Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Innanríkismál?

eru oftlega nefnd til sögunnar sem heilög mál sem önnur ríki eða annarra þjóða þegnar eigi ekki að blanda sér í. Það hefur ekki þótt góð latína hér á landi að önnur ríki hafi hér áróðursskrifstofur eða reki hér  erindi sín.

En spurning er hvort við breytum um stefnu þegar um er að ræða okkar íhlutun í innanríkismál annarra? 

 Við réðumst inn í riki Saddams Hússein þar sem ríkti innanlandsfriður og Saddam hafði fengið verðlaun Sameinuðu þjóðanna fyrir framfarir í heilbrigðismálum. Ríkið var auðugt af olíu og lífskjör voru þokkaleg. Allt þetta eyðilögðum við og drápum Saddam. Óbeint drápum við hundrað þúsund manns eða meira. Sama gerðum við í Libýu með Gaddafi. Endalausar hörmungar höfum við leitt yfir þetta fólk með íhlutun í þeirra innanríkismál. Hvað segðum við ef aðrir sæju ástæðu til að ráðast inn til okar vegna kvótakerfisins til dæmis eða rangrar neftóbaksnorkunar okkar?

Nú er borgarastyrjöld í Sýrlandi. Við höfum gert okkur bera að því að tala illa um Assad. Honum virðist  samt veita betur í innanlandsmálum sínum. Þeir sem við töldum okkar menn liggja í því og eru hræddir um að Assad hefni sín á þeim. Varðar okkur eitthvað um það? Sjáum við nægilega vel fyrir okkar þurfalingum? Er ekki margt í mínus hjá okkur og eilíf peningahönk?

Varðar Svía eitthvað um það? Þar rífast menn um hvort þeir eigi að taka við hundrað þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi . Á sama tíma sem eldri borgarar eru vannærðir í Svíþjóð?  

Eru það ekki íhlutun í innanríkismál að vera að veita öðrum deiluaðila forgang með því að veita honum stöðu flóttamans en umgangast hinn,sem hrekkti hann, á jafnréttisgrundvelli í verslun og á alþjóðavettvangi? 


Vigdís Hauksdóttir

var á Sprengisandi í morgun. Mér geðjaðist margt vel af því sem hún sagði og margt stórvel eins og með Evrópusambandið og þau vandmál þess sem við hefðum minna af.

Hún ræddi fjárlagafrumvarpið af mikilli þekkingu sem von er. Mér skildist á henni að Framsóknarmenn hefðu efasemdir um að hrófla við matarskattinum á þeirri forsendu að það myndi bitna á þeim tekjulægri. En einni hlið þeirra mála vil ég velta aðeins fyrr mér.

Ég hugsa að flestir gætu hugsað sér að virðisaukskattur upp á 25.5 % sé ekki til þess fallin að auka hvata hjá fólki til að skila skatti af vöru eða þjónustu  ef einhver möguleiki er á öðru. Öll lækkun sem færði þennan skatt niður fyrir 20% myndi líklega hafa bætandi áhrif á skattskil frekar en hitt 

Matarskatturinn svokallaði er 7 %.  Hvaða áhrif lækkun hans hefði er ekki vitað. Hitt er vitað að lækkun hans á sínum tíma skilaði sér ekki til kaupenda vörunnar.  Hækkun myndi hinsvegar skila sér beint í verðlagið. Vigdís vildi ekki að hinir lægra launuðu yrðu fyrir slíku höggi sem áreiðanlega enginn sér fyrir sér að framkvæma bótalaust.

Hinsvegar hlýtur það að vera tæknilega æskilegt að hafa eitt virðisaukaskatts þrep og hafa engar undanþágur. Þar sem mjög stór hluti útgjalda tekjulægri fjölskyldna er matur og þarfir ungbarna, þá gefur auga leið að hér yrði aðgerða þörf ef hækka ætti prósentuna. Vigdís vildi ekki flækja skattkerfið en talaði samt meðal annars fyrir hækkun vaxtabóta. Af hverju er hún hrædd við að nota skattkerfið sem er aðins reikniaðgerð til  fleiri hluta en vaxtabóta? Yrði þetta nokku' meiri flækja en það sem fyrir er?

Má ekki alveg hugsa sér að fólk fái matarkaupaskírteini á grundvelli síðasta skattframtals til að létta undir hækkun matvæla vegna hækkun virðisaukakskattsins? Sama fólk gæti fengið bókakaupastyrk á sömu forsendum og líka bleyjustyrki. Nota skattkerfið til þes að jafna lífskjör eins og Milton Friedmann og fleiri töluðu um á sinni tíð. Bandaríkjamenn hafa notað matarmiðakerfi lengi án þess að ég þekki það.

Ef við tækjum upp virðisaukaskattkerfi sem byrjaði með 17% flatri álagningu á allt, án undatekninga, þá næðist margt hagræði og brottfall undanskota myndu jafnvel leiða til hækkunar tekna af virðisaukaskatti.

Öll vara sem nú ber hæsta þrep myndi lækka umtalsvert eða nærri 7 %. Fjögurramiljóna bíll myndi lækka í þrjárkommasjö.? Bensínlítrinn myndi lækka um  tuttugu kall?

Vörumagnið í körfunni í Bónus myndi hugsanlega minnka um 8 %. Getur skattkerfið og Hagstofan ekki reiknað þetta réttlátlega út? Hvað fjölskylda með þessar tekjur og þetta mörg börn, bíl og hund er að fá meira eða minna fyrir peningana sína? Jafnvel láta þá tekjumeiri borga eitthvað meira í bili á móti matar-og bleyjumiðunum til barnafjölskyldnanna( þó flatur tekjuskattur væri markmiðið)? Við aumingjarnir fengjum svo líka ákveðna upphæð frá skattinum til að drýgja  matarpeninginn. 

Allt verðlag í landinu myndi lækka annað en á bókum, mat og tryggingum. Húsnæði myndi lækka. Fólksflutningar myndu líklega ekki hækka og vátryggingar ekki heldur.

Af hverju má ekki hlusta á hugmyndir Bjarna Benediktssonar sem hann er að setja fram? Ekki fyrir sig og sína hagmuni eða Sjálfstæðisflokksins, heldur vegna okkar sjálfra.

 Er ekki hægt að fá hana Vigdísi Hauksdóttur og aðra góða Framsóknarmenn til að hugsa þetta upp aftur. 

 


Tillitssemi?

er það sem múslímar heimta af okkur. Við sem höfum hina evangelísku þjóðskirkju bundna í stjórnarskrá og hofum lofað að styðja, eigum að fara að styrkja önur trúfélög?

Mér barst eftirfarandi frá útlöndum:

"



"Jiggs  McDonald,  NHL Hall of Fame broadcaster speaking in Ontario, says......

  "I am truly perplexed that so many of my friends are against another mosque being built in Toronto . I think it should be the goal of every Canadian to be tolerant regardless of their religious beliefs. Thus the mosque should be allowed, in an effort to promote tolerance.  

That is why I also propose that two nightclubs be opened next door to the mosque thereby promoting tolerance from within the mosque. We could call one of the clubs, which would be gay, "The Turban Cowboy," and the other a topless bar called "You Mecca Me Hot."  

Next door should be a butcher shop that specializes in pork, and adjacent to that an open-pit barbecue pork restaurant, called " Iraq of Ribs."

  Across the street there could be a lingerie store called " Victoria Keeps     Nothing Secret," with sexy mannequins in th e window  modeling the goods.

 Next door to the lingerie shop there would be room for an adult sex toy shop  , "Koranal Knowledge," its name in flashing neon lights, and on the other side a liquor store called " Morehammered ."  

All of this would encourage Muslims to demonstrate the tolerance they demand of us, so their mosque issue would not be a problem for others."

  

Já það er spurning hvar eigi að draga línurnar í tillitsseminni?


Vinstra spjallið

á RÚV var á sínum stað fyrir hádegi.

Þar fór Steingrímur J. mikinn um að ekki mætti græða á grunnþjónustunni.  Hana yrði samfélagi að kosta með öllu því sem því fylgdi. Ekki mátti hækka matarskattinn þó hækka mætti vaskinn á ferðaþjónustuna. Magnús Halldórsson benti á að íslenskir sérfræði læknar kæmu aldrei heim aftur að námi leoknu. Tveir brjósthols skurðlæknar væru hér orðnir einir eftir og þegar þeir hætti kæmu öngvir í staðinn. Brátt yrði nauðsynlegt að fá erlenda lækna hingað. Margrét Pála, sem ein lýsti því yfir að verið ung vinstri manneskja , lýsti því kraftaverki sem hún hefur gert í skólakerfinu í einkaframkvæmd NB. Ekkert virðast aðrir vinstri menn samt geta samsamað slíku dæmi eða hvað þá útvíkkað. Þessi kona er því stórkostlegri en orð fá lýst og vinnur stórvirki á sviði sem hægri mönnum hugnast betur en þeim til vinstri. 

Til hvers eru við þá að mennta lækna fyrir aðrar þjóðir?  Er þetta ekki sú fátæktar gildra sem Seingrímur J. og skattastefna vinstri manna hafa fest okkur í?  Það má ekki græða á grunnþjónustunni? Þessvegna er verðinu haldið svo niðri að enginn fæst til að vinna verkin og þjónustunni hrakar ár frá ári? Bindur ekki háskattastefnan  bara fólkið fastar í fátæktargildrunni? Láta ekki skattstofnar undan þegar skattar eru hækkaðir skv. Laffer?

Er ekki stefna vinstri manna að hækka sífellt skatta til þess helst að þeir geti stjórnað eyðslunni sjálfir? Hyglað þessu en svelt hitt? Alls ekki láta fólkið sjálfrátt? Er ekki búið að hækka svo skattana að ekki er hægt að ná meiru til að reka það sem við höfum ekki lengur ráð á en heimtum samt? Fullkomið heilbrigðiskerfi?  Getum við haldið áfram á braut gamla og sífellda fjárskortsins öllu lengur? Og svo flutt inn kássu af nýjum þurfalingum um leið að hætti sænskra sossa?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur með hugmyndir að því að laga stagbætt virðisaukakerfið þar sem viðlagagjald Ólafs Jóhannessonar vegna Vestmanneyjagossins er ennþá inni og gott betur og lækka vörugjöldin.  Nei þá má ekki gera matinn dýrari fyrir okkur aumingjana. Getum við ekki alveg bara fengið matarmiða frá ríkinu ef skattskýrslan hljóðar þannig? Að bandarískum hætti? En fengið í staðinn eitt virðisaukakerfi með kannski  einni 17 % prósentu og engum undanþágum?  Myndu ekki allir græða á lægra vöruverði og svindlið minnka?  Af hverju er allt dæmt fyrirfram ómögulegt?

Eitt er ljóst fyrir mér eftir að hlusta á enn eitt vinstra spjallið á RÚV hjá Hallgrími, að frá vinstri kemur mér seint velsældin. 

 

 

 

 


Spítala

á víst að byggja án þess að mikið fréttist af lögun eða umfangi. Þó hefur kvisast að valdir arkitektar séu á fullu að teikna spítala sem á að þekja mikið landsvæði í lágreistum byggingum sem kalla á mikla flutninga í láréttu plani.

Af hverju þarf að byggja þarna flatt? Einhver sagði að svo yrði að vera svo að flugvélar rækjust ekki á spítalann. Svo á Flugvöllurinn ýmist að fara eða vera.  Ýmist þarf flugvöll við spítalann eða ekki.

Er ekki fleira sem mælir með háreistum byggingum fyrir spítala en flötum?  Er ekki miklu léttara í leikmannsaugum og fljótvirkara að flytja allt í lyftum upp og niður en lárétt?   Rekast flugvélar frekar á spítalaturn í Vatnsmýrinni en Hallgrímskirkju?  

Sumum finnst agalegt að hugsa til þess að flugvélar geti rekist á Alþingishúsið eða ráðhúsið.  Ekki hef ég þó haft tiltakanlegar áhyggjur af því sérstaklega. Flugvélar rekast yfirleitt ekki á neitt sem betur fer enda verst fyrir þær sjálfar og þá sem í þeim fljúga.

Er ekki tímabært að almenningur fái að vita þær grunnhugmyndir um gerð nýs spítala sem í gangi eru frekar en bara heyra talað um það peningaleysi sem til þarf?

Er verið að hanna spítala? Hvernig spítala? Er búið að ákveða staðinn? Upp eða niður spítala?


Lífeyrissjóðir létti undir

með ríkinu í vaxtahyldýpinu. 

Ríkisstjórnin semji við lífeyrissjóðina um að þeir greiði svona hundrað milljarða á ári í vaxtakostnaði ríkisins sem fyrirfram greiðslu upp í þær skattgreiðslur af lífeyri sem falla til í á tilteknum tíma í framtíðinni. Á móti lofi ríkið að taka ekki fleiri eyðslulán á meðan samkomjulagið stendur. Á þann hátt mun staða ríkissjóðs lagast með tímanum. 

Af hverju ekki að laga til í heilbrigðismálunum, örorku- og ellimálum. Allt mál sem skipta eigendur lífeyrissjóðanna máli. Eða treysta þingmenn sér ekki til að fara með fé án þess að það detti umsvifalaust í nýja gæluverkefni? Hvað segja þeir Óli Björn og Pétur Blöndal um það?

Lífeyrissjóðirnir geta létt undir. 


Davíð

er nafn sem menn hafa undur gaman að því að tala um fram önnur nöfn. Maður þarf ekki að segja föðurnafnið, það vita allir við hvern er átt. 

Við bloggarar förum ekki varhluta af skeytum sem fljúga til okkar þar sem skýringin á öllu sem aflaga fer í landinu er þessum eina manni að kenna. Þessi bloggari er ekki saklaus af því að hafa hnýtt í hann einhvern tímann eins og fleiri hefur hent. En oftar hefur hann verið með honum en á móti og er ánægður með það.

Það er viðurtekin rangtúlkun á hrunsögunni að það hafi verið þessu eina manni að kenna. Og líka auðvitað flokknum hans sem leiddi ríkisstjórnina sem fékk hrunið í fangið 2008.  Það er skondið að lesa Fréttablaðið í dag og sjá hvernig  einn mesti óhappamaðurinn  í íslenskri efnahagssögu frá þjóðveldisöld lýsti afskiptum sínum af hrunmálinu. Hallaði hann þar stórlega réttu máli og ló víða til eins og slíkra er von. Þegir auðvitað um eigin afglöp en klínir öllum slæmu á aðra en sig. Þannig verður útkoman sú er að hann hafi bjargað Íslandi eiginlega einn og sér. Það er auðvitað yfirgnæfandi ósvífni að ætlast til þess að einhver upplýstur maður trúi votti af því sem þarna segir. En þetta getur blekkt unga fólkið og svona umskrifun staðreynda er fyllilega lögleg þó annað orð lýsi þessu betur.

En í tilsvörum sem ég fékk frá leynigesti einum á blogginu mínu sem nefnir sig Prédikara eða Cachoetes Scribendi, þá stendur þetta:

“ Geir Haarde talaði samt á svipaðan veg í fjölmiðlum og Davíð í desember 2007 í viðtali. Davíð hafði oft áður sem forsætisráðherra talað eins einarðlega og hægt var sem forsætisráðherra án þess að ganga of langt í orðavali en var hrópaður niður af andstæðingum sínum á Alþingi sem í fjölmiðlum ekki hvað síst og var reynt að koma því inn hjá þjóðinni að hann hefði horn í síðu útrásarsnillinganna - sér í lagi Baugsböðlanna. Menn hlustuðu ekki á varnaðarorðin því miður.

En varðandi það sem eignað er Davíð í öllum sköpuðum hlutum, þá held ég að verði að taka undir það sem Stormskerið sagði í bloggi sínu sem og í Morgunblaðsgrein : „Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“

Már láðist í síðasta innleggi að minnast á að í í orðum Davíðs sjálfs sem og í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur kemur berlega í ljós að Seðlabankastjórar áttu fund í febrúar 2008 með ríkisstjórninni þar sem forsætis- og utanríkisráðherra sátu að minnsta kosti. Þar var varað við því að bankahrun yrði á næstu mánuðum, aldrei síðar en í október 2008.

Ríkisstjórnn kallaði á alla viðskiptabankana á sinn fund strax í kjölfarið. Þeir mættu með endurskoðendur sína og hlógu góðlátega að seðlabankastjórunum og sýndu „endurskoðað“ bókhaldið því til sönnunar að ekkert væri að óttast. Því gerði ríkisstjórnin ekki neinar ráðstafanir.

Þegar það kom í ljós að ríkisstjórnin myndi ekki bregðast við, setti Davíð á fót yfir 40 manna starfshóp sérfræðinga innan Seðlabankans til að undirbúa hrunið sem bankinn hafði varað við. Hefði Davíð ekki gert þetta þá hefðu íslensk fyrirtæki eða ríkisstjórn eftir 8. október ekki getað fengið greitt fyrir vörur sem seldar voru til erlendra birgja frá ÍSlandi, né heldur fengið innflutt eldsneyti, lyf né nokkuð annað frá útlöndum, sérstaklega ekki eftir að bretar settu Ísland á lista alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.”

Ég veit ekki hver þessi maður er sem þarna skrifar. En oftar en ekki stendur hann föstum fótum í sannleikanum og hefur víðfeðma þekkingu. Ég amast ekki við dulnefni hans þess vegna þó ég sé ekki aðdáandi slíks, þar sem mig grunar að hann hafi sínar ástæður til að dyljast.

Menn minnast offorsins í kommúnistunum  og forsætisráðherranum í í stjórninni sem var barin inn með búsáhöldunum til að koma ákveðnum manni út úrSeðlabankanum. Nótt eftir nótt voru sendar hryðjuverkasveitir að heimili hans til að varna honum og konu hans svefns. Ógnandi stóð þetta hyski vörð um húsið þó það reyndi ekki inngöngu.  Lygaherferðin var kynt nætur og daga og eineltið var í forgangi á öllum rásum af því að maðurinn var staðfastur í því að Íslendingar ættu ekki að borga “erlendar skuldir óreiðumanna”. Fyrst eftir að þjóðin hafði í tvígang hafnað kröfum kommúnista  sem vildu hengja Icesave klafann um háls þjóðarinnar, létti aðsókninni nokkuð. Það er því núna bara fyndið að horfa á þessa sömu aðila snúa öllu á haus og reyna að koma því inn eftir á að þeir hafi í raun bjargað þjóðinni úr klóm þessa sama manns.

Þegar maður spyr um álit almennings á stjórnmálamönnum síðustu áratuga þá er einn maður í sérflokki með þrefalt álit  þess sem næstur kemur. Sbr. skoðankönnun hér til hliðar. Hinn þögli meirihluti mun kíklega ekki láta blekkjast hvaða lygar sem afglapar og ómerkingar hafa skrifað og eiga eftir að skrifa um þennan mann.

Davíð finnst mér hafa dugað vel.


Af hverju borgar ríkið vexti

þegar það þarf þess ekki?

Í stað þess getur ríkið samið við lífeyrissjóðina um að þeir greiði núna fyrirfram og verðtryggt upp í þá skatta sem eftir er að draga af lífeyrisútgreiðslum. Ríkið fær núna þá skatta sem það hefur frestað að krefja með núverandi fyrirkomulagi og mun krefja þegar lífeyririnn verður greiddur út.  Annað ekki.

Þetta minnkar auk þess áhættuna af því að sjóðirnir tapi hlut ríkisins í ávöxtunartilraunum sínum. Þetta leysir skuldavanda ríkissjóðs og sparar hundrað milljarða vaxtagreiðslur á ári.

Af hverju skyldi ríkið ekki hugsa um hagsmuni sína og þá fólksins í landinu sem styndur þungan? Af hverju borgar ríkið alla þessa vexti þegar það þarf þess ekki? 


Hvað ef Óli Björn væri alvöru?

þingmaður en ekki vara? Þyldi þjóðfélagið enn beinskeyttari skrif um vandamálin? Óli Björn er eiginlega atkvæðamesti þingmaðurinn sem skrifar um þjóðfélagsmeinið sem er allt stór ríkisböllur eins og foringinn okkar í Sundlaugunm í Laugardal hann Björgvin af Vaðnesi orðaði það.

Óli Björn skrifar í dag:(bloggari feitletrar)

"Rekstur ríkisins og kostnaður vegna skulda nam alls 2.911 þúsund milljónum króna á fimm árum - frá 2009 til 2013 - eða að meðaltali 48,5 þúsund milljónum í hverjum mánuði. Þetta þýðir að frá falli fjármálakerfisins hafa útgjöld ríkissjóðs jafngilt 35,7 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

 

Þegar rýnt er í ríkisreikninga síðustu ára verður með engu móti hægt að halda því fram að forgangsröðun hafi ráðið för þegar útgjöld (fjárlög) ríkisins hafa verið ákveðin á hverju ári. Á sama tíma og vegakerfið - lífæð atvinnu- og mannlífs um land allt - molnar niður í bókstaflegri merkingu hafa milljarðar runnið úr ríkissjóði í pólitísk gæluverkefni. Um leið og stjórnmálamenn tóku ákvörðun um að skera niður í heilbrigðiskerfinu var haldið áfram með ríkisrekið velferðarkerfi valinna atvinnugreina. Það er nöturlegt að hugsa til þess að frá hruni hefur velferðarkerfi hinna fullfrísku verið varið betur en heilbrigðisþjónustan og samhjálpin við þá sem þurfa á raunverulegum stuðningi að halda. Og ríkisrekstur stjórnmálaflokkanna lifir góðu lífi.

 

»Blóðpeningar«

 

Það er kaldhæðnisleg staðreynd að liðlega ein króna af hverjum tíu sem renna úr ríkissjóði skuli fara í að standa undir fjármagnskostnaði. Á umræddum fimm árum hefur ríkissjóður greitt alls 368 þúsund milljónir króna í vexti en fyrir þá fjárhæð væri hægt að reka Landspítalann í níu ár. Fjármagnskostnaður ríkisins hefði dugað til að byggja fjóra nýja Landspítala og endurnýja húsnæði og tæki.

 

Að meðaltali greiddu íslenskir skattgreiðendur liðlega sex þúsund milljónir króna í vexti í hverjum einasta mánuði. Hægt er að reka Sjúkrahúsið á Akureyri í heilt ár og þremur mánuðum betur fyrir svipaða fjárhæð. Mánaðarlegur fjármagnskostnaður er svipuð fjárhæð og ríkissjóður lagði samtals á síðasta ári til Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólans á Akureyri, Menntaskólans að Laugarvatni, Menntaskólans við Hamrahlíð, Menntaskólans við Sund, Menntaskólans á Ísafirði, Menntaskólans á Egilsstöðum, Menntaskólans í Kópavogi, Kvennaskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.

 

Við getum sett »blóðpeningana« í annað samhengi:

 

Frá 2009 til 2013 nam fjármagnskostnaður ríkisins liðlega 4,5 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Ríkissjóður hefur þurft að leggja »blóðskatta« á einstaklinga og fyrirtæki til að standa undir kostnaði vegna skulda sem jafngildir liðlega 75 þúsund krónum í mánuði á hverja fjölskyldu, eða um 904 þúsund krónum á ári.

 

Að óbreyttu verður »blóðskatturinn« innheimtur á komandi árum í formi hærri skatta og lakari þjónustu og innviða. Kostnaður vegna gríðarlegra skulda ríkisins er því þungur baggi.

 

Villigötur fjárlaga

 

Í október síðastliðnum hélt ég því fram á þessum stað að við hefðum ratað á villigötur þegar teknar væru ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna. Samkvæmt fjárlögum ársins 2013 samþykkti Alþingi að setja nær 136 þúsund milljónir króna í annað en það sem telst frumskylda ríkisins og voru vaxtagreiðslur þá ótaldar. Á sama tíma var skorið niður í heilbrigðismálum, löggæslu og samgöngumálum, þjónusta við eldri borgara var látin sitja á hakanum og menntakerfið var skorið inn að beini. Í stað þess að aðstoða þá sem standa verst að vígi við að lifa mannsæmandi lífi var annað sett í forgang.

 

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rétti kúrsinn nokkuð af við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár, en það er mikið verk óunnið. Enn fara tæplega fjórar krónur af hverjum tíu úr ríkiskassanum í annað en það sem skiptir mestu og enn er sóun innan stjórnkerfisins, sem er of stórt og óhagkvæmt.

 

Markmið um hallalaus fjárlög er gott en nægir ekki eitt og sér til þess að lækka fjármagnskostnað ríkisins annars vegar og tryggja hins vegar raunverulega forgangsröðun útgjalda. Það þarf að gjörbreyta vinnubrögðum við fjárlagagerðina, sem á fyrst og fremst að taka mið af grunnskyldum ríkisins og hefja umfangsmikla sölu ríkiseigna.

 

Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, því fram að yfirsýnin við fjárlagavinnuna væri ekki nógu góð. »Ég fullyrði að menn eru almennt ekki meðvitaðir um þróunina í ríkisfjármálum,« fullyrti þingmaðurinn. Undir þessi orð skal tekið.

 

Tvær flugur

 

Í samantekt Guðlaugs Þórs um þróun ríkisútgjalda frá 2007 til 2012 kemur vel fram hve mjög hallaði á heilbrigðisþjónustuna. Upplýsingar um liðlega sjö þúsund milljóna króna útgjöld til rannsóknanefnda Alþingis, umboðsmanns skuldara, stjórnlagaráðs, þjóðfundar, landsdóms og ESB-umsóknar frá hruni bankakerfisins sýnir betur en flest annað hve forgangurinn er orðinn brenglaður.

 

Þingmenn gætu slegið tvær flugur í einu höggi þegar þing kemur saman í september. Þeir gætu tekið lítið skref í átt að því að draga úr ríkisumsvifum og um leið forgangsraðað af skynsemi. Þeir gætu afnumið lög um fjármál stjórnmálasamtaka - hætt ríkisrekstri stjórnmálaflokkanna. Einhverjir gætu haldið fram að það væri táknrænt að »einkavæða« pólitíska starfsemi enda samrýmist ríkisrekstur stjórnmálanna illa hugmyndum um opið og frjálst þjóðfélag. "

 

Þarna er gripið á mörgum kýlum. Í stað þess að greiða svona svimandi upphæðir í fjármagnskostnað gæti ríkið sótt peningana sína í lífeyrissjóðina. Taka hreinleg nægilegar þúsundir milljarða úr sjóðunum gegn kvittun upp að þeir hafi þarmeð greitt skatta af útgreiðslum úr sjóðunum sem þeir megi framvísa þegar þar að kemur. Einfalt, en skilvirkt.

Ríkisrekstur á stjórnmálaflokkunum er önnur vitleysan sem Sjálfstæðismenn létu litlu ljótu kommaflokkana þvæla sér út í. Í stað þess að fjármál stjórnmálaflokka komi engum við, hvorki skattstofum né öðrum meðan ekki er um annað að ræða en frjáls félagasamtök sem eru eingöngu kostuð af almennum félagsmönnum eins og saumaklúbbar, þá er allt stjórnmálastarf á opinberu framfæri. Þetta skipulag kallar á það að heilmargar hugsjónir verða útlægar og menn verða of latir til að nenna að berjast og of feitir til að flýja.

Svo lítill eldmóður er yfirleitt í litlu ljótu sérvitringaflokkunum að þeir geta fáu frá sér komið nema að fá að sjúga ríkisspenann.  Fjöldasamtökum eins og Sjáflstæðisflokknum er ekki vorkunn að krefjast starfa af sínum flokksmönnum. Þá mun líka gerð þeirra sem veljast til forystu breytast almennt frá því að verða puntudúkkur og dekurrófur til þess að verða alvöru stjórnmálamenn sem okkur vantar svo sárlega í stað fyrir þetta venjulega þinglið okkar sem á svo oftlega uppruna sinn í opinbera geiranum með verðtryggðu réttindin. Og verður þannig sjálfkrafa að varðhundum kerfisins. Okkur vantar fólk sem verður að sanna sig í baráttunni í grasrótinni áður en það fær þingsæti fyrirhafnarlaust jafnvel með tilstyrk óskyldra þrýstihópa.  Þetta myndi fækka flokkum og koma meiri festu á stjórnmálin en nú er.

Það verður gaman þegar Óli Björn verður alvöru þingmáður og getur farið að beita sér sem slíkur. 

 

 

 


Allir nema eigandinn

eru spurðir um hvað þeim finnist um þá kvikinsku útvarpskommanna að taka bænakvakið af dagskránni. Nokkuð sem sannanlega hefur mikla hlustun og kostar nánast ekki neitt í samanburði bruðlið á vinstrisinnaða menningarsviðinu.

Af hverju eru þeir sem skylduáskriftina greiða  ekki spurðir um hvort þeir vilji hálfar bænir eða heilar? Af hverju á æðsti Strumpur einn að ákveða  hvað hann spili á  þjóðarkassanum? Af hverju  gefur hann Útvarpi Sögu svona feitan bita frítt?  

Af hverju ekki að spyrja eigandann að því hvort hann vilji kvöldbæn?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3417961

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband