Leita í fréttum mbl.is

Var þetta svona svakalegt ?

 

Ég var að hlusta á frásögn farþega í flugi Jetex frá Tyrklandi. Miðað við hversu yfirborðslegar fréttir fjölmiðla voru af atvikinu , þá er maður gáttaður.

 

Í rauninni hlýtur  þarna að hafa verið um grafalvarlegt atvik að ræða, sem gat endað í dauða 200 manna, margra mér nákominna.  Það er með ólíkindum hvernig frásagnir fjölmiðla eru af þesssu atviki. Það er eins og um samantekin ráð sé að ræða til þagga þetta niður.

 

Lending flugmannsins er með ólíkindum og hefði gefið falleinkun hjá hvaða flugnema sem er. Hann kemur niður á alltof miklum hraða þannig að vélin ballónerar hátt í loft upp eftir fyrsta skellinn áður en næsti skellur kemur. Þetta skeður allt langt inni á braut þannig að flugmaðurinn er að reyna að nota akstursbrautina til að beygja inná og bremsa vélina að því er virðist hræddur við að fara fram af brautarendanum.  Það tekst í byrjun en svo kemur hálka og vélin  skríður útaf útí gras. Þvílíkt.

 

Viðbrögðin í Keflavík eru síðan með ólíkindum. Slökkviliðið er ekki komið á staðinn fyrr en að löngum tíma liðnum, allt að tuttugu mínútum að mati viðmælandans.  Engin tilraun er gerð af hálfu áhafnarinnar til að ná farþegunum út. Engir stigar koma fyrr en löngu síðar.  Annar hreyfillinn er látinn ganga með tilheyrandi eldhættu . Enn ein  ákvörðun flugmannsins.

 

Áhöfnin verður ósýnileg eftir krassið og engar flugfreyjur sjást í farþegarými né gera minnstu tilraun til að róa farþega, hvað þá að bjarga þeim út.  Þeir eru meira og minna í losti og halda kyrru fyrir þar sem þeir gera sér ekki grein fyrir raunverulegu ástandi.  Flugmaðurinn tilkynnir nokkrum sinnum að hann sé búinn að hringja á dráttarbíl til að draga vélina úr festu.

 

Engri froðu er sprautað í kringum vélina. Allt hefði getað verið brunnið til ösku þegar slökkviliði  Keflavíkurflugvallar  þóknast að koma á staðinn.

 

Ég fór með þessu félagi til Kúbu. Þá gekk allt á tréfótum . Þarf ekki að rannsaka öryggismál og þjálfunarmál hjá þessu flugfélagi ? Þarf ekki að gera grein fyrir viðbúnaði Keflavíkurflugvallar og hvað er rétt með viðbragð slökkviliðsins ?

 

Ég vona sannarlega að þetta hafi ekki verið svona svakalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er með ólíkindum, ef þetta er allt satt og rétt, og rýrir vissulega traust manns á að eftirlit með flugmálum hér á landi sé í lagi, eins og maður hefur hingað til staðið í þeirri trú að það væri.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta flugatvik verður að rannsaka til hlítar.

Ef frásagnir farþega af atburðinum eru réttar er hér um að ræða algera katastrófu. 

1.  Flugvélin kemur inn á of miklum hraða og ekki með flapasetningu fyrir SFTOAL 

2. Flugvélin kemur inn á braut langt innan við marker, sem er algerlega ófyrirgefanlegt í hugsanlegum ísingaraðstæðum, þar sem ekki er hægt að nýta alla brautina í lendingarbruni.  Menn VERÐA að ,,taka endann" eins og það er kallað.

3. Hálkuvarnir á braut voru afar slakar ef marka má frásagnir farþega.  Slabb og ísing skiptust á að því er virtist út um glugga vélarinnar í lendingu. 

4. Vélin bomsaði og balooneraði þessvegna mjög harkalega. 

5.  Viðbragðsflýtir slökkviliðsins er ótrúlega lélegur.

6.  Umönnun farþega EFTIR lendingu var hraksmánarlegur og gersamlega út úr korti.

Einnig þarf að skoða hvort í gangi sé einhver sparnaðar átak í umönnun brauta í KEflavík, þar sem hálkuvarnir voru hér með því albesta sem þekktist þegar NATO var með vélar sínar hér.

Með kærum kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.11.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sá ekki kaninn um að hafa brautirnar í standi  hér áður fyrr ?

Kom hálkan kannski þegar kaninn fór  eða hvað ?

Ragnar L Benediktsson, 1.11.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sumir segja að hálkan hafi tafið fyrir slökkviliðinu.

Halldór Jónsson, 1.11.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband