Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisstefnan

var sett á blað 1929. Henni hefur aldrei verið breytt síðan.

Flokkinn hefur stundum borið af leið fyrir tilverknað forystumanna. En hjartalagi Sjálfstæðismanna hefur aldrei verið breytt.

Sjálfstæðisstefnan er tvíþætt. Annars vegar lofar flokkurinn að standa ávallt vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Það hefur verið reynt oftar en einu sinni að sveigja flokkinn til fylgis við Evrópubandalagið og framselja fullveldið. Því hefur verið hrundið á Landsfundum flokksins.

Hinn þátturinn Sjálfstæðisstefnunnar er að flokkurinn ætlar "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

Svo einfalt er það. Sjálfstæðismenn hafa vissulega orðið að þola það að forystumennirnir hafi reynt að sveigja flokkinn af leið. En það hefur aldrei tekist til lengdar né hefur flokkurinn tekið upp aðra stefnu, þurft að bæta við eða bjaga, mála yfir nafn og númer eins og margir aðrir flokkar hafa gert. Hann hefur staðið af sér alla storma og enginn framámaður hefur hrósað sigri með grundvallarstefnubreytingar frá stofnun flokksins fyrir 88 árum.

"Fara og koma frægðarmenn, fara út í buskann senn. Eitt er víst að er, ég er hér." Svo kvað maðurinn hennar Jónínu hans Jóns. Flokkurinn er íhaldsflokkur sem vill varðveita það góða sem við höfum en breyta því sem við getum breytt til batnaðar. 

Það hefur margt breyst í samfélaginu síðan 1929.Fátt af því jákvæða hefði gerst án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki stuðlað að því.

Áróður andstæðinganna er á götustrákaplaninu eins og birtist greinilega í orðum Þorvaldar Gylfasonar:

"Ær og kýr Föðurlandssvikabrigzl og valdarán eru ær og kýr fasista enn sem fyrr. Ísland þarf að gæta sín á fárinu sem ríður nú yfir nálæg lönd. Framganga Sjálfstæðisflokksins og taglhnýtinga hans gagnvart nýju stjórnarskránni sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við 2012 er skýr viðvörun."

Flokkur barnaníðinga, skattsvikara, Panamagreifa og þjófa eru svo orð sem heyrast daglega hjá mestu netsóðunum. Ég held samt að fólk muni átta sig á því að flokkar eru byggðir upp af heimspekilegum hugsjónum þar sem fólk sameinast um grunngildi en ekki vindhanasnúningi. Það er það sem sameinar en ekki dægurblaður eða heimskuleg slagorð.

40 % íslenskra kvenna trúir ekki á grunnstefnu flokksins og ætlar að kjósa arftaka ráðstjórnarflokkanna gömlu. Þetta er afleit niðurstaða fyrir talsmenn Sjálfstæðisflokksins og sannar að þá hefur borið af leið. Hagsmunir mæðra og barna þeirra haf vikið til hliðar og flokkurinn nær ekki til þeirra.Áherslur flokksins í málefnum eldri borgara hafa verið rangar því þeir trúa ekki lengur á flokkinn sinn sem þeir kusu lengst af. Forystumenn flokksins verða að hlusta á gagnrýnina en hætta að berja hausnum við steininn í upphafinni sjálfsánægju.

Nú á enn að gera tilraun til þess að láta fólk kjósa eitthvað annað. Síðasta ríkisstjórn var byggð á flokkum sem gáfu sig út fyrir að vera eitthvað annað.  Núna er Flokkur Fólksins eitthvað annað til að kjósa.Óskrifuð blöð með enga reynslu eða starfsferil um eitthvað annað. Eitthvað annað.

Eitthvað annað en Sjálfstæðisstefnuna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn og og oddvitar hans að gera til þess að hinar hagstæðu húsmæður og eldriborgarar  kjósi hann ?   Það fyrsta. Að sýna auðmykt og biðjast afsökunar á því sem flokkurinn hefur ekki staðið við og ekki einu sinni sýnt vilja til að standa við..Hér er t.d átt við bréf sem Bjarni Ben. sendi út fyrir  kosningar árið 2013.  Það var aldrei borið sig til við að standa við það.  Í dag ætti flokkurinn að falast eftir leiðsögn frá Jóni Kristni Snæhólm.

Sjálfstæðisflokkurinn  þarf að gefa út á skíran hátt hvaða stefnu flokkurinn ætlar að hafa varðandi innflutning á hælisleitendum sem koma til Íslands frá öruggum löndum. Skoða veru í Shengen  Af því að vitnað er í eldri tíma Sjálfstæðisflokksins hefðu þeir sem þá stýrðu flokknum aldrei afsalað neinu af sjálfstæði landsins.

Framvarðarsveit Sjálfsstæðisflokksins þarf að muna eftir fólki í annan tíma en bara aðeins fyrir kosningar. Flokkurinn er fólkið.

 

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 14:56

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sjallarnir þurfa að hlusta á grasrótina, so to speak, en ekki háskólalýðinn, sem auðvitað er latte lepjandi kaffihúsalýður 101 Reykjavík.

Hvað vill fólkið? Ég er alveg handviss um að fólkið vill ekki eyða 14 milljörðum í hælisleitendur. Það væri nær að láta þá peninga fara til heilbrigðiskerfisins.

Svo er kominn tími til að hætta að skattlegja laun fólks sem eru undir fatækramörkunum.

Auðvitað á að lækka skatta úr 40% í 20%, það er marg sannað að það eykst innflæði fjármagns í ríkiskassann þar sem skattar eru lækkaðir og ekki er verið að skattpína fólkið. En áður en það gerist, þá þarf að afnema verðtryggingu á lánum.

Svo er kominn tími til að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk. Það er til skammar að neita 99 ára konu að komast á hjúkrunarheimili, það er eitthvað stórkostlegt að í kerfinu.

Ef Sjallarnir mundu setja þessi málefni í fyrirrúmi í kosninga baráttunni, þá kanski gætu þeir náð yfir 30% fylgi. Vandamálið er að Sjallarnir eru búnir að, svíkja svo oft kosningarloforð að fólk er hætt að trúa þeim og það er erfitt vandamála að leiðrétta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.9.2017 kl. 18:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eddi lögga og Jóhann flugvirkjameistari

Forysta Sjálfstæðisflokksins  hefur því miður sýnt sig í því nokkuð lengi að hlusta meira á sjálfa sig en aðra. Því miður nær ekki margt eyrum þeirra á þeim bæ. Enda flokkurinn fastur undur 30 % í langan tíma.Lítill og huggulegur flokkur er líka auðveldari viðfangs en stór sagði Jón Gunn Framsóknarmaður við mig í gamla daga.

Halldór Jónsson, 30.9.2017 kl. 18:55

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Ef BB og Sjálfstæðisflokkurinn sæju ljósið og myndu sverja með hönd á Biblíunni að á fyrsta Ríkistjóninar degi myndu þeir afnema frítekjumarkið!

Og standa við það, 

þá þyrfti ekki nýja flokka eins og Flokk Fólksins! 

Það kurraði í Halldóri í Holti í viðtali :

Í hundrað þúsund á hvað mörgum árum!! 

Steingrímur setti skerðingar á kr eitt hundrað og níu þúsund!  Þegar allt var á heljarþröm 2009.

Ellistyrksþjófarnir verða að sjá ljósið og hætta þjófnaði af almenningi. 

Annars eru sennilega aðeins Flokkur Fólksins og framfara flokkur Sigmundar Davíðs valkostur fyrir meginþorra landsmanna ef þeir eru að hugsa um ævikvöld. 

Kolbeinn Pálsson, 30.9.2017 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband