160 ár." 
 
 
Þetta kemur ekki vegna afneitunar heldur meginstraumi vísinda skrifar hann.Samstarfsvettvangur um loftslagsbreytingar greindi frá því í vísindalegu mati að engin fylgni hefði verið greind við aukningu árlegra fjölda fellibylja, hvirfilvinda og stórviðra síðastliðin 100 ár í Norður Atlantshafs skálinni og það séu engin merki um aukningu hitabeltisstorma á heimsvísu.
 
Enn fremur, eins og tekið hefur verið fram af stjórn þjóðarstofnunar loftslagsmála "þá er ekki tímabært að álykta að mannlegt atferli -og sér í lagi útblástur gróðurhúsalofttegunda sem hafa hlýnunaráhrif - hafi haft mælanleg áhrif á Atlantshafsfellibylji  eða fellibylji á heimsvísu.
 
Það hefur ekki staðið á sanntrúuðum loftitlagasvísindamönnum að kenna hlýnun af mannvöldum um fellibyljina og nauðsyn þess að dæla peningum í forvarnir. Íslendingar eru að sóa milljörðum í þessa vitleysu sem engin hnattræn áhrif hefur nema stórskaða lífskjör þjóðarinnar.
 
Blöndunin á rándýru og kraftlausu ethanol í eldsneytið hjá okkur stórskaðar efnahag okkar allra og mest þeirra sem minnst mega sín, einstæðar mæður, aldraða og öryrkja.
 
Þessi sóun okkar er tilgangslaus þar sem fellibyljir eru ekki af mannavöldum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband