Leita í fréttum mbl.is

Grundallaratriđi

í stjórnmálum eru ţađ sem Óli Björn Kárason veltir fyrir sér í grein í Mbl.í dag.

ţar stendur međal annars:

"........

Merkingarlausir merkimiđar

 

Frjálslyndir, víđsýnir og umburđarlyndir. Ţrjú jákvćđ orđ sem stjórnmálamenn eru gjarnir ađ skreyta sig međ. Merking orđanna er hins vegar litlu meiri eđa dýpri en innihaldslausir frasar sem hafa tekiđ yfir pólitíska orđrćđu.

 

Ţeir sem eru dugmestir viđ ađ kenna sig viđ umburđarlyndi eru oftar en ekki fremstir í flokki ţeirra sem ráđast á ţá sem eru á öndverđum meiđi - setja fram ađrar skođanir en ţćr sem eru hinum umburđarlyndu ţóknanlegar. Í víđsýni og hleypidómaleysi eru pólitískir andstćđingar brennimerktir. Samstarf er útilokađ viđ stjórnmálaflokka sem njóta stuđnings tuga ţúsunda kjósenda, jafnvel margfalt fleiri en styđja ţá sem kalla sig umburđarlynda. Umburđarlyndi er gagnvart ţeim sem eru sömu skođunar - »rangar skođanir« njóta hvorki skilnings né ţolinmćđi.

 

Ţannig hefur merkingu orđa veriđ snúiđ á haus.

 

Frjálslyndur stjórnmálamađur berst ekki lengur fyrir réttindum einstaklinga og auknu athafnafrelsi. Ný-frjálslyndi er lítiđ annađ en fallegur búningur stjórnlyndis.

 

Undir gunnfána frjálslyndis á ađ seilast dýpra í vasa skattgreiđenda og útdeilda peningum. Ađ auka umsvif hins opinbera og taka sífellt stćrri hluta tekna launafólks er merki um nútímalega frjálslynda hugmyndafrćđi.

 

Talsmenn báknsins

 

Ţeir dagar eru liđnir ţegar frjálslyndir stjórnmálamenn tóku sér stöđu viđ hliđ sjálfstćđa atvinnurekandans - börđust fyrir auknu athafnafrelsi og einföldu regluverki. Ný-frjálslyndi kallar á ađ frelsi sé takmarkađ međ fjölţćttum lögum og reglum. Nútímalegir frjálslyndir stjórnmálamenn eru sannfćrđir um nauđsyn ţess ađ byggja upp öflugt eftirlitsbákn međ tilheyrandi gjöldum á atvinnulífiđ. Framtaksmönnum er gert erfiđara fyrir og stórfyrirtćkin lifa góđu lífi í skjóli báknsins og sífellt flóknari leikreglna.

 

Viđ sem viljum brjóta upp kerfiđ, einfalda regluverkiđ og styđja viđ framtaksmanninn - sjálfstćđa atvinnurekandann - erum sagđir tilheyra kerfisflokki. Ţeir sem eru mest uppteknir af ţví ađ fá viđurkenningu fyrir frjálslyndi og bođa í tíma og ótíma kerfisbreytingar eru í raun helstu talsmenn báknsins.

 

Nútímalegt frjálslyndi neitar ađ eiga samleiđ međ ţeim sem vilja auka frelsi einstaklinga og takmarka afskipti ríkisins.

 

Ćđsta stig nútíma frjálslyndis (ţví ekki má vera gamaldags) er ađ berjast fyrir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og leggja áherslu á ţjóđaratkvćđagreiđslu um ađildarviđrćđur fyrir kosningar. Í anda ný-frjálslyndis er hins vegar eđlilegt ađ leggja kosningamálin til hliđar ađ loknum kosningum til ađ gera leiđina inn í ríkisstjórn greiđari. Slíkt er merki um umburđarlyndi og víđsýni.

 

Stjórnmálamenn sem berjast fyrir frjálsum og opum alţjóđaviđskiptum geta ekki lengur kennt sig viđ frjálslyndi. Ađ standa vörđ um rétt ţjóđar ađ gera sjálfstćđa samninga um opin viđskipti viđ lönd, sem standa utan Evrópusambandsins, er ekki í takt viđ nýtískulegt frjálslyndi. Afnám tolla og almennra vörugjalda, sem ýtt hefur undir aukin alţjóđleg viđskipti, lćkkađ vöruverđ og innleitt aukna samkeppni í smásölu er samkvćmt skilgreiningu nútímastjórnmálamanna ađeins ađferđafrćđi gamaldags frjálslyndis. "

 

Steingrímur J. Sigfússon segir í grein í sama blađi:

"....Ég lćt mig hafa ţađ ađ minnast ađ lokum á einn fremur saklausan smáfrćnda í fjölskyldunni sem er merkimiđapólitíkin. Hún gengur í einfaldleika sínum út á ađ velja sér sjálfum jákvćđa merkimiđa:

 

- Ţú segist vera lýđrćđissinni. Einmitt ţađ. Eru ţá ađrir andlýđrćđissinnar?

 

- Ţú ert umbótasinni (eins og margir voru ađ eigin sögn og margra fjölmiđla og álitsgjafa í kjölfariđ fyrir nćstsíđustu kosningar). Eru ţá allir hinir á móti umbótum? Og, liggur fyrir óskeikul og óumdeild flokkun á ţví hvađ séu umbćtur og hvađ ekki?

 

Og nú er ţađ frjálslyndi. Frjálslyndir flokkar og frjálslynd öfl móti rest. Er brennivín í búđir frjálslyndi? Eru lýđheilsusjónarmiđ ófrjálslynd? Ja, spyr sá sem ekki veit.

 

Kornungur ađ árum heyrđi ég mér 10-20 árum eldri menn tala um sjálfa sig sem hina ungu lýđrćđiskynslóđ. Ţađ voru mín fyrstu kynni af merkimiđapólitík."

Ţađ gott ađ helstu hugmyndafrćđingar stjórnmálaflokkanna hittist viđ stjórnarmyndunarborđiđ ţar sem ESB flokkarnir eru blessunarlega hvergi nćrri.

 

Ţađ vćri gott ef grundvallaratriđin vćru í heiđri höfđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband