Leita í fréttum mbl.is

Tillögur ?

Ó heilaga einfeldni sagði Giordiano Bruno þegar gamla konan lagði hríslu á bálköstinn  hans.  

Framsóknarkonan, Fanný Gunnarsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti  í Reykjavík norður,   skrifar eftirfarandi klausu í Mogga :

" ÞVÍ VERÐUR ekki á móti mælt að Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um að leggjafram hugmyndir að lausn efnahagsvandans. Í febrúar kynnti Sigmundur Davíð, formaðurflokksins, ásamt þingflokknum átján fjölbreyttar tillögur til úrlausnar. Framsóknarflokkurinn er ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir og fékk til liðs við sig hagfræðinga á sviði efnahagsmála. Slík vinnubrögð bera vott um fagmennsku og ný vinnubrögð. Það kom skýrt fram að tillögurnar voru fyrst og fremst innlegg í vinnu ríkisstjórnar og Alþingis en ekki hluti af kosningabaráttu Framsóknar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki unnið frekar með hugmyndirnarog talaði þær í raun strax út af borðinu án þess að koma með tillögur að lausn vandans. Sem ábyrgur flokkur er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að horfa á allar góðar leiðir við núverandi aðstæður. Með því að leggja fram þessar tillögur eykst pressan á aðra flokka að leggja fram sínar hugmyndir.M.a. var lögð til lækkun stýrivaxta sem og að samið yrðivið þá erlendu aðila sem ættu mikið af íslenskum krónum í jöklabréfum. Það er nauðsynlegt til að styrkja krónuna og koma á stöðugleika. Flýta ber uppgjöri gömlu bankanna, semja við kröfuhafa umhlutdeild í nýju bönkunum og vinna að sameiningu og endurskipulagningu banka og fjármálastofnana.Einnig þarf ríkið að tryggja öruggt starfsumhverfi útflutningsfyrirtækja og það þarf að endurskoða reglur Íbúðalánasjóðs

með það að markmiði að örva fasteignamarkaðinn."

Ef einhver annar en þessi blessuð kona getur lesið það útúr þessu að hér séu um tillögur fremur en draumóra að ræða, þá er vonandi að sá kjósandi leggi höfuðið í bleyti. En kjósendur átti sig á muninum á draumsýnum og veruleika.

Það er náttúrlega ágætt að óska þess að öll vandamálin með krónubréfin leysist með samningum. En gallinn er bara sá að það hefur ekki tekist að semja um þau og þau svífa eins og Damoklesarsverð yfir okkur öllum. Rétt eins og Icesave,  sem Skallagrímur treystir  Svavari Gestssyni best til að leysa. 

 Auðvitað væri flott að lækka stýrivexti . En til þess að einhver vilji taka lán verður að vera til peningur. Hann er hvergi á boðstólum. Og tuttuguþúsund atvinnuleysingjar eru ekki að leita að lánsfé heldur vinnu.

Það vantar fé á markaðinn. Framsókn né "Hvíta Vofan " er hvorug að gera eitthvað í því máli. Þeir sjá bara ein leið, hækka skatta á almenningi og draga saman í ríkissrekstri í öllu öðru en ríkisrekstrinum sjálfum eins og Ögmundur sýnir manna greinilegast.  

Til þess að tryggja starfsemi útflutningsatvinnuveganna þarf bæði að veiða fisk og selja hann. Hið fyrrnefnda er bannað til þess að hvalirnir hafi örugglega nóg að  éta og það er kreppa í útlöndum sem torveldar það síðarnefnda. Allt þetta eru frómar óskir hjá Fanneyju en því miður aðeins og draumsýnir fólks sem veit ekkert um hvað málið snýst. Nema um það að halda Framsóknarflokknum í fjárkúgunaraðstöðu eins og hann var í tíð R-listans í Reykjavík.  Geta skákað og staðið í vegi fyrir framförum gegn greiðslum. Vonandi fær þessi ábyrgðarlausi hentistefnuhægrivinstriflokkur studdur af nytsömum sakleysingjum eins og Fanneyju ekki aðstöðu til þess að flækjast fyrir eftir kosningar.  Sjálfstæðisflokkurinn er núna umkringdur öllum öðrum flokkum, sem eiga það eitt sameiginlegt að vilja tortíma honum sem stjórnmálaafli.  Kommúnistaflokkarnir báðir hafa svarist í fóstbræðralag til að svo megi verða og óska þess heitast að þurfa ekki að kaupa aðstoð til þess frá Framsókn.  Með slíkri holtaþoku um ímyndaðar tillögur eins og fram kemur hjá greinarhöfundinum og frambjóðandanum í 4. sæti, Fanneyju Gunnarsdóttur, aukast líkurnar  á því að til þess þurfi ekki að koma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband