Leita í fréttum mbl.is

Draumur

kom til mín í morgun þegar ég svaf á mitt græna. Hann var nógu skýr til að ég myndi hann þegar ég vaknaði.

Í honum er ég staddur þar sem verið er að skipta ráðherraembættum í nýtti ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson er búinn að fá 5 embætti til að deila meðal sinna manna en ég fæ ekki boð um hvernig hann muni  skipta þeim. En ég þykist vita að Katrín Jakobsdóttir sé forsætisráherra en það er eitthvað verið að karpa um hvort Steingrímur Jóhann eða Svandís Svarsdóttir séu hinn af tveimur ráðherrum. Ég hallast samt að Svandísi.

En svo kemur það óvænta. Sigurður Ingi er einn af þremur ráðherrum Framsóknar og svo Lilja Alfreðsdóttir. En svo verð ég hissa. Sigmundur Davíð er þriðji ráðherrann. Það virðist vera að þingflokkur Miðflokksins sé genginn í þingflokk Framsóknar í heilu lagi.

Ég er steinhissa auðvitað en þegar ég þykist hugsa málið þá er ég bara ánægður. Ég hef nefnilega alltaf dálitla trú á Sigmundi Davíð til skynsamlegra verka. Og hversvegna væri þetta ekki góð niðurstaða fyrir alla í þessum draumi? Óbreyttur flokkafjöldi.  

En svo vaknar maður víst af af öllum draumum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ekki er mark að daumum", segi ég nú um þennan!

Jón Valur Jensson, 19.11.2017 kl. 17:48

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heldurðu að þetta síðasta hafi bara verið draumórar?smile

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2017 kl. 18:06

3 identicon

En draumur Samfylkingarinnar er að Helga Vala verði dómsmálaráðherra. Þá mundi nú aldeilis fjölga því útigangsfólki sem hefst við í bílakjallara ráðhúsins því allt annað fáanlegt húsnæði færi undir skjólstæðinga lögmansstofu Helgu

Grímur (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 18:30

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mæltu manna heilastur. Þetta yrði öllum til sóma.Bræður munu taka höndum saman. Ný og betri veröld.

Egilsstaðir, 19.11.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.11.2017 kl. 21:25

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óskhyggja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.11.2017 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband