Leita í fréttum mbl.is

Nærri klukkutíma

var ég í bílnum frá Boðaþingi í Vatnsendahverfi niður á Landspítala og koma bílnum fyrir í örtröðinni þar. Það var bylur og slabb og allt gekk þó furðanlega á umferðarljósunum. Umferðin var massíf og bíll við bíl.Ökumenn eru orðnir miklu tillitssamari en þeir voru og leyfa mönnum að skipta um akreinar fyrirvaralaust.

Á svona leið hafa menn  tíma til að hugsa. Ég velti fyrir mér hvernig það væri að vera á ferð í þessu veðri út að bíða eftir Borgarlínu, keyra með Borgarlínu sem myndi stoppa langt fá  Landspítalainnganginn mínum í stað þess að sitja i upphituðum bílnum og hlusta á öll útvarpsprógrömmin þar sem ég lærði heilmikið líka Ég komst að því að ég vildi ekki skipta hvað sem í boði væri. Það var samt ergilegt að vera fastur á ljósunum við Miklubraut-Kringlumýrarbraut þar sem Gvendur Jaki barðist fyrir gerð mislægra gatnamóta fyrir hálfri öld síðan og vildi láta lífeyrisjóði lána í það til að styrkja atvinnustigið.

Nú segir Dagur Bergþóruson Borgarstjóri  að tími mislægra gatnamóta í Reykjavík sé liðinn og Hjálmar Sveinsson skipulagsyfirvald  segir að það taki því ekki að leggja fleiri akreinar því þær fyllist bara af bílum. Í stað þess skulu götur Borgarinnar þrengdar og fuglahús reist til yndisauka fyrir menn eins og mig sem sitja fastir í umferðinni. Borg er ekki samfélag manna sem þurfa að ferðast hratt um vegna atvinnustarfsemi heldur einhver félagsleg eining sem þjónar tjáskiptum og gildismati  og svo auðvitað kynjajafnrétti, berst gegn kynferðislegu ofbeldi og hjálpar svo heiminum öllum með innflutningi flóttafólks og hælisleitenda auk kolefnisbindingar  fyrir lánsfé við Hellisheiðarvirkjun. En skuldir Borgarinnar vaxa um einhver tíu af hundraði á næsta ári sem er kosningaár meðan skuldir allra sveitarfélaga á landinu lækka í góðærinu.

Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væru aðeins innblásið vinstra fólk sem myndi velja almenningssamgöngur   eða  hjólhesta  á svona slyddumorgni sem þarf að leita sér lækninga um langan veg í allri þeirri umferð sem atvinnutraffíkin er á hinu risastóra höfuðborgarsvæði.

Ég myndi hætta bæði lífi og limum og heilsunni líka með því að reyna þetta ferðalag öðruvísi en á bílnum mínum. Maður þyrfti til þess bæði frekar að vera ungt hraustmenni en ekki sjúkt gamalmenni á níræðisaldri til þess að bjóða þessum aðstæðum í gær byrginn. Og miðað við bílafjöldann þá sýnist mér að þó nokkrir íbúar séu á sömu skoðun að nærri klukkutími i bíl sé skárri en úti.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill -- góðar hugleiðingar.

Og Gvendur jaki langfrændi minn vissi þessar grunnstaðreyndir betur fyrir hálfri öld heldur en aularnir tveir, Dagur Bergþóruson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson skipulagsyfirvald!

Jón Valur Jensson, 14.11.2017 kl. 23:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jon Valur

Met í nýskráningum bifreiða virðist ekki styrkja stöðu Hjalla á hjólinu og AtterDags

Halldór Jónsson, 16.11.2017 kl. 09:08

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær pistill og bráðfyndinn!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.11.2017 kl. 09:37

4 identicon

Allt sem er frítt, er notað í óhófi-

Setjum upp sjálfvirka innheimtu á veggjöldum innan höfðuborgarsvæðisins og við munum sjá umferðina minnka um 20%

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=CX_Krxq5eUI

Runar (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband