Leita í fréttum mbl.is

Davíð og Mogginn.

Makalaus er umræðan búin að vera um ráðningu Davíðs Oddssonar að Morgunblaðinu. Engan mann óttast kratarnir meira en Davíð og er aðsóknin í hlutfalli við það. Davíð er talsmaður Samfylkingarinnar í þeim skilningi að að tali Davíð þá stjórnar hann umræðunni hjá krötunum í marga daga á eftir.

Ég var á fjölmennum fundi með Sjálfstæðismönnum. Þar spurði einn ræðumaður hversu margir viðstaddra keyptu Moggann? Liðugur helmingur rétti upp höndina. Hversu margir ætluðu að segja upp Mogga spurði hann ? Engin hönd kom á loft. Hversu margir ætla að taka áskrift á Moggann ? Flestir þeirra sem eftir voru réttu upp höndina.

Kratar dreifa nú sögum um að skriðan af áskrifendum Mogga hafi nú sagt upp blaðinu vegna ráðningar Davíðs. Fróðlegt verður að vita hvort áskrifendum fækkar eða fjölgar þegar frá líður.

Davíð kom í sjónvarpið og ræddi við Sölva um nýja starfið. Mér varð hugsað til þess, hvernig Davíð hefði brugðist við ástandinu núna hefði hann verið við völd og verið í blóma lífsins. Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í Icesave? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í þágu heimilanna? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í gjaldeyrismálum ? Ætli hann hefði hikað við að tala umbúðalaust við AGS ?

Davíð var leiðtogi sem fáir sem nú er í stjórnmálum jafna sig til. Það er sú staðreynd sem krötunum og kommatittunum gengur erfiðast að átta sig á og fer hann þess vegna svo í taugarnar á þeim.. Sýnist mönnum í afturvirkum samanburði Jóhanna vera leiðtogi ? Steingrímur J. ? Ólafur Ragnar Grímsson ?  Líklega er Steingrímur þó helst með einhverja leiðtogatilburði en kemst ekki uppúr marxísku hjólfari sínu og því fer sem fer að hann er fjötraður í ríkisstjórn hiks og ráðleysis, sem þjóðinni er bráð nauðsyn á að losna við sem fyrst.

Jón Þór sagnfræðingur Baugs í Fréttablaðinu er ekki í vafa um að erindi Davíðs á Moggann sé að endurskrifa fortíðina svo hann geti mótað framtíðina.

Talandi fyrir mig vildi ég heldur láta Davíð um að reyna að móta framtíð þjóðarinnar heldur en núverandi ríkisstjórn áframhaldandi kreppu, atvinnuleysis, hafta, ríkisrekstrar og skattahækkana.

Það verður ekki hlutverk Morgunblaðsins að koma með ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar um lausnir á vandanum. Enda er henni um megn að skilja markaðsforsendur frjálshyggjunnar hvað þá nútíma frelsishugmyndir. Því framlengist kreppan sem hennar valdatíð nemur.

Á meðan fylgjumst við með Davíð og Mogganum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er þetta ekki grín ?

zappa (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ef Davíð væri guð og Mogginn biblían, þá myndi ég stimpla þig: "heittrúaðan bókstafstrúarmann" Halldór sæll.

I rest my case.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þessi færsla er augljóslega ekki grín og undirstrikar ágætlega kenninguna um að Mogginn sé af einhverjum tilteknum að breytast í dyggðugt flokksmálgagn. Eða hverju er verið að fagna nema slíku?

Og er þó Jón Ásgeir "Sjalli" og Baugur duglegur styrktaraðili Sjálfstæðisflokksins.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.9.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þessi færsla sýnir einmitt stærstu meinsemd Sjálfstæðisflokksins, sem nú er orðin meinsemd Sjálfstæðisflokksins. Að láta tilveruna snúast um einn mann. Tapa ekki trúnni á að hann og að hann hafi gert allt rétt. Sé nánast sonur sólguðsins, eins og Hannes kemur að allsstaðar þar sem hann kemst í fjölmiðil. Svo var einhver að búast við því að sjálfstæðismenn kynnu að skammast sín eða biðjast afsökunar á stjórnarháttum sem gáfu af sér græðgisvæðinguna og hrunið.

Svo maður noti nú tungutak höfundar hér, þá eru þetta annaðhvort fasistatittir eða nasistatittir! Nema hvoru tveggja sé.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Í þessum orðum er trúarofstækið fólgið:

"Talandi fyrir mig vildi ég heldur láta Davíð um að reyna að móta framtíð þjóðarinnar heldur en núverandi ríkisstjórn áframhaldandi kreppu, atvinnuleysis, hafta, ríkisrekstrar og skattahækkana."

Það er eins og það hafi farið framhjá þér Halldór að Davíð mótaði þessa tíma sem við erum að súpa seyðið af nú.

Mig rekur enn í rogastans þegar ég sé fólk skella skollaeyrum og brúka blinda augað á afleiðingar hartnær tveggja áratuga stjórnartíð Davíðs. 

Þetta er stærsti galli lýðræðisstjórnarfars í hnotskurn.  Persónudýrkun og afsal gagnrýnnar hugsunar.

Sigurður Ingi Jónsson, 28.9.2009 kl. 10:54

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta er nú meira bullið í þer Halldór!! He He He

Árni Björn Guðjónsson, 28.9.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

... misritaðist ..."sem nú er orðin meinsemd Morgunblaðsins." Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 11:21

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hafi það verið tilgangur þinn, Halldór, að fá kratana og kommatittina til að opinbera skelfingu sína, þá tókst það fullkomlega

Sá einstaki stjórnmálamaður síðari ára sem átti eitthvað í karlinn er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem glímir nú við erfið veikindi og getur ekki staðið uppi í hárinu á honum. Því er vel skiljanlegt að fólki sé órótt.

ps. sniðug myndin eftir Halldór í Blaði Allra Landsmanna í morgun. Ætli Davíð viti af þessu??

Flosi Kristjánsson, 28.9.2009 kl. 11:40

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrirséð viðbrögð Krata og Komma.

Seint verður sagt um liðið sem nú vermir stólana, að þar fari frítt lið og verkmikið.

Ég man ekki í svipinn eftir viðlíka húskörlum stórbraskara og fjárðplógsmanna -erlendra en þetta lánlausa slelfda liðp, sem þorir ekki að segja neitt við Bretana né hefur dug í sér til að færa til baka hækkanir á lánahöfuðstólum, sem svindlararnir innlendu hækkuðu með beinum og markvissum aðgerðum sínum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.9.2009 kl. 12:00

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bjarni þó að þú viljir verja Davíð, Hannes Hólmstein, Kjartan Gunnarsson og aðra í þínu liði út fyrir gröf og dauða, þá getur ekki verið að þér finnist þeir fallegir!!!

Þetta eru líka "fallegir og verkmiklir" menn (svona fyrir þá sem eru orðnir leiðir á að skoða myndaalbúmi Flokksins).

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 12:38

11 identicon

Skemmtilegasti hluti pistilsins var frásögnin af fundi sjálfstæðismanna og skoðanakönnun meðal heittrúaðar. Ef niðurstaðan hefði verið önnur hefði það verið frétt. Þú þarft aðeins að strjúka glýjuna úr augunum, Halldór.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:39

12 Smámynd: Arnar Ingi Hreiðarsson

Ég hló bitrum hlátri við lestur þessa pistils, það er ótrúlegt að háskólagenginn maður geti látið út úr sér aðra eins vitleysu. Því miður er þetta ekki einsdæmi, það er allt of mikið af fólki á Íslandi sem lítur á Sjálfstæðisflokkinn sem kirkju og D.O. sem einhvern frelsara.

Greinarritari má formæla ríkisstjórninni eins og hann vill, og það er sennilega rétt hjá honum að þar séu menn og konur að gera í brækur. Greinarritari má hins vegar ekki líta framhjá þeirri staðreynd að þessi ríkistjórn er að takast á við erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að takast á við. Hverjum er það að kenna? Jú, D.O. og Sjálfstæðisflokknum.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að Mogginn er núna málgagn og áróðurspési kvótaeigenda, en ekki almúgans og verkfræðinga, þó þeir kjósi D.

Arnar Ingi Hreiðarsson, 28.9.2009 kl. 12:42

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég skal nú alveg viðurkenna að mér finnst rétt að þeir sem voru aðal- og aukaleikarar í undanfara efnahagshrunsins ættu að halda sig til hlés þar til niðurstaða er fengin í ástæður þess.

Hins vegar verð ég að segja að leiðari Moggans í morgun var óvenju vel skrifaður og myndin hans Halldórs var hrein snilld, en ég hef hingað til verið mjög ósáttur við það að Sigmund skyldi bolað frá og haft frekar tregan húmor fyrir teikningum Halldórs. En myndin af Davíð fékk mann nú alla vega til að brosa......

Ómar Bjarki Smárason, 28.9.2009 kl. 14:39

14 Smámynd: Björn Birgisson

Mikill er máttur Drottins Oddssonar. Amen.

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 15:03

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þau eru sprenghlægileg viðbrögð hatursmanna Davíðs.

Eitt núll fyrir Dabba

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2009 kl. 16:36

16 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þessir hælbítar eru allsstaðar.

Er ekki hægt að setja þetta fólk á svartan lista og passa að það geti ekki verið með allt þetta múður Halldór?  Þetta nær engri átt.

Eða á bara að leyfa hvaða asna sem er að rífa kjaft?

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2009 kl. 17:45

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaman gaman, þetta er metdagur á mínu bloggi.

Greinilega flestir  1700 gestirnir sammála nema sumir ofangreindir skríbentar. Gaman að sjá hvað Davíð er vinsælt umræðuefni. Virkilegt tundur !

Sannleikanumer hver sárreiðastur myndi ég segja við suma ykkar.

Halldór Jónsson, 28.9.2009 kl. 19:37

18 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað segirðu, Halldór, 1700? Hversu mörg % þeirra heldur þú að séu hlynnt endurkomu leiðtogans mikla til starfa? Gott að eitthvað gleður þig þessa dagana. Varla hafa forustumenn Bláhersins gert mikið af því undanfarið! Njóttu stundarinnar karlinn minn!

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 21:29

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki hef ég hugmynd um það Björn. En ég myndi vilja að það væru svona 1600 . Sem gæti vel passað ef þú sérð hvað fáir kverúlantar eru neikvæðir hér að ofan.

Íhaldið rýkur líka upp í skoðanakönnunum, 76 % af 2500 manna úrtaki á Útvarpi Arnþrúði eru með stjórnarandstöðunni !  Er þetta ekki sama og að stjórnin sé rúin trausti ?

Og ekki var hann amalegur leiðarinn í Mogga Ómar Bjarki. Þar mátti nú sjá að kominn er kall í krapinu í ritsjórastólinn. Segir bara til fjandans með Breta og Hollendinga. enga samninga um ICESAVE. Við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumannaþ Man einhver hver sagði það ?

Kommatittir, eru einhverjir ykkar á móti því að borga ekki fjörtíumilljarða í áföllnum vöxtum á Icesave frá áramótum skv. Svavars-samningnum ?

Halldór Jónsson, 28.9.2009 kl. 22:18

20 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Verst að Birni Bjarna skyldi ekki takast að koma upp her, því nú gætum við þurft að treysta á að Rússar komi og verji landi fyrir innrás frá ESB hernum. Varla dugir að kanna vini okkar Norðmenn eina til að verja landið...... Því Bretar og Hollendingar munu sækja fast að fá sitt veika pund....

Ómar Bjarki Smárason, 28.9.2009 kl. 22:39

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Geri ráð fyrir að lokaávarpið "kommatittir" sé ætlað þeim sem talað hafa gegn þínum jahh vægast sagt hrokafullu viðhorfum. Myndir þú venjast því sem kumpánlegri kveðju að vera kallaður "nasistatittur" ?

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 22:42

22 Smámynd: Björn Birgisson

Nú liggur bara þokkalega vel á karlinum. Hættu svo að tala niður til pólitískra andstæðinga þinna. Kommatittir? Ekki þér samboðið. Lyftu viðhorfinu og umræðunni á hærra plan, eins og Nóbelsskáldið sagði forðum. Svo er víst leiðtoginn mikli að tapa fleiri áskriftum, en sem nemur sparnaðinum við uppsagnirnar. Þá verður bara að reka fleiri, og fara með blaðið í átta síður í svart hvítu. Klink, klink, tómahljóð í kassanum. Hann reddar því fljótlega - er það ekki? Er kannski Mogginn að rúlla aftur? Vona ekki. Hann fær mánaðarlega sama framlag frá mér og ég gef til góðgerðarmála. Svipuð þörf, en ólík málefni. Góðar stundir.

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 22:43

23 Smámynd: Elle_

"Ég hló bitrum hlátri við lestur þessa pistils, það er ótrúlegt að háskólagenginn maður geti látið út úr sér aðra eins vitleysu" Og "Hverjum er það að kenna? Jú, D.O. og Sjálfstæðisflokknum." 

Ekki skal ég verja Sjálfstæðisflokkinn.  Hins vegar, þarna er maður að tala um vitleysu í öðrum manni og kennir einum flokki um allt.  Gleymdirðu engu? Hvað flokkur tróð landinu inn í EES og opnaði dyr fyrir Icesave?  Hvaða 2 flokkar voru við völd við stofnun Icesave?   Í hvaða vesæla flokki var bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson og yfirmaður Fjármálaeftirlitsins sem leyfði bönkum landisns að vaða ofan í vasa alþýðu í friði og er núna í fullri vinnu við að pína okkur inn í EU, undir IMF handrukkun og undir ICE-SLAVE nauðung?!?

Elle_, 28.9.2009 kl. 22:51

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mikil er máttur einstaklinga, og það efast sauðir ekki um einsa og lesa má.

Fremstur meðal jafningja eru heitt og stétt með stétt. Um .að geta verið skoðanir. Jöfn tækifæri.

En gunnir allir eru jafnir er aðal grunnvandi Íslendsku þjóðirnar.

Ég dæmi fyrir sjálfan mig hvað hver og ein segir og í mögum málum er ég sammála Davíð.

Hann hefur ekki í dag persónulega fjárhagsmuni að vera tekin ótrúanlegur í málum sem var þátttakandi að. 

Hver var það sem lækkaði eignar allra í þágu undirbúnings EFTA aðildar?  Sem endaði með stórfeldu gjaldþrotahruni  30% kaupskerðingu og þjóðarsátt og tilsvarandi Bónus? 

Sjálfstæðiflokkurinn var ekki í Ríkisstjórn.

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 00:19

25 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auðvitað er Davíð Jöfur,það gætu allir séð,sem vissu ekki betur,bara á skrifum andstæðinga hans.  Samlíking Gunnars Th. Gunnarssonar eitt núll fyrir Davíð,minnir mig á bikarleik Breiðabliks og Fram,3.okt. Davíð er Frammari en við Halldór(seinast þegar ég vissi) erum stuðningsmenn Breiðabliks.  Berjumst um bikarinn,en höfnum þeim beiska,sem ríkisstjórnin vill að við bergjum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2009 kl. 02:47

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnlaugur minn, ósköp ertu húmorlaus og mélkisulegur í dag. Hjá mér er orðið kommatittur gáskafullt gælunafn, alveg eins og allaballi,krati, ísem ég nota oft.

Eða finnst þér að ég megi til dæmis  ekki uppnefna Sjálfstæðisflokkinn sem íhaldið ?

Halldór Jónsson, 29.9.2009 kl. 07:59

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Loksins fáum við Moggaáskrifendur eitthvað fyrir peninginn

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:17

28 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ágæti Halldór. Þér finnst það "gáskafullt gælunafn" að kalla fólk "kommatitti" en ég túlka það þannig að þú teljir ekki gáska eða gleði yfir því ef þú værir kallaður "nasistatittur".

Þegar ég var í menntaskóla voru byrjunarár frjálshyggjunnar og mikið af mínum skólafélögum ætluðu að verða ríkir og stórir þegar fram liðu stundir. Ég var meðal tiltölulega fárra visnstrisinnaðra.

Ég var bara að skoða málin út frá réttlæti og siðferði, en ekki hlynntur einhverjum kerfum eða kreddum eftir Marx eða aðra. Engu að síður var oft erfitt að ræða málin af því að þá var maður gerður ábyrgur fyrir kommúnisma og gott ef ekki Sovétríkjunum í heild sinni.

Margir Sjálfstæðismenn voru hliðhollir nasisma og ef til vill er foringjadýrkun og hroki áberandi stef í flokknum. Því held ég að það sé ekkert minni innstæða fyrir því að kalla þig og skoðanabræður "nasistatitti".

Veit ekki hvort ávarp þitt eða ef ég kæmi með sambærilegt andsvar muni gera umræðunni gagn?

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 13:08

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst "Afturhaldskommatittir" sætara nafn

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 13:55

30 Smámynd: Elle_

tee hee

Elle_, 29.9.2009 kl. 14:41

31 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta fara nú að verða ansi skemmtilegar og málefnalegar umræður hjá ykkur sumum hverjum. En kommi hefur nú mínum orðaforða aldrei verið neitt niðurlægjandi, heldur frekar notað um þá sem hafa verið trúir sínum vinstri skoðunum. Og á Norðfirði held ég að það þætti bara frekar fínt að vera kommi og jafnvel kommatittur.

Um nazista gildir einfaldlega allt annað í minni málvitund a.m.k.

 En íhald og komma legg ég að jöfnu og legg til að þið Halldór og Gunnlaugur gangið ekki lengra í nafngiftum hvor á öðrum, ef þið viljið ræða málin á jafnræðisgrundvelli...... og vera hæfilega ónotalegir hvor við annan....

Ómar Bjarki Smárason, 29.9.2009 kl. 15:47

32 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, það má vera að Norðfjörður sé eina plássið sem kommi er í jákvæðu ljósi, en í uppsveitum Suðurlands var það notað til að afgreiða fólk út úr umræðunni, jafnvel sem sendiboða Rússa.

En svona í alvöru er ekki þessi jákvæðni gagnvart því að skipa helsta geranda hrunsins ritstjóra stærsta dagblaðsins ekki með sterka samsvörun við ákveðna blindu sem að varð í fasisma og nasisma.

Það er talað um hinn sterka foringja og sama hvert umræðuefnið er, þá er hann mikill og hefur rétt fyrir sér. Það er líka blinda á siðferðileg gildi að þó að við séum orðin aðhlátursefni erlendis á Bloomberg og Guardian fyrir málið, þá laumast ekki nokkur efi að "n......tittunum" að þetta hafi verið það besta sem gat komið yfir þjóðina.

Afsakið, mér finnst þetta ofboðslegur hroki og siðblinda. Reyndar höfum við látið hana viðgangast alltof lengi. Troða foringjanum í seðlabnka og ritstjóra. Hann noti embættin til að troða besta vin, frænda og syni í dómarastöður. Þetta er svolítið spillt og ítalskt í heildina tekið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 16:33

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gunnlaugur :  Þú virðist ekki hafa hugmynd um hvert þjóðskipulag og skoðanir Nasistar aðhyllast ?  Það felst nú reyndar í nafni flokksins. Gef þér Smá gestaþraut : „Þjóðernissósialistaflokkur fólksins“ .

Þegar þú hefur kynnt þér stefnu þeirra og sjónarmið þá kemstu að því að ekkert er líkt með þeim og Sjálfstæðisflokknum. Hafi einhverjir þeirra sem höfðu fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum síðan aðhyllst Nasisma þá hafa það ekki verið raunverulegir sjálfstæðismenn. Þeir hafa verið í þessu hreyfanlega fylgi sem hvort eð er flytur sig á milli í kosningum eftir því hvernig vindar blása.

Hafi þeir verið opinberlega flokksbundnir og síðan færst sig þá hafa þeir ekki verið raunsannir sjálfstæðismenn og gott að hafa þá þar sem þeir eiga heima, t.d. í Alþýðubandalaginu - síðar VG og sumir þeir minnst trúuðu í Samspillingunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2009 kl. 17:10

34 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vitanlega eiga aðal- og aukaleikarar í hruninu að leyfa þjóðinni að njóta vafans.....og hald sig til hlés, alla vega þar til niðurstaða er komin í málin.

En vilji eigendur af fótum fram komins Morgunblaðsins gera það að öflugu hægra málgagni, nú þá er það bara þeirra mál. Þeir sem kunna því illa hætta bara að lesa það, eða láta sér nægja dánarfregnir og jarðarfarir, minnigargreinar, teikningarnar hans Halldórs og kíkja kannski í leiðarann bara til að skoða stílinn.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.9.2009 kl. 18:00

35 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er nú einhver spuni kæri predikari, þú virðist ekki hafa kynnt þér hina miklu bók þeirra Jökulssona "Íslenskir nasistar". Þar kemur einmitt fram að ýmsir Sjálfstæðismenn, góðborgarar, forsetasonur og fleiri hrifust af nasismanum og urðu virkir.

Á Spáni og Ítalíu hafa kommúnistar oft verið að fá mikið fylgi af því að í hugum fólks voru það þeir sem að stóðu vörð um réttindi fólks gegn einræðisherrunum. Andsvar við hrokanum og valdníðslunni. Tveir af fyrrum ritstjórum Moggans hafa meldað sig að þeir hafi hrisfist af þjóðernisstefnu (Eykon og Styrmir). Davíð hefur verið bendlaður við einræðistilburði og á samt aðdáendur.

Er samsvörun í hinni pólitísku dýnamík?

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 18:06

36 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gunnlaugur : Það  þýðir ekkert fyrir þig að bendla þessa flokka saman. Lestu stefnuskrár þessara flokka og þá sérðu að það er himinn og haf sem ber á milli í stefnu og hugmyndafræði. Þetta er alveg með ólíkindum af þér að bera svona bull á borð fyrir hugsandi fólk. Það kom fram í máli mínu áðan að það skiptir engu þó að einstaka menn hafi hallað sér að þeim, Þó þeir heiti Styrmir eða Eykon. Það breytir ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins eða gerir stefnu Nasista/Þjóðernissósíalistaflokks fólksins hægrisinnaða - fjarri lagi.

Nasistaflokkurinn eru systurflokkur þinn og þinna líka. Þú verður að gangast við bastarðinum eins og maður, eða flytja þig frá sósíalísku flokkunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2009 kl. 18:42

37 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sér í lagi grunndvöllinn sem stefnurnar byggja á.  

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 19:08

38 Smámynd: Elle_

Jóhanna Sig. hefur OFT verið bendluð við einræði, einræðisstefnu, einræðisvald.   Með fullri virðingu en hver sem kemur úr Einvalds-flokki Jóhönnu og talar um einræðis-flokk og einræðis-foringja er gersamlega ótrúverðugur.  Enginn flokkur í manna minnum hefur vaðið eins ólýsanlega yfir flokka og fólk og Evrópuflokkurinn: EU, ICESAVE.....

Elle_, 29.9.2009 kl. 19:32

39 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Held að þið ættuð að lesa þetta

http://agnark.wordpress.com/2009/09/29/atruendur-solgu%C3%B0sins-eina/

Heiða B. Heiðars, 29.9.2009 kl. 20:31

40 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir tengilinn Heiða. Frábær samantekt hjá Agnari. Hann virðist skynja hina sjúklegu hópsál sem minnir á þá sefjun sem að lítill karl með ferkantað yfirskegg náði á fyrri tíð. Við þurfum að átta okkur á að þetta gengi mun svífast einskis næstu misserin. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 21:34

41 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sagnfest náttúrfræðilegt lögmál á alheimsmælikvarða í manneskjulegum stjórnkerfum þar sem almenn eignmyndun er meiri er gæði neysluvara almennt meiri lámarkslaun hærri og velferðakerfi betra, að sama skapi verra eftir því sem almenn eignamyndun er minni: það er eiginfé almennings.

Þetta kemur fjölda stjórnmálagrúppa og hugsjónum ekkert við. Orð eru að vísu til alls fyrst.

Aðalatriði og grunnatriði skipta meira máli.  Manneskja hefur genalega tilhneigingu að aðlagast því stjórnkerfi sem gefur ríkt í nokkra mannsaldra.

Almenn skásett augu koma fram á 20 kynslóðum  ef það hefur áhrif á afkomu.

Sauðahugsunarháttur mun fylgja sömu lögmálum að því leyti sem hann er meðfæddir skapmunir.    

Júlíus Björnsson, 29.9.2009 kl. 21:48

42 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki rugla saman ótta og fyrirlitningu Halldór.

hilmar jónsson, 29.9.2009 kl. 22:30

43 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég fór nú á tengilinn hjá Heiðu. Það sem mér finnst sérstæðast er að Gunnlaugi finnt þetta sniðugt hjá Agnari. Sagði ekki Geir Haarde: Guð blessi Ísland.

Ekki skil ég hvað hilmar á við.

Mér til skilningsauka á innréttingu Gunnlaugs, vill hann samþykkja Icesave eða vill hann það ekki ?

Hvað viljið þið vísa fólk gera. Fylgja Davíð og neita að borga ? Eða fylgja Jóhönnu og bara skrifa undir ?

Halldór Jónsson, 29.9.2009 kl. 22:52

44 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Einn ágætur áldraður maður sem ég met mikils, var lengi framkvæmdastjóri stórfyritækis í Reykjavík, frímúrari, Sjálfstæðismaður og lengi vel aðdáandi Davíðs Oddssonar sagði við mig í gær;

 -"Ice Save málið er ekki pólitískt mál, það er innheimtumál. Þetta snýst um viðskiptasamninga milli landa. Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða tryggingaféð  vegna Ice save og vilja fá það endurgreitt eins og kveðið er á um í samningum. Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé að leika sér í skemmdarstarfsemi í þessu máli. Við fáum enga fyrirgreiðslu erlendis og það er svo margt stop meðan við göngum ekki frá þessu".

Ég held að Davíð Oddsson eigi frekar að tala fyrir lögum um eignaupptöku hjá Björgólfsfeðgum sem að hann er búin að hilma yfir þessi mál heldur en að reyn að skemma fyrir hagsmunum þjóðarinnar í milliríkjasamningum. Tala fyrir alþjóðlegum þrýstingi um afnám bankaleyndar í skattaskjólum, sem að er að verða hávær krafa um í Bandaríkjunum og víðar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.9.2009 kl. 23:26

45 Smámynd: Katrín

það er örugg ávísun á margar heimsóknir ef skrifað er um Davíð Oddsson og ég tala nú ekki um ef skrifari er manninum hliðhollur.  Hann selur enn karlinn , guði sé lof fyrir DV,  sem rær nú lífróður.

Hjartanlega sammála þér Halldór minn, hverju einasta orði!!

Katrín, 29.9.2009 kl. 23:28

46 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að flestra ábyrgra viti eru miklir meinbugir á meintum samning og réttarfarið ríkir milli okkar og stærstu kaupendur af hráefni með uppruna hér á landi og best að þeir stefni. Aðrir kaupendur eru til.

Einnig er það spurning út að fyrir sig hvort sömu aðilar hafi ekki misbeitt stofnunum EU og beitt efnhagshryðjuverkalögum þess geng einstaklingum og samtökum að ósekju geng almenningi á Íslandi sem stríðir á móti anda laga EU.

Einnig eru það ólög[eða ósiðsamlegt] í USA og EU að nota meðaltal þess þess hækkar mest á neyslumörkuðum eða neysluvístölu til til mats á veðverðtryggingarmati fasteigna þar sem það miðast við það sem veðja var á eða fasteignaverðið í sjáfum sér og það fylgir ferli fasteignavístölu allstaðar Í EU og USA og hér fram til einokunarlaga um notkun neyslu vísitölu.

Allir vita að á 30 árum getur fastaeigna verð kannski fallið niðir í það sem var innan veðbanda eða um 20%  þetta tíma bil er hámark 1/6 af lánstímanum.

Þá.

Til þess að tyggja 5% raunvöxtun þurfa nafnvextir mesta að vera 5,9%

Til þess að tyggja 3% raunvöxtun þurfa nafnvextir mesta að vera 3,56%.

Jafnaðarstig alla vísitalana í stöðuleka þjóðfélögum  [oft miðað við fólksfjölgun] er mest 2,5% .

Þess vegna eru fastir vextir með veðverðtrygginingu í heimilfasteing  í USA og UK 5,5 til  7,5 % að jafnaði.

Leiðrétting miðað við fasteignavísitölu af virðingu við veð taka mið af þróun fasteignaverðs á heimamarkaði á lánstímanum.  Ferill þeirra er stöðugur  og jafn upp á við ef stöðugleiki ríkir milli ára.

Hinsvegar er neysluvísitala notuð að til skammtíma lána þar sem allra veðra er von milli mánaða eða daga. Alls ekki réttlætanlegt að nota hana að mati EU og USA í stað fasteignavísitölu þegar hætta er á verðbólga geti rokið upp á milli mánaða langt út fyrir stöðuleika mörk fasteignaferilsins. 

Þetta getur núverandi ríkistjórn leiðrétt. 80-100% lána almenning á vestur löndum er langtíma Mortgage lán eða verðtrygging gegn öllu nema plágu eða mannfalli þar sem horsteinar stórborganna eru að veði. Þetta hlut fall vegur þungt í stöðuleika efnahags hornsteinanna.

Hvers vegna ríkir ekki þess þroskaða meginlands hugsun hér er það vegna ranghugmynda um merkingar erlendra orða.

Samfélagið snýst um allar fjölskyldur en ekki um þjónustufyrirtæki og þeirra áhættusækni. indexed Mortgage loan. þýðir neysluveðsverðtryggt fasteignveðsvertryggt lán. Of mikil ábyrgð er ekki traustvekjandi út á við þó hún eyðileggi ekki lánshæfi. Frekar en vitlaus notkun viðmiðanna.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 00:21

47 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, þú komst þér hjá að svara Gunnlaugur og ekki hafa aðrir séð ástæðu til að blanda sér í Icesave málin.

Kata mín, takk fyrir kveðjurnar. Það er eiginlega verið að deila um að fylgja Davíðslínunni  eða hinum í Icesave málinu.

Mér finnst ég ekkert heittrúaður Jenný mín. Hvað viltu að við gerum svona þar sem þú horfir á okkur frá Kanada ? Samþykkja að borga 40 milljarða í vexti til Breta og Hollendinga, bara frá síðustu áramótum til dato. Eða gera uppreisn? 1 hátæknisjúkrahús án þess að höggva í höfuðstólinn.

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 07:41

48 Smámynd: Katrín

Tók eftir því og verð að segja eins og er að mér finnst það stórfurðulegt að menn skuli vera að deila um það mál.  Liggur það ekki kristaltært fyrir og hefur ávallt gert að Íslendingar ráði ekkert við að greiða þessar skuldir einkabankana hvað þá að okkur beri að greiða þær skuldir óreiðumanna.

Katrín, 30.9.2009 kl. 08:30

49 Smámynd: Elle_

Það er með ólíkindum og stórfurðulegt að enn finnist fólk sem ver Icesave nauðungina.  Það er galið að skrifa undir það.  Og gamli Sjálfstæðismaðurinn í dæminu að ofan kannski veit ekki að það er fjárkúgun IMF, Breta og Hollendinga.

Elle_, 30.9.2009 kl. 10:10

50 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Halldór minn, ef þú hefur fylgst með orð"æði" mínu í sumar, þá má þér vera morgunljóst að ég sé rautt yfir ÆSSEIF, hef líkað lagt fram skýringu á því af hverju þessi aumingjaskapur gagnvart gömlu heimsvaldssinnunum stafar.

Það hefur hins vegar ekkert að gera með skoðun mína á nýja rit"stjóra" MBL.  og því síður þeirri glýju að hann einn geti bjargað öllu.  Að halda því fram er heittrúnaður og ofsatrú að mínu mati.

Flýg nú af landinu í eftirmiðdag í mjög þungum þönkum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.9.2009 kl. 12:56

51 Smámynd: Halldór Jónsson

Jenný, ég hef aldrei sagt að hann einn geti eða muni bjarga neinu, hann er hættur á þingi. Ég hef bara rifjað upp fyrir þig og aðra hvað hann sagði um æseif,'við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna'. Ég skil ekki af hverju þú verður svon hvumpin við það ? Mér finnst þú vera á sömu skoðun og hann. Og ég. og margir fleiri. Ég segi. Ekkert æseif í bili, látum það bara kosta það sem það kosta þarf, AGS, EES, NATO, Schengen. 

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 16:32

52 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Halldór

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 17:03

53 Smámynd: Björn Birgisson

Bara loka landinu? Lok, lok og læs og allt í stáli  .................

Björn Birgisson, 30.9.2009 kl. 18:30

54 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Björn, bara ekki selja landið í þrældóm ESB, þá yrðu við fyrst lok lok og læs í því aulabandalagi gegn Ameríku.

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 18:48

55 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lettaland er lokað og eftir undritun Íra lokast öll lánssvæðin í innbyrðissamkeppni smátt og smátt ef Þýskum og Frönskum tekst að ná fram markmiðum sínum sem í mínum huga er ekki vafa mál. Ég rífst ekki við laganabókstaf EU ríkjanna. Grunurinn eru forsendurnar sem ramma af túlkunarmöguleikanna um afleiðingarnar. Rökrétt afleiðsla er lágmarksforsenda að komast að sömu niðurstöðu og Rökréttir Þjóðverja eða Frakkar.  Þeir sem lána í 30 ár gera það inn eðlilegra skekkjumarka ef þeir eru hæfir að lána.   30 ára framsýni í aðlaatriðum nauðsynlega til að fara í einangrað samkeppni við Breta, Hollending og Þjóðverja sem eru stærst kaupendur fiskhráefnis samlagt.

Umræða um tjáningarfrelsi í Brussel og fjölda fulltrúa og hugsanlega fría samkeppnisaðstoð  og 2500 tossa spurningar lýsa efnahagslegri greind þeirra sem vilja inn eða algjöru ábyrgðarleysi.

Ef Íslendingum  hefur ekki tekist að efla sinn heimarkað síðan aðildin hófst með allri þeirri samkeppni aðstoð eða fjárfestinga og lánfyrirgreiðslna af hálfu EU þá höfum við ekkert að gera í sýndarlýðræðið EU. Þetta er hreinræktað stofanna kerfi þar sem valinn maður er í hverju sæti. Fínt fyrir þjóðverja of Frakka og í samræmi við þeirra menningararfleið.

Meðan skortur er fiskihráefnum og orku standa okkur allar dyr opnar þótt við veljum hverjir ganga innum okkar dyr að hætti EU og USA  og flest allra þjóðabandalag heims.

Peningar og hagnaðarvon opna dyr en ekki fræði.  Það er engin skortur á þeim.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 20:03

56 Smámynd: Björn Birgisson

Er viss um að Júlíus Björnsson er flottur karl. Skil hann bara sjaldan og illa. Mitt vandamál alfarið. Lausnin er að leita nýrra vina, kannski Rússa og Kinverja? Athyglisvert innlegg Fjósaflokksins í hádeginu í dag. 2000 milljarðar flotkróna frá Norðmönnum? Ég ætla að panta nýjan Subaru Forster á morgun.

Björn Birgisson, 30.9.2009 kl. 20:37

57 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er einmitt vandmál margar Björn, í Menntó máttu sleppa *** merktum dæmun, ég held að ég hafi verið algjörundantekning sem reiknaði [leiddi út sannanir]  öll dæmi einn og óstuddur 20 bls. framar en bekkurinn.  Málið er mínir líkar eru fjölmennir í Þýskalandi og Frakklandi og við skiljum vel vandamál ykkar hinna.

Bankar almennt ef hæfir vaxtaveðverðtryggja sig fyrirfram.

Veðið sem veðja er á eru grundvöllur allra lána þar sem réttarfar ríkir.

Sá sem velur að veðverðtryggja sig velur að sjálfsögu besta kostinn fasteinveðverðtryggingaflokka borgara heimamarkaðar.

Þegar veðverðtryggingarvextirnir fara upp fyrir veðverð á fasteignamarkaði þá er verðið trygging ekki í samræmi við anda laga vestrænna ríkja.   

Ef svo væri hefðu allir bankar EU og USA tekið upp vitlausa veðverðtrygging sem tryggir slíka meinta gífurlega verðmæta aukningu eins og gerðist hér.

Miðað við forsendur USA og EU í þessum langtíma lánaflokki  er búið að millifæra í skjóli bólguvísitölu óstöðugleika 30% af eiginfé almennings síðustu mánuði yfir í bankaþjónustugeira.  

Þetta er ekkert mál að leiðrétta og skila aftur til þeirra með sömu aðferðum og var beitt í skjóli bólguvísitölu neysluverðs til a milli færa þetta frá honum í upphafi.  Þessi skilningur á anda laga um  veðrétt er framkvæmdur í EU og USA.    Vinna um þessa  12 mánaða millufæslu á næstu 30 árum er lítið mál fyrir fjármálstofnanir.  Í öðrulagi má líta svo á að vextir hér í fasteignaveðlánaflokki hafi verið það háir síðustu 30 ár [miðað við samkeppnibanka í EU] að stór sjóður í  formi fyrirframgreiddra veðverðtryggingarvaxta hafi nú þegar myndast.

Viðskiptamálaráða fær mig til að halda að bankar veðverðtryggi sig ekki með vaxtaákörðum og kröfu um útborgunum. Um fjárlæsi Félagsmálaráðherra er best að segja sem minnst. Hinsvegar í öllum viðskiftum ábyrgra þá veit maður um sín spil eða þekkir og vandamálið er að spá í mótaðila áður en gengið er til samninga eða málin rökrædd.

Í Austantalds löndun þar sem  eignamyndum er minnst sprettur upp fólk með lítið fjárlæsi, litla bjatsýni og slaka framleiðni. Skuldaþrælar eru ókostur sem oftast er bættur upp með fjölda þeirra í jafnaðar fámennisþjóðfélögum.

Allar Norðurlandaþjóðirnar spruttu upp þegar smábænda ánauð var aflétt.

Þetta ætti að skiljast gagnfræðingum fyrir 1961.

Það er eðlilegt að miða höfuðstól við veðið [verðmæti þess] sem veðja var á í upphafi lánsins. Um fasteignir almennings hefur þetta aldrei verið vandamáli og allar fjármálastofnanir utan Íslands það er EU og USA halda sig við þann laga anda. Þetta kallast Mort-gage.  Merkingin Mort vísar í dauða margra eða plágu [mikla verðbólgu neysluvöru] gage merkir veð. [ Góður aldur]

100-80% allra lána borgara EU og USA  er veðverðtryggð í fasteignin sem er ívera heimils þeirra.

Þetta eru langtímalán oftast til 30 ára nú og til þess að ákvarða fasta vexti eða [breytilega] til að tryggja raunávöxtun þarf að gera áætlun um afföll og almenna verðþróun veðsins næstu 30 ár.

Þetta er skoðað í samhengi margra lán í sjóði hjá lánstofnum. Að jafn mörg nýlán koma inn og fara út að jafnaði er lágmarksforsenda stöðuleika.  Einnig í ljósi öryggis veðsins  og stöðuleika borgaranna er mikilvægt að vextir séu stöðugir milli mánaða og ára og í hófi til að tryggja að ekki komi til ótímabærs umboðs.

Áætlun byggist á skráðum upplýsingum í talna formi um markaðsölur fasteigna liðinna ár og pælingum um hve langt er í næsta neyslukrepputímabil. 

Þessa eru tölur kallast  fasteignaveðverðsvísitölur við komandi lánastofnunar þar sem þær gefa vísbendingar til ákvörðunar nýrra fastra vaxta og fyrir þá sem eru smámunasamir vil breytilega vexti á árs grunvelli jafnvel mánaðagrundvelli frekar.

Skilyrði um útborgun 30% -20% gera vaxtalið kostnaðar vegna uppsölu nánast núll í þessum lánaflokki. Kostnaður greiðist meðfram á lánstímum sér við hverja afborgum.

Ef við búum til formúlu fyrir lánasafn  30 ára fasteignveðverðtryggðra lána  þá byrjum við á að gera ráð fyrir að fasteigna verð lækki t.d. 1/6 af lánstímanum það  er hver 5 ár af 30 árum.

Formúla fyrir það er LNR: Leiðréttir nafnvextir: NR: raunávöxtunar nafnvextir.

LNR= NR *30/25,4.  Ef um 3% raunávöxtunar kröfu er er að ræða að jafnaði þá verða LNR= 3,54.

Ef krafan er 5% þá LNR= 5,9%.

Nú þarf að gera spá um marksverðþróun veðsins næstu 30 ár. Á heilbrigðum markaði mikið fleiri en 3 fasteignasalar stjórnast verð veðsins af eftirspurn venjulega í stöðuleika þjóðfélögum er þetta í samræmi við mannfjölda vöxt. [Sem er ekki inn í dag á heimsmælikvarða] hér er passlegt að hann sé 1,78% að jafnaði best enginn. Gerum ráð fyrir að hráefnisskortur verði ekki í lokuð kerfi. 

Endanlegir nafnvextir verða þá 3,54 + 1,78 = 5,32% eða 5,9 +1,78 = 7,68%

Í dag til að örva sölu mætti lækka þetta þetta í 5,2 % eða 7,5% fasta vexti.

Ef menn vilja breytilega vexti [best að gera einu sinn á ári ekki mánaðalega 1 febrúar hvert ár] þá nota menn ekki 1,78% heldur fasteignaveðverðvístölur það meðaltala allra seldra fasteigna á mörkuðum og uppboðsmörkuðum. Hlutfallsleg breyting á tímabilum er þá vaxta framlagið.

Þetta framlag liggur á bilinu 1,78% til 2,5% ef evru stöðuleiki ríkir. Stundum lækka heildar vaxtaafborgum og oftast hækkar. Ef tryggt er að neysluveðsverðvísitalan liggur þarna næstu 30 ár að jafnaði þá má segja að hægt sé að nota hana en það er óþarfi til að tryggja stöðuleika og ávöxtunarkröfu þessa lánaflokks. Hvað þá að nota gengi annarra þjóða eða markaða.

Af hverju einokun neysluvístölu var sett í  lög um 1982 [og laun neysluverðtryggð líka].

1. Íslenskir ráðamenn í vaxtaákvörðum þjást af grunnmenntaskorti.

2. Til þess að bak tryggja skammtímalán  og áhættu t.d. áhættusækin fyrirtækja. Auka lánshæfi lánastofnunnar m.t.t. allra lánaflokka. Líta á allt agnið sem einn sjóð. Almenning, fyrirtæki, veðlítil, fullveð, skammtíma og langtímalán.

Málið er að fyrir daga neysluveðverðtryggingar voru veðverðtryggingar vextir innan í heildavöxtum.

Þá var breytilegi þáttur verðbólgu kannski 40% og raunávöxtun 10% eða vextir 10% umfram verðbólgu og vaxtabyrði húskaupenda gífurleg fyrstu 10 árin og margar fjölskyldur staurblankar og báðir útvinnandi tvöfalda vinnu.

Þetta gerir það að verkum að það er allt í lagi þótt lán brenni upp sein tíma lánsins.

Sparifé gamla fólksins kemur þessum lánaflokki ekkert við það var einfaldlega millifært í lánafyrirgreiðslum einkavina. Lána í 40% verðbólgu með 5% vöxtum það kostar sitt.

Alla höfuðstóla almennings á að færa aftur til þess tíma að pláguvísitalan brást hlutverki stöðuleika fasteignaveðverð vísitölu.

Um þá sem tóku ekki ólögleg gengis lán og og greiddar neyslubætur og vextir gildir þetta  um 30% lækkun á höfuðstól. Í framhaldi skal svo frelsa notkun fasteignavísitölu aftur.

Almennar lífeyrissjóðsgreiðslur verða best tryggðar með þessu móti.  Smá sem smíðar sjálfur hann skilur.

Á 30 ára viðmiðunartíma er þetta brot á síðustu þjóðarsátt. Heimatilbúið vandmál og óeðlilegt í veðréttar samhengi og eignarréttar laga anda ekki bara EU og USA.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 21:28

58 Smámynd: Júlíus Björnsson

ótímabærs uppboðs.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 21:35

59 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er einmitt vandmál margra Björn, í Menntó máttu sleppa *** merktum dæmum, ég held að ég hafi verið algjörundantekning sem reiknaði [leiddi út sannanir]  öll dæmi einn og óstuddur 20 bls. framar en bekkurinn.  Málið er mínir líkar eru fjölmennir í Þýskalandi og Frakklandi og við skiljum vel vandamál ykkar hinna. Bankar almennt ef hæfir vaxtaveð-verðtryggja sig fyrirfram. Veðið sem veðja er á er grundvöllur allra lána þar sem réttarfar ríkir. Sá sem velur að veðverð-tryggja sig velur að sjálfsögu besta kostinn fasteinveðverðtryggingaflokka borgara heimamarkaðar. Þegar veðverðtryggingarvextirnir fara upp fyrir veðverð á fasteignamarkaði þá er veðverð trygging ekki í samræmi við anda laga vestrænna ríkja.    Ef svo væri hefðu allir bankar EU og USA tekið upp vitlausa veðverðtryggingu sem tryggir slíka meinta gífurlega verðmæta aukningu eins og gerðist hér. Miðað við forsendur USA og EU í þessum langtíma lánaflokki  er búið að millifæra í skjóli bólguvísitölu óstöðugleika: 30% af eiginfé almennings síðustu mánuði yfir í bankaþjónustugeira.   Þetta er ekkert mál að leiðrétta og skila aftur til hans sömu aðferðum og var beitt í skjóli bólguvísitölu neysluverðs til að milli færa þetta frá honum í upphafi.  Þessi skilningur á anda laga um  veðrétt er framkvæmdur í EU og USA.    Vinna upp þessa  12 mánaða millifæslu á næstu 30 árum er lítið mál fyrir fjármálastofnanir.  Í öðru lagi má líta svo á að vextir hér í fasteignaveðlánaflokki hafi verið það háir síðustu 30 ár [miðað við samkeppnibanka í EU] að stór sjóður í  formi fyrirframgreiddra veðverðtryggingarvaxta hafi nú þegar myndast. Viðskiptamálaráða fær mig til að halda að bankar veðverðtryggi sig ekki með vaxtaákvörðum og kröfu um útborgunum. Um fjárlæsi Félagsmálaráðherra er best að segja sem minnst. Hinsvegar í öllum viðskiptum ábyrgra þá veit maður um sín spil eða þekkir og vandamálið er að spá í mótaðila áður en gengið er til samninga eða málin rökrædd. Í Austantjalds löndun þar sem  eignamyndum er minnst sprettur upp fólk með lítið fjárlæsi, litla bjartsýni og slaka framleiðni. Skuldaþrælar eru ókostur í jafnaðar fámennisþjóðfélögum sem oftast er bættur upp með fjölda þeirra annarsstaðar. Allar Norðurlandaþjóðirnar spruttu upp þegar smábænda ánauð var aflétt. Þetta ætti að skiljast gagnfræðingum fyrir 1961. Það er eðlilegt að miða höfuðstól við veðið [verðmæti þess] sem veðja var á í upphafi lánsins. Um fasteignir almennings hefur þetta aldrei verið vandamál og allar fjármálastofnanir utan Íslands, það er  EU og USA halda sig við þann laga anda. Þetta kallast Mort-gage.  Merkingin Mort vísar í dauða margra eða plágu [mikla verðbólgu neysluvöru] gage merkir veð. [ Góður aldur] 100-80% allra lána borgara EU og USA  er veðverðtryggð í fasteignin sem er ívera heimils þeirra. Þetta eru langtímalán oftast til 30 ára  og til þess að ákvarða fasta vexti eða [breytilega] til að tryggja raunávöxtun þarf að gera áætlun um afföll og almenna verðþróun veðsins næstu 30 ár. Þetta er skoðað í samhengi margra lán í sjóði hjá lánstofnum. Að jafn mörg nýlán koma inn og fara út að jafnaði er lágmarksforsenda stöðuleika.  Einnig í ljósi öryggis veðsins  og stöðuleika borgaranna er mikilvægt að vextir séu stöðugir milli mánaða og ára og í hófi, til að tryggja að ekki komi til ótímabærs uppboðs. Áætlun byggist á skráðum upplýsingum í talna formi um markaðsölur fasteigna liðinna ára og pælingum um hve langt er í næsta neyslukrepputímabil.  Þessa eru tölur kallast  fasteignaveðverðsvísitölur við komandi lánastofnunar þar sem þær gefa vísbendingar til ákvörðunar nýrra fastra vaxta og fyrir þá sem eru smámunasamir ef til vill breytilega vaxta á árs grunvelli frekar en mánaðagrundvelli. Skilyrði um útborgun 30% -20% gera vaxtalið kostnaðar vegna uppboðssölu nánast núll í þessum lánaflokki. Kostnaður greiðist meðfram á lánstímum sér við hverja afborgum. Ef við búum til formúlu fyrir lánasafn  30 ára fasteignveðverðtryggðra lána  þá byrjum við á að gera ráð fyrir að fasteigna verð lækki t.d. 1/6 af lánstímanum það  er hver 5 ár af 30 árum. Formúla fyrir það er LNR: Leiðréttir nafnvextir: NR: raunávöxtunar nafnvextir. LNR= NR *30/25,4.  Ef um 3% raunávöxtunar kröfu er  að ræða að jafnaði þá verða LNR= 3,54. Ef krafan er 5% þá LNR= 5,9%. Nú þarf að gera spá um marksverðþróun veðsins næstu 30 ár. Á heilbrigðum markaði mikið fleiri en 3 fasteignasalar stjórnast verð veðsins af eftirspurn venjulega í stöðuleika þjóðfélögum er þetta í samræmi við mannfjölda vöxt. [Sem er ekki inn í dag á heimsmælikvarða] hér er passlegt að hann sé 1,78% að jafnaði best enginn. Gerum ráð fyrir að hráefnisskortur verði ekki í lokuð kerfi.  Endanlegir nafnvextir verða þá 3,54 + 1,78 = 5,32% eða 5,9 +1,78 = 7,68% Í dag til að örva sölu mætti lækka þetta  í 5,2 % eða 7,5% fasta vexti. Ef menn vilja breytilega vexti [best að gera einu sinn á ári ekki mánaðalega 1 febrúar hvert ár] þá nota menn ekki 1,78% heldur fasteignaveðverðvístölur það meðaltala allra seldra fasteigna á mörkuðum og uppboðsmörkuðum. Hlutfallsleg breyting á tímabilum er þá vaxta framlagið. Þetta framlag liggur á bilinu 1,78% til 2,5% ef evru stöðuleiki ríkir. Stundum lækka heildar vaxtaafborganir en  oftast hækka þær. Ef tryggt er að neysluveðsverðvísitalan liggur þarna næstu 30 ár að jafnaði þá má segja að hægt sé að nota hana, en það er óþarfi til að tryggja stöðuleika og ávöxtunarkröfu þessa lánaflokks. Hvað þá að nota gengi annarra þjóða eða markaða. Af hverju einokun neysluvístölu var sett í  lög um 1982 [og laun neysluverðtryggð líka]. 1. Íslenskir ráðamenn í vaxtaákvörðum þjást af grunnmenntaskorti.  2. Til þess að baktryggja skammtímalán  og áhættu t.d. áhættusækna fyrirtækja. Auka lánshæfi lánastofnunnar m.t.t. allra lánaflokka. Líta á allt safnið sem einn sjóð. Almenning, fyrirtæki, veðlítil, fullveð, skammtíma og langtímalán. Málið er að fyrir daga neysluveðverðtryggingar voru veðverðtryggingar vextir innan í heildavöxtum. Þá var breytilegi þáttur verðbólgu kannski 40% og raunávöxtun 10% eða vextir 10% umfram verðbólgu og vaxtabyrði húskaupenda gífurleg fyrstu 10 árin og margar fjölskyldur staurblankar og báðir útvinnandi tvöfalda vinnu. Þetta gerir það að verkum að það er allt í lagi þótt lán brenni upp seinni tíma lánsins. Sparifé gamla fólksins kemur þessum lánaflokki ekkert við það var einfaldlega millifært í lánafyrirgreiðslum einkavina. Lána í 40% verðbólgu með 5% vöxtum það kostar sitt. Alla höfuðstóla almennings á að færa aftur til þess tíma að pláguvísitalan brást hlutverki stöðuleika fasteignaveðverð vísitölu. Um þá sem tóku ekki ólögleg gengis lán og ofgreiddu  neyslubætur og vexti gildir þetta  um 30% lækkun á höfuðstól. Í framhaldi skal svo frelsa notkun fasteignavísitölu aftur. Almennar lífeyrissjóðsgreiðslur verða best tryggðar með þessu móti.  Sá sem smíðar sjálfur hann skilur. Á 30 ára viðmiðunartíma er þetta brot á síðustu þjóðarsátt. Heimatilbúið vandmál og óeðlilegt í veðréttar samhengi og eignarréttar laga anda ekki bara EU og USA.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 22:14

60 Smámynd: Elle_

Rök Gunnlaugs og co. um EINFALDA INNHEIMTU ICESAVE: http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/957853/

Elle_, 2.10.2009 kl. 16:51

61 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Í hnotskurn er saga Ice Save malsins þannig;

  • Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipta bankakerfinu á milli sín. Sjálfstæðisflokkurinn ráðstafar Landsbankanum til einstaklinga sem höfðu vafasama fortíð í fjármálum og voru þekktir fyrir að vera áhættusæknir. 
  • Aðildin að EES skapar frelsi milli landa í fjármálastarfsemi. Með tilskipun frá ESB frá 1999 gengst Ísland undir kvaðir tengdar stofnun og ábyrgð á Tryggingasjóði sparífjáreigenda.
  •  Sjóðurinn er stofnaður en opinberir eftirlitsaðilar (Fjármálaeftirlit og Seðlabanki) tryggja ekki samræmi milli vaxtar Landsbankans erlendis og greiðslna í Tryggingasjóð.
  • Hollenska og breska fjármálaeftirlitið bjóðast til að taka eftirlitið yfir og að Ice Save sé breytt í dótturfélag.
  • Skýrlur erlendra aðila vara við spilaborginni.
  • Íslenska fjármálakerfið hrynur.
  • Tryggingasjóður hefur einungis 19 milljarða á meðan veldi Landsbankans erlendis hafði vaxið í 1400 milljarða.
  • Ef banki er ekki með dótturfélag í því landi sem hann starfar þá ber tryggingassjóði heimalands að borga sparífjáreigendum lágmarksupphæð (um 20 þ. evrur).
  • Íslensk lagatúlkun kemur fram sem gengur út á að Ísland hafi einungis átt að stofna Tryggingasjóð en beri ekki ábyrgð á að tryggja að í honum séu fjármunir.
  • Árni Matt fer með þessa íslensku lagatúlkun til Brussel og vill að málið fari fyrir dómstóla. Því er hafnað af öllum, en þá krefst hann skipunar sé gerðardóms í málinu. Málsaðilar ytra taka hann á orðinu, en Ísland skipar síðan ekki fulltrúa í dóminn.
  • Gerðadómur kveður einróma upp þann úrskurð að Íslandi beri að greiða lágmarkstrygginguna til sparífjáreigenda (sem átti að vera í Tryggingasjóði ef það hefði verið fyrirhyggja að taka frá fé til mögru áranna).
  • Geir Haarde samþykkir "agreed guidelines" við ESB 13. Nóv 2008 um að við göngumst við ábyrgð á tryggingu samkvæmt tilskipun ESB innleiddri í íslenska löggjöf. Hinsvegar verði tekið tillit til íslenskraí aðstæðna og boðið upp á hagstæð greiðslukjör.
  • Davíð Oddsson þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra senda fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftirfarndi yfirlýsingu; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.”
  • Geir Haarde og Árni Matt vinna uppkast að samningi við ESB þar sem að er gert ráð fyrir hærri vöxtum og styttri greiðslutíma.
  • Með nýrri ríkisstjórn er skipuð samninganefnd undir forystu Svavars Gestssonar sm að nær hagstæðari niðurstöðu í greiðslutilhögun heldur en áður.
  • Alþingi setur nokkuð marga fyrirvara við samninginn og tilhögun á greiðslum
  • Bretar og Hollendingar samþykkja flesta fyrirvarana og þá mikilvægustu, en fallast ekki á fyrirvara um að skuldin falli niður að vissum tíma liðnum o.fl.
  • Ekki verður haldið lengra í pólitískum hráskinnaleik sem bitnar á mikilvægum hagsmunum Íslands og trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu.

Þannig hefur sú meginlína verið viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum frá því í nóvember á síðasta ári að hér sé á ferðinni einfalt innheimtumál, en hinsvegar sé hægt að útfæra og ræða greiðslutilhögun. Þetta er uppáskrifað af forystu Sjálfstæðisflokksins hvort sem hún var í stjórnarráðinu eða í seðlabanka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 18:55

62 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjóðurinn er stofnaður en opinberir eftirlitsaðilar (Fjármálaeftirlit og Seðlabanki) tryggja ekki samræmi milli vaxtar Landsbankans erlendis og greiðslna í Tryggingasjóð.

Júlíus Björnsson, 2.10.2009 kl. 19:42

63 Smámynd: Elle_

Alþingi eitt hefur löggjafarvaldið þó það sé erfitt fyrir Evru-flokkinn að skilja það.  Það þýðir ekkert að kenna neinum öðrum um nauðungina en núverandi stjórn með Evru-flokkinn í togi.  

Elle_, 2.10.2009 kl. 20:39

64 Smámynd: Elle_

Og líka, ég er hissa á Gunnlaugi að verja nauðung og ætla að koma með "rök" fyrir pólitíkinni á bak við það.   Það eru engin rök fyrir kúgun og nauðung gegn mannfólki.

Elle_, 2.10.2009 kl. 21:29

65 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við áttum val um það að leyfa innlendum banka debetfæra sig um 1400 milljarða, en halda ekki fjármunum eftir í tryggingasjóði. Þar er ekki við ESB að sakast heldur ábyrgðarleysi stjórnvalda og hömluleysi Björgólfsfeðga. Íslenskt vandamál. Við þurfum sjálf að horfast í augu við timburmennina. Neyslufylleríið var ekki öðrum að kenna, við vorum ekki þvinguð inn í græðgina.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 23:21

66 Smámynd: Elle_

"Þar er ekki við ESB að sakast heldur ábyrgðarleysi stjórnvalda og hömluleysi Björgólfsfeðga.

Gunnlaugur, Björgólfsfeðgar eru ekki á ábyrgð skattborgara landsins.  Hví ættu þeir að vera það frekar en Halldór Jónsson ef hann færi til Englands og Hollands og rændi þar banka?   Halldór væri einn sekur.   Eða heldurðu að Bretar og Hollendingar gætu rukkað íslenska ríkið fyrir ránið hans af því það var framið þar?  Væri það þá íslensku lögreglunni að kenna að passa Halldór ekki nógu vel?  

Og já, það er við íslensk sjórnvöld að sakast, hinsvegar var Icesave á ábyrgð yfirvalda allra landanna 3ja.  EKki bara okkar.  Og hin löndin eru jafnsek.  

From the EEA/EU directive 94/19/EC:

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."

And still more from the EU LAWS on deposit guarantee schemes:

"The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a member state itself or by any of its local or regional authorities."

Elle_, 3.10.2009 kl. 00:27

67 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við fórum ekki inn í græðgina kaup hækkaði ekki heldur fengum við kaupmátt á fölsuðu gengi og lánalengingar. Þið sem eruð í minnihluta talið fyrir ykkar persónulega efnahagsreikning. Meintur nauðungar Sáttagerðardómur  hefur ekkert gildi í ljósi nýrra staðreynda sem hafa komið fram.  Þetta voru glæpir einstaklinga en ekki þjóðarinnar sem heildar. Eignasöfnun á heimamarkaði hefur ekki verið í samræmi við samkeppnilög hjá EU. Og það var Glitnisbanki sem vor fyrst á Svartalistann hjá Alþjóðasamfélaginu og var komin alla leið til Asíu til að opna lánlínur. USA lánaði ekki Íslendingum þar sem þeir áttu lítið undir í hvað varðaði viðskipti þar. Þeir bentu á að skýringa mætti leita í vexti á glæpsamlegum hraða. Glitnisbanki átt stærsta hlut gengislánanna. Enda tel ég það hafa stafað óeðlilegu skorti á reiðufé.

Stærðin í einkaeign er ekkert vandamál ef eignir eru ekki falsaðar.  Stærðin í einkaeign er hins í sumum stjórnmálaskoðunum  ekki á óskalistanum. En full leyfð  og lögleg í EU.

Trúar  og stjórnmálaskoðanir eru eitt en lög og reglugerðir er þeim æðri.

Iecevave mun hafa boðið 33% hærri vexti til 30 ára eða 1% hærri á ári  en samkeppni aðilar á stöðuleika markaði Breta. Sem túlkast efnahagsverkahryðjuárás. Þetta var líka vegna þess að lánalínur lokuðust í EU almennt í kjölfar viðbragða USA.

Stóramálið er að í dag eru öll bréf rafræn og  gjaldeyrir er eina sem sem hægt er að koma undan auga stórabróður. Lokaðakerfið Ísland  og EU mun hafa misst marga milljarða í reiðufé vegna glæpa bankastarfsemi m.a. á Íslandi. Bókhaldfalsanir eru sennilega að sannast. T.d. að komast yfir gjaldeyri er best að skipta honum út fyrir bréf. Það er búið að stunda það lengi fyrir hrun hér að mínu mati. Sem skýrir sannanlega furðufjárfestingar í Bretlandi og Danmörku t.d. Breytilegir vextir á Íslandi á langtíma fasteignlánum sem kallast verðbætur undir nafnvöxtum hér og fylgja hér bólguvísutölu sem ber dómgreind þeirra vitni sem leyfa áfram svona óþjóðhollustu. Rétta viðmiðunin í EU og USA er stöðuleikavístala út frá verðþrónum á fasteignmarkaði sem stendur og fellur með veðinu  Hún skilar öruggari 5% raunávöxtun á langtímalánum en bólguvísitalan. Stendur af sér stöður geng genginu t.d. á mælikvarða heimamarkaðar. USA og EU hagstjórnargrunnfræði er sú sem borgar sig en ekki Íslenskar og Tyrkneskar útgáfur eða Mexíkanskar. 100-80% lána almennings ættu að vera forgangsmál hjá flokkum sem í þágu fjöldans. 

Júlíus Björnsson, 3.10.2009 kl. 01:08

68 identicon

Komið þið sæl; hér, hjá stórvini mínum Halldóri verkfræðingi, sem oftar !

ElleE og Júlíus Björnsson !

Hví; reynið þið, að elta ólar við óra Gunnlaugs B Ólafssonar, heittrúar krata, og orðhengilshátt hans ?

Reynið þó, að minna hann, á samsekt Samfylkingarinnar, með glæpaverkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, gagnvart Íslendingum, hvar; ''útrásar'' himpigimpunum, var jafn mikið hampað, af söfnuðum allra þessarra frjálshyggju flokka, gott fólk. 

Æðsta Brahmína; í Hindúa söfnuði, austur á Indlandi, mætti tala til, fyndist einhver torkennileg glufa, í Veda bókunum - austur þar, en,...... spjall; við íslenzka ljósastaura, væri þýðingarmeira, fremur en að fá Gunnlaug, til þess að snúa baki, við Samfylkingar söfnuði hans, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 01:22

69 Smámynd: Júlíus Björnsson

Óskar minn veikileika er sá að halda að sumir menn geti ekki gert að því að vita ekki betur og flestir stjórnmálmenn gera það sem þeim þykir skást í stöðunni að eigin mati.

Þótt við myndum aldrei sætta okkur við neitt annað en sem er best okkur og okkar til handa. Þeir sterku lifa. Hinir veiku falla. Það er gangur lífsins. Engin er annars bróðir í leik.

Júlíus Björnsson, 3.10.2009 kl. 02:06

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur B. Ólafsson mælir með Icesave-samningnum, en á eftir að átta sig betur seinna, iðrast og væntanlega biðjast afsökunar.

Hann feitletraði mikið í þessu skrifi sínu: "Davíð Oddsson þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra senda fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftirfarandi yfirlýsingu; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.” – Hér hefði hann átt að hafa dagsetnigu með. En honum sést hér líka yfir hluti:

1. Skuldbindingar Íslands (ríkisins) í þessu efni voru ANNAÐHVORT að bera sjálft ábyrgð á innistæðureikningum fjármálastofnana EÐA að stofna tryggingasjóð innistæðueigenda, sem bæri alla ábyrgð. Síðari kosturinn var valinn (1999). Eina skuldbinding Íslands eftir það var að leyfa þessum sjóði að vera áfram til. Hann er sjálfseignarstofun og fær einungis fé (iðgjöld) frá bönkunum.

2. Jafnvel þótt Davíð og Árni hefðu gefið fyrirheit um að ríkið ábyrgðist TIF (tryggingasjóðinn), þá hefði slík yfirlýsing ekkert gildi haft að íslenzkum lögum, því að LAGASETNINGU þarf til slíkrar skuldbindingar ríkisins, og þar að auki hefði slík eftirálöggjöf (eftir hrunið) verið í andstöðu við 77. grein stjórnarskrárinnar, eins og Vigdís Hauksdóttir, alþm. og lögfræðingur, benti á.

Jón Valur Jensson, 3.10.2009 kl. 03:13

71 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Forsendur Gunnlaugs eru eins rangar og þær geta verið. Þess vegna er eðlilegt að niðurstöður hans séu einnig kolrangar. Gunnlaugur segir:

 
  • Aðildin að EES skapar frelsi milli landa í fjármálastarfsemi. Með tilskipun frá ESB frá 1999 gengst Ísland undir kvaðir tengdar stofnun og ábyrgð á Tryggingasjóði sparífjáreigenda.
  •  
  • Sjóðurinn er stofnaður en opinberir eftirlitsaðilar (Fjármálaeftirlit og Seðlabanki) tryggja ekki samræmi milli vaxtar Landsbankans erlendis og greiðslna í Tryggingasjóð.
 

Tilskipun 94/19/EB fjallar um ábyrgð aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins og þar segir skýrt og greinilega, að aðildarríkin mega ekki taka ábyrgð á innistæðu-trygginga-kerfunum. Þar er einnig sagt að það eru bankarnir sem eiga að fjármagna trygginga-kerfið.

 

Að halda því fram, að innistæðu-trygginga-kerfi eigi að vera með sjóði sem nægja fyrir algjöru hruni, er fjarstæða. Ekkert trygginga-kerfi starfar þannig og af samkeppnis-ástæðum leyfir ESB ekki slíka tryggingu. Þjóðréttarlega er einnig ómögulegt að koma þannig kerfi á fót.

 

Allt sem Gunnlaugur hefur um þetta mál að segja er því algjört bull. Þú verður að kynna þér málin betur Gunnlaugur, áður en þú tekur aftur þátt í umræðu um Icesave.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 23:07

72 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem hugsa sígildur frjáls markaður heiðarlegrar samkeppni þar sem fjöldi keppenda er í fyrirrúmi skilja betur meinta hugmyndfræði eða ný-frjálshyggju EU en trúaðir sossar.  EU byggir hreint og beint á því að allar einingar meira segja innan stjórnsýslunnar  séu séu sjálfstæðar efnahagslega [svo hægt sér að refsa stjórnendum beint og til að veikja stjórnsýsluefnahag einstakra ríka  þegar öll fjármögnun stjórnfæra og stofanna og umboðsstofa fer fram í gegnum viðskiptavaka en Ríkisstjórn tekur ekki eitt stórt lán yfirdráttur gagnvart Seðlabanka er lögbrot]. Einkatryggingarsjóðir sem standa lágt gera það að verkum að m.a. EU Lánadrottnar Íslensku bankanna eiga að auka álag á vexti til þeirra eða draga úr lánsviðskiptum. Vandamálið hér var alfarið ofmat á verði mæti eiginfjár t.d. Glitnisbanka.   

Ný-Frjálshyggja EU stenst hvað varðar regluverkið í orði  [laganna]en hefðir um skiptingu markaðarins eru sterkari. 

Tveir eða þrír í alvörusamkeppni endar með því að ein fer á hausinn þá er sá eða þeir sem eftir eru orðnir ólöglega stórir.

100 í samkeppni geta ekki fylgst því sem allir hinir gera þar myndast oft eðlilegur samkeppni munur vegna útsjónarsemi einstakra og úrræðaleysis annarra.

Júlíus Björnsson, 3.10.2009 kl. 23:41

73 Smámynd: Elle_

Getur það verið að Evru-flokkurinn ljúgi um Icesave "ábyrgð" rikissjóðs?  Það stendur allt þarna svart á hvítu.

Elle_, 3.10.2009 kl. 23:52

74 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er ekki viss um að það sem ég skrifaði um þróun og tilurð hrunsins sé vitleysa .. en hver hefur sinn sjónarhól. Mitt mat byggir þó meira á staðreynfum heldur en viðhorf ýmissa sem hér hafa tjáð sig.

Auðvitað verða einhverjir sárir út í sannleikann ..... njótið lífsins en látið ekki DO og aðra fylla hjörtu ykkar af tortryggni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.10.2009 kl. 21:31

75 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einkennilegt (ekki) að vinstrimenn horfi fram hjá aðkomu samfylkingarmanna að söluferli bankanna. Einnig að viðvörunarljósin byrjuðu ekki að blikka fyrir alvöru fyrr en eftir að samfylkingin komst í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum. Og þá voru málefni banka og fjármálastofnanna á könnu samfó. Björgvin. G. hlýtur að vera einn mesti einfeldningur úr röðum ráðherra sem Íslendingar hafa átt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2009 kl. 22:46

76 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er nú á því að það sé flugufótur fyrir því að Íslendingum verði kennt um Icesave í heild sinni. Kommatittirnir hafa eitthvað til síns máls en alls ekki rétt fyrir sér með heildina. Við erum svag í punktinum um eftirlitsleysið.

 En við verðum að verjast með kjafti og klóm og allri þeirri ósvífni sem fyrirfinnst til að hrinda atlögunum. Við förum ekki að skrifa blint undir Icesave eins og kommatittirnir frá Svavari og niðurúr halda fram. Og úr því að þeir vilja ekki fyrirvarana sem við buðum þeim, f...them. Engir samningar í bili. Út með AGS, út með ESB. Júlíus Björnsson segir að þeir sterku lifi og enginn sé annars bróðir í leik. Og það skulum við  Íslendingar vera í þessum slag..

 Óskar Helgi stórvinur minn úr Árnesþingi! Ég trúi þú bilir hvergi í fylgd þinni við hinn rétta málstað! 

Og Herr Kollege Loftur Altice ekki heldur. Þú ert búinn að skrifa margt skýrt og skilmerkilega um þetta Icesave mál sem ég er mjög ánægður með. Mættum við eiga fleiri slíka málsvara sem þig.

Og Jón Valur, þú hefur barist vasklega og viturlega. ég tek ofan fyrir þér. 

Gunnar Th., þú ert greinilega greindarpiltur. Ég les þitt innlegg mér til ánægju.

Síðasti liður í langri upptalningu á ástæðum fyrir því að við verðum að skrifa undir hjá  Gunnlaugi, mannræktarmanns úr Mosfellsbæ,  er mér léttvægur. Mig varðar ekkert um álit Johns Bull á mér þegar það gengur um líf mitt og þjóðarinnar.Hinir liðirnir eru upptalning sem lögkrókamenn margir geta hrakið. Ég nenni því ekki í kvöld.

Halldór Jónsson, 4.10.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband