Leita í fréttum mbl.is

Villir hún Viðreisn!

 

Viðreisn sem flokkur hefur inngömgu í Evrópusambandið á dagskrá sinni og upptöku Evru. FLokkurinn hefur evrópskt atvinnuleysi ungs fólks efst á sinni stefnuskrá. Sem er eiginlega stórundarlegt stefnumið við íslenskar aðstæður nútímans.

Fyrrum formaður hafði áður vakið þjóðarathygli með furðutillögum sínum um að banna íslenska peningaseðla. Og einnig upptöku myntráðs sem var næsti bær við niðurlagningu krónunnar og upptöku Evrunnar. Fáir munu hafa skilið þessar tillögur til nokkurrar hlítar og til eru þeir sem efast um að formaðurinn hafi skilið þær sjálfur til fulls. Allavega varla nægilega til að geta útfært þær í smáatriðum. Þurfti enda forsætisráðherra að stíga fram og taka af tvímæli um raunhæfið.

Viðreisn mældist nú síðast með 5.7 % fylgi þanngi að ekki er útséð með að þeir muni yfirleitt tolla inni á þingi í kosningunum. Vandséð er að það muni skipta sköpum fyrir framtíð lands og þjóðar, að þessi flokkur verði í áhrifastöðu meðað við þær furðutillögur sem áður er lýst. Miklu frekar má leiða að því líkur að margt muni verða með skilvirkara hætti fækki flokkum á Alþingi frekar en hitt. Og varla munu sauðfjárbændur flykkjast um flokkinn þann.

Eitt af því merkilegra sem frá þessum flokki hefur komið nú nýlega er að Þorsteinn Víglundsson ráðherra fullyrti með Benedikt Jóhannesson við sama borð"að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán] gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi."

Jón Valur Jensson skrifaði þessum bloggara svofellt:

"Ég skulda tæpl. 10,27 millj. Íbúðalánasjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftirstöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.).

Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr.  Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr.í vexti og verðbætur á mánuði...", 

Þetta virðist því vera  talsvert ódýrara en það sem Þorsteinn ætlar að spara  Íslendingum í afborgunum eftir að þeir ganga í Evrópusamabandið. Áróður Viðreisnar og fleiri spekinga um ónýta krónu og ágæti Evrópusambandsins  virðist ekki halda vatni.Þeir nefna heldur aldrei að þeir eru að bera saman erlend lán og lán í íslenskum krónum. Í hruninu þurfti að fella gengi krónunnar og margir voru þeir sem sáu skuldir sínar tvöfaldast við það tækifæri og getur undirritaður vitnað duglega um það. 

Það sem Evruspekingarnir hafa heldur aldrei svarað er það, hvernig þeir ætla að fást við óraunhæfa kjarasamninga eftir að Evran hefur verið tekin upp? Nú ætla náttúrufræðingar sem opinberir starfsmenn með kjaraforystu landsins að taka sér 30 % kauphækkun á næstunni. Hvar á að fá Evrur til að borga þeim kaupið ef til dæmis á sama tíma kæmi bakslag í sjávarafurðaútflutning og ferðamennsku? Þá er ekki hægt að prenta evrur hér innanlands eða fella gengið.

Gjaldmiðill er ekkert annað en gjaldmiðill sem menn eru ásáttir um að nota.Hann var í formi sígaretta sem ekki voru reyktar í Þýskalandi eftir stríðið, postulíspeningar og leðurpeningar eftir héruðum voru notaðir í þýska hruninu svo eitthvað sé nefnt.

Íslenski fimmþúsundkallinn er bara fimmþúsundkrónu virði af því að við höfum samið um það að svo skuli vera. Pappírinn í honum er eiginlega ekki skítsvirði fyrir utan það samkomulag.

Ef náttúrufræðingar neita að taka við honum sem greiðslu og heimta Evrusðla? 

Hvað þá ungi maður?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Já "Viðreisn" villir kjósendur margfaldlega um margt, jafnvel hinir áferðarfallegustu menn!

Þorsteinn Víglundsson gerðist svo djarfur að skrökva* (með meintan reikn­ings­haus Bensa Jóh. við sama borð!) "að 4ra manna fjöl­skylda með 20 millj.kr. hús­næð­is­lán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þús.kr. á mán­uði í útgjöld ef vaxta­kostnaður væri með sambæri­legum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi." Þvílíkar ýkjur og öfugs­núningur staðreynda!

 

Undirritaður skuldar tæpl. 10,27 millj. Íbúðalána­sjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftir­stöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.). Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr. Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr.í vexti og verðbætur á mánuði, en Þorsteinn fer langt í að tvöfalda þá tölu! Svo getur hann ekki lofað neinu fólki lánum með 0% vöxtum** og samt án verðtryggingar. Greinilega skrökvar hann langtum meira en tvöfalt maðurinn.

 

Ætli hann geri þetta daglega og í fleiri ræðum sínum og greinum? En allt á þetta að þjóna þeim áróðri "Viðreisnar", að það sé "krónan" sem kosti okkur þessar upplognu fjárhæðir, og sá málflutningur á svo að hjálpa til að narra þjóðina inn í valdfrekt Evrópu­sam­bandið þar sem við hefðum ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt yfir okkar eigin málum, en lög ESB fengju allan forgang og yrðu æðst ráðandi !

Þetta er, svo að endað sé með röklegri ályktun, raunalegt dæmi um örvæntingarfullan lygaáróður Viðreisnar fyrir þessar kosningar.

* http://www.visir.is/g/2017171029730/bjoda-kjosendum-ad-reikna-ut-hvad-kronan-kostar-tha

** 0% vextir í sumum ESB-löndum koma ekki til af góðu: verið er að reyna að láta atvinnulífið hjarna við, ólíkt uppganginum sem verið hefur hér á landi á síðustu árum.

Jón Valur Jensson, 23.10.2017 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband