Leita í fréttum mbl.is

Spörkum vélinni í gang !

Nú eru meira en 3000 manns að verða atvinnulausir.

Mér skilst að Kópavogur eigi fullt af klárum byggingalóðum sem gefa núll tekjur um fyrirsjáanlega framtíð.  Atvinnuleysisbætur fara að streyma út til sálarkvalins fólks, sjóðurinn tæmist og gerir ekkert til að bægja atvinnuleysisvofunni frá.

Hví ekki að fá einhverja atvinnulausa byggingakrana,  atvinnulausa mótafleka. atvinnulausa  smiði og atvinnulaust aðstoðarfólk til að byggja félagslegt íbúðarhúsnæði fyrir aldraða, öryrkja og aðra á auðum lóðum.    Nýprentaða peninga úr Seðlabankanum má nota meðan við störtum vélinni. 

 Spörkum vélinni  í gang !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Halldór - ég held að það sé nú varla á það bætandi að byggja fleiri íbúðarhús meðan það er offramboð af húsnæði og fyrirsjáanlegur landflótti kannski tugþúsunda manna og kvenna. Væntanlega skilur það fólk eftir sig húsnæðið sem það býr í nú. Það gæti verð skynsamlegra að aðlaga það húsnæði sem við eigum ónýtt fyrir erlenda gesti sem vilja koma hér til lengri eða skemmri dvalar og njóta lágs gengis krónunnar, meðan við sveltum! Og svo hef ég verið að leggja til að við gerum upp gömul eyðibýli sem í framtíðinni nýttust til ferðaþjónustu og færði okkur gjaldeyri. Mikið af eyðibýlum standa eins og beinagridnur og bíða eftir því að atvinnulausir arkitektar og húsasmiðir taki til hendinni við að gera þessi hús upp. Það er betra að skapa verkefni fyrir fagfólk en að borga því atvinnuleysisbætur. Gerum átak í þessum málum í gegnum "eyðibýlasjóð"....

Ómar Bjarki Smárason, 29.10.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég er sammála þér Halldór að henda 20 miljörðum í að byggja upp húsnæði fyrir samfélagsþjónustuna og nota það að mestu leiti í efla vinnu hjá einyrkjum og smærri fyrirtækjum í byggingaiðnaði.

Nú er vinnuaflið að tapa trúnni á landinu og almenningur missir kjarkinn, það verður erfitt að byggja tiltrúina á byggingariðnaðinum aftur.

En allir skynsamir menn vita að tiltrú er hugsanlega hægt að endurvekja með kosningum og þá þarf fólkið að kjósa nýja menn til valda.

Aðeins þessi leið er fær til að geta byrjað upp á nýtt.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418194

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband