Leita í fréttum mbl.is

Hársbreiddir ?

Ísland stendur ekki margar hársbreiddir frá valdatöku alræðisafla í þjóoðfélaginu. Þetta er ef til vill miklu nær en maður gerir sér grein fyrir daglega.

Tökum dæmi um 2500 spurningalistann sem Evrópusambandið sendi Íslendingum. Listinn var á ESB-ensku, sem aðeins sérfróðir menn eru sagðir skilja. Ríkisstjórnin sagðist ekki vilja eyða peningum í að þýða hann né kynna fyrir almenningi eða Alþingi.  Utanríkisráðuneytið sagði að svör yrðu undirbúin í samráði við fjölmarga aðila, svo sem Bændasamtökin, sem einna mestra hagsmuna eiga að gæta varðandi ESB. Ekkert nema óverulegt af þessu var þó gert og þá í orði fremur en á borði eins og lesa má í Bændablaðinu til dæmis. Á sama tíma var máli vísað frá íslenzkum dómi vegna þess að málskjölin voru á ensku.

Það er því búið að beita rangfærslum og svikum af hálfu ríkisstjórnarinnar um ferlið sem Evrópusambandsaðildin átti að fara eftir. Það er lagt upp með stórmál og blekkingum beitt af hálfu utanríkisráðherra til að leyna þjóðina hvað er að gerast. Tími Cloak and Dagger pólitíkur er upprunninn hér á Íslandi.   

Utanríkisráðherrann bjó til fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 8500 blaðsíður með svörum á ensku við þessum spurningum og lét út ganga að þetta væru bara lýsingar á íslenzkum veruleika í samræmi við álit fjölda aðila. Óverulega var leitað til bændasamtakanna eins og áður sagði, sem eiga mest undir því að fara ekki í ESB.  Enga veruleikalýsingu er því frá þeim samtökum því að finna í þessu mikla ritverki. Ég hef heyrt að sama gildi um verkalýðshreyfinguna og samtök sjávarútvegsins. Ekkert eða lítið samráð hafi verið haft við gerð svaranna.

Hinsvegar er því lýst, og þá sem veruleikastaðreynd, í svörunum að Ísland styðji heilshugar sameiginlega varnarstefnu Evrópusambandsins. Sem innifelur meðal annars mögulega herskyldu Íslendinga og kostun hervarna í þágu bandalagsins eins og er að finna í Lissabonsáttmálanum. Þetta eru svör sem ýmsir velmeinandi fylgendur aðildarviðræðna eins og það var þá kallað, ættu að átta sig á. Mér dettur í hug sérstaklega vinur minn sr. Þórir Stephensen, sem er einna vandaðastur manna. 

Svörunum í heild, né heldur eða spurningunum hefur ekki verið almennt dreift. Heldur er búið að afgreiða málið af hálfu Íslands af utanríkisráðherranum og senda svörin til ESB. Án almennrar umræðu á Alþingi eða í þjóðlífinu ! Ætli Joachim von Ribbentrop hefði farið nokkuð öðruvísi að ef svo hefði borið undir ?

Það er byrjað að ræða aðild við Evrópusambandið um inngöngu Íslendinga til þess að kanna afstöðu Íslendinga til inngöngu eins og það heitir. Nú er okkur auðvitað sagt að það eigi að bera málið undir þjóðina þegar öll gögn málsins liggi fyrir. En er það víst að svo verði gert ?

Er ekki hugsanlegt að Svavar Gestsson verði sendur á vettvang og kvitti undir inngönguna? Verður ekki búið að svara svo mörgum hlutum, samþykkja svo margt af paragröffum og tilskipunum að við okkur verði sagt af ríkisstjórninni: Þetta er gerður hlutur, þið getið ekki farið að hræra í þessu núna því þá verður svo margt annað í uppnámi ! Þið megið greða atkvæði um þetta eða hitt atriðið en aðalatriðinu verður ekki breytt ? Man þá einhver eftir Icesave og þeim svívirðilegu aðferðum sem kommúnistarnir beittu í því máli ?

Alveg eins og nú er með AGS og afgreiðslu Icesave.Það má engu breyta því það tefur fyrir inngönguferlinu í ESB ?  Verðum við ekki búin að undirgangast öll ákvæðin um hermálin, viðskiptin, auðlindastjórnunina, þannig að það verður bara að samþykkja ? 

Hlustið bara ekki á Sjálfstæðisflokkinn æpir Steingrímur í þinginu . Var ekki einu sinni einhver sem æpti í sífellu  Juden,Juden ?

Ef nú bættist við "tæknitruflun" á Internetinu þannig að bloggheimar lokist ? Ef nú bættist við  lokun á Morgunblaðinu vegna skulda við ríkisbankana ? Ef nú yrðir endurskipulagning á RÚV ?  Yrði þá ekki ríkisstýrð umræða um ágæti ESB aðildar ein eftir ? Hvað svo ?

Yrðir þá ekki búið að keyra okkur inn á hlaðið hjá ESB í Brüssel eins og lömb til slátrunar ? Yrði ekki lýðræðið bara fokið veg allrar veraldar vegna þess að kratarnir telja að meiri hagsmunir verði að víkja fyrir meiri í viðkvæmum viðræðum við AGS og ESB ?  Alveg eins og í Icesave málinu sem má ekki ræða lengur vegna truflandi áhrifa þess á ESB ferlið.

Skiptir nokkuð annað máli fyrir Samfylkinguna en aðildin að ESB ? Kemur einhver auga á önnur baráttumál ? Verður ekki inngangan í ESB að  hafa algeran forgang og þannig skal öllu öðru til kostað ? VG fær að dingla með gegn því að fá tækifæri að koma í veg fyrir allar virkjanir og stóriðju ? Og Steingrímur fær auðvitað að vera ráðherra áfram og halda áfram krossferð sinni gegn Sjálfstæðisflokknum ?

Erum við svo margar hársbreiddir frá sigri ofbeldisaflanna og ósigri lýðræðisins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Halldór verkfræðingur, æfinlega !

Hvaða ''lýðræði''; er í voða, Halldór minn ?

Sjálfstæðisflokkur - Framsóknarflokkur - Samfylking og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, eru allir saman, stór svika flokkar, og gjörræðis, við land og fólk og fénað allan, hér á Ísafoldu !

Tek sem fyrr; undir sjónarmið þitt, um hættu þá, sem okkur stafar, af nánari tengslum - hvað þá; aðild, að Nazistaveldi Fjórða ríkisisins (ESB), á Brussel og Berlínar völlunum.

Einfaldlega; Halldór !

Burt; með AGS - ESB viðhengin (EES og Schengen) og NATÓ þátttökuna, svo mögulegt megi verða, að byggja, hugsanlega, upp betra og réttlátara samfélag; en,...... meginskilyrði þess er, að Alþingi, og flokka skipulaginu verði fargað - og við taki Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu, verkfræðingur góður !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 16:01

2 identicon

já þetta eru einmitt ''nýju vinnubrögðin'' sem búsáhaldarbyltingin valdi yfir okkur. Gangsæ stjórnsýsla og allt það. Málefnaleg umræða er tekin sem neikvæðni og nöldur.

Össur og co eru svo sem ekkert að fela hvað þau ætla sér.....þau ætla bara ekki að leyfa neinum að stoppa þetta, enda er langt síðan að þau áttuðu sig á því að þau hafa ekki getu til að taka ákvarðanir fyrir Íslendinga, þess vegna liggur þeim svo á að afsala sér völdum til Brussel.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskar minn Helgi,

Haf þessi byltingarráð þjóðernissinnaðar Alþýðu ekki yfirleitt endað með því að éta sjálf sig fyrst og síðan kemur harðstjórinn og tekur völdin.Franska byltingin, Bonaparte, Weimar lýðveldið,Adolf, Rússneska byltingin,Stalín,Kínverksa byltingin,Maó.

Ég held að okkur tveimur væri einum treystandi fyrir völdunum eða hvað?

Halldór Jónsson, 25.10.2009 kl. 22:00

4 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Halldór !

Auðvitað; þarf að vanda mannval mjög, til slíks starfa, sem setan í ráðinu útheimtir, að sjálfsögðu.

Þú nefnir; fyrri tilraunir - jú; jú, á ýmsu gekk þar, en reyna mætti samt, þó ekki væri nema, til þess að losna við núverandi ófögnuð, verkfræð- ingur góður. 

Til mikils væri að vinna, til að vel mætti takast.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta eru ágæt varnaðarorð hjá þér Halldór. Stóri vandinn er sá að nú ganga stjórnmálamenn vinstriaflanna hönd í hönd og vinna að því að gera Ísland að nýlendu Evrópusambandsins. Yfir því gleðst Brussellvaldið, sem þá eignast alvöru fiskimið og ríkulegar orkuauðlindir (ekki ósvipað dönsku fjöllunum á Íslandi í denn). Samstaða Evrópuríkjanna gegn okkur í Icesave málinu er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. Íslenska lýðveldið mun rétt lifa einn mannsaldur, með sama áframhaldi.

Gústaf Níelsson, 25.10.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Hinsvegar er því lýst, og þá sem veruleikastaðreynd, í svörunum að Ísland styðji heilshugar sameiginlega varnarstefnu Evrópusambandsins. Sem innifelur meðal annars mögulega herskyldu Íslendinga og kostun hervarna í þágu bandalagsins eins og er að finna í Lissabonsáttmálanum"

Eftir að hafa hlustað á öll stóru orðin um "þátttöku okkar" í Íraksstríðinu þá kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér hver kokvídd Vg geti orðið, max?   

Ragnhildur Kolka, 25.10.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Gústaf

Ef þessi stjórn verður mikið eldri þá er brüssel tekið hér við áður en við erum dauðir.

Ragnhildur,

Hvernig í veröldinni getur maður býsnast á manni eins og Steingrími J. Sigfússyni, sem býr ekki í neinum öreigastíl í einhverju stærsta einbýlishúsinu í Breiðholtinu og sagður þiggja dreifbýlisstyrk vegna búsetu fyrir austan, hluthafi í efnalaug á Selfossi, sem gæti hugsanlega unnið líka fyrir ráðuneytin, og ég veit ekki hvað fleira.

Er maðurinn ekki bara gróðapungur ?. Getur það ekki skýrt eitthvað alveg eins og einhverjar kommahugsjónir? Vill hann ekki vera ráðherra sem lengst?

Halldór Jónsson, 26.10.2009 kl. 00:18

8 Smámynd: Elle_

"Stóri vandinn er sá að nú ganga stjórnmálamenn vinstriaflanna hönd í hönd og vinna að því að gera Ísland að nýlendu Evrópusambandsins."

Þetta er návæmlega svona eins og Gústaf lýsir.  Við verðum orðin að nýlendu Breta og Hollendinga og eilífðarskuldarar þeirra fyrr en varir, takist þeim stórhættulegu stjórnarflokkum ætlunarverk sitt.  Og undir oki AGS handrukkara bankamanna og stórvelda.   Það ætti að úthýsa Jóhönnu Sig., Steingrími J. og Össuri Skarphéðinssyni úr Alþingi og úr stjórnmálum landisns. 

Elle_, 26.10.2009 kl. 16:55

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá frábæran pistil Björns Bjarnasonar „Leynihraðferðin inn í ESB”

http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/970415/ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.10.2009 kl. 20:37

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Prédikari,

Björn á fáa sína jafningja hvað rökvísi og þekkingu varðar. Við mættum eiga fleiri slíka menn í Sjálfstæðisflokknum.

Halldór Jónsson, 26.10.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Gústaf,

Hvað gengur krötunum til með þessari landsölustefnu sinni ? Eru þeir að hugsa um störf og bitlinga í Brüssel fyrst og síðast ?

Halldór Jónsson, 26.10.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418156

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband