Leita í fréttum mbl.is

Hlustið á heilindin

í ESB flokknum V.G.

Nú eru þeir endanlega búnir að viðurkenna sinnaskiptin.

Svo segir Össur sjálfur:

"Össur Skarphéðinsson vekur máls á því á Facebook sem vinstri menn eru að ræða sín á milli um þessar mundir. Hann bendir á að meirihluti Vinstri grænna styðji aðild að ESB samkvæmt nýrri könnun. 

Svo sagði hann mikil tíðindi hafa falist í því „sem hinum lötu fjölmiðlum Íslands yfirsást“ að Katrín Jakobsdóttir hefði sagt í umræðu- þætti á dögunum, „ofan í sannfæringarlítið svar sitt um“ andstöðu við ESB-aðild. „Hún sagði skýrt að VG væri ekki mótfallið því að fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina.“ 

Össur segir að með þessu hafi Katrín búið til „einstakt tækifæri fyrir Samfylkinguna“.  Og hann klykkir út með þessum orðum: „Langlíklegast er að í fyrstu lotu stjórnarmyndunarviðræðna fái formaður VG umboð til að spreyta sig. Ef Samfylkingin vill, og telur rétt fyrir land og þjóð, þá hefur hún í hendi sér að setja það sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að ný ríkisstjórn efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina. Katrín hefur gefið upp boltann. Við Valsmenn myndum kalla þetta dauðafæri …"

Össur þekkir vel til í Samfylkingunni og VG enda verið í forverum beggja flokka og hefur frá upphafi verið einn helsti forystumaður Samfylkingarinnar.  Ekki þarf að efast um mat hans á þessari stöðu. 

Það er ekkert að marka að spyrja Steingrím Jóhann. Hann segir bara það sem honum, passar hverju sinni.

Hver er þá munurinn á V.G. og Samfylkingunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband