14.12.2011 | 23:08
Beðið eftir slysi
á vestari akrein á Arnarnesvegi sem liggur fram hjá Roðasölum 1 í Kópavogi. Þar teygja sig furðulegar eyjar inn í akreinina sem erfitt er að sjá tilgang í og maður er ekki meira en svo viss um að sleppa við þær í myrkrinu. Og nú í skammdeginu skapar götulýsingin sem er aðeins vestan megin við götuna villuljós og blindu á vestari akreininni.
Ég er eiginlega hálfnervös að keyra þarna í myrkrinu og vondu skyggni. Það væri ekki gott að sjá dökkklædda veru á ferð. Svo er þetta fínt þegar maður nálgast hringtorgið fína við Versali
Er ekki hægt að laga þetta áður en það verður of seint?
Þarf að bíða eftir slysi?
14.12.2011 | 08:15
Komdu ef þú þorir
virðist Árni Páll segja við Jóhönnu.
"Ekki var hægt að skilja Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Silfri Egils síðasta sunnudag, með öðrum hætti en að hann sé ágætlega sáttur við að hverfa úr ríkisstjórn. Hann brosti sínu breiðasta, tók til varna fyrir Jón Bjarnason en varaði við að Steingrími J. Sigfússyni yrði færð of mikil völd.
Árni Páll hefur áttað sig á því að það væri pólitísk gæfa ef Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tæki þá ákvörðun að fórna honum til þess eins að bola Jóni Bjarnasyni hinum óþekka ráðherra úr ríkisstjórn. Með því fái hann nýtt tækifæri til að sækja fram sem forystumaður Samfylkingarinnar."
Svo segir á T24 hjá Óla Birni.
Þessi skæra stjarna fyrrum Alþýðubandalagsins virðist ekki hafa tapað trúnni á "Brinkmanship" kaldastríðsins. En það var nokkurskonar komduefþúþorir stefna. En er ekki Árni um leið búinn að valda Jón Bjarnason með þessu og var hann þó valdaður fyrir af Ögmundi. Þetta kemur í veg fyrir frekari framsókn Steingríms í Machtpolitik hans yfir efnahagsmálunum. Jóhanna verslar ekki við hann með þetta allt opið.
Ríkisstjórnin fetar flughála stigu og verður fyrir vikið enn afkastaminni og árangurslausari fyrir þjóðina í því að gera nokkurn skapaðan hlut. Gersamlega ónýt til neins nema hækka skatta og skipta skortinum milli manna. Ekkert framtak í neinu sem byggir upp. Forsætisráðherra sem segir tölur um landflóttann byggðar á miskilningi.
Pólitíkin viðist byggjast upp á því einu að segja við samráðherra sína:
Komdu ef þú þorir!
13.12.2011 | 22:43
Fjármál stjórnmálaflokka
fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega er allt grunsamlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur styrki eða einstakir frambjóðendur flokksin eru duglegir að sníkja.
Þegar upplýstist að flokkurinn hefði fengið drjúga peninga frá ljótum fyrirtækjum Björgólfa og Baugs svo og að Guðlaugur Þór hefði fengið drjúgt frá sömu aðilum, þá varð allt vitlaust í herbúðum vinstrimanna því þeir þóttust vera heilagir að vanda. Annað kom svo í ljós.
Ungur formaður Sjálfstæðisflokksins tók þessum árásum óstinnt og sagði flokkinn myndi skila styrkjunum, sem margir flokksmenn voru ekki ánægðir með. Enda voru skilin kannski örðug þar sem flestir styrkjendur voru komnir á hausinn eftir útrásina.
Samfylkingin þurfti ekkert að forsvara sína styrki, hvað þá talaði hún um að skila þeim í fjölmiðlum. En vitað er um meðal annars þessa styrki árið 2006:
FL GROUP hf
3.000.000
FL GROUP hf
5.000.000
Baugur Group hf
. 5.000.000
Dagsbrún
. 5.000.000
Íslandsbanki hf
5.500.000
Exista hf
3.500.000
Kaupþing hf
. 11.500.000
Landsbanki Íslands hf
. 8.500.000
Af þessu var engu skilað sem rétt er.
Fyrir liggur nú að það er búið að veðsetja Valhöll vegna fjárskorts hjá flokknum. En Alþýðuhúsið hf og Sigfúsarsjóður sjá Samfylkingunni fyrir húsaskjóli og eitthvað ættu þeir að eiga til af þessum aurum öllum.
Það er umdeilt hvort stjórnmálaflokkar eigi að njóta opinberra styrkja.Margir Sjálfstæðismenn eru á móti því og telja að flokkarnir eigi sjálfir að afla sér fjár með auglýsingum, gjöfum og styrkjum. Við horfum á smáklofningsflokka á þinginu bítast á um krásirnar og ekki finnst öllum jafnt skipt frekar en Silfri Egils.
En eigi flokkar að sjá um sig sjálfir þá eiga þeir heldur ekki að vera með opið bókhald heldur eru fjármálin einkamál. Fólk getur gjaldfært auglýsingareikninga frá flokkunum án vsk, en Skattstofuna á ekki að varða hætishót um annan rekstur saumaklúbba eða stjórnmálaflokka. Greiði flokkarnir laun þá skila þeir gjöldum, kaupi þeir af verktökum telja þeir sjálfir fram.
Séu flokkarnir á opinberu framfæri þá er það uppi á borðinu hvað þeir fá. Annað varðar heldur engann um. Það var fáránlegt að gera stjórnmálaflokka bókhaldsskylda yfirhöfuð. Þetta eru frjálsir félagsskapir fólks eins og fleiri og um fjármál þeirra varðar óviðkomandi ekki neitt.
13.12.2011 | 07:55
Segjum upp Kyoto bókuninni
eins og Canada:
"Peter Kent, umhverfisráðherra Kanada, tilkynnti í gærkvöld að Kanada ætli að segja sig formlega frá Kyoto-bókuninni um niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda.
Kanada verður fyrsta ríkið til að segja sig frá bókuninni frá því að hún var samþykkt árið 1997. Kent sagði að bókunin væri ekki lausn á loftslagsvandanum á heimsvísu, ef nokkuð væri hún Þrándur í Götu. Rétta leiðin væri að gera nýjan, lagalega skuldbindandi samning þar sem öll þau ríki, sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum, væru með, en gerði um leið kleift að halda uppi hagvexti.
Kanadastjórn féllst á sínum tíma á að skera niður losun á koltvísýringi þannig að losunin á næsta ári yrði 6% minni en árið 1990. Losunin hefur þess í stað aukist um 35%. Kent sagði að með því að nýta sér lagalegan rétt sinn til að segja sig frá Kyoto-bókuninni slyppi Kanadastjórn við að greiða himinháa sekt. Sektin hefði orðið allt að 14 miljarðar dollara, eða sem svarar næstum 200 þúsund krónum á hverja fjölskyldu í Kanada."
Af hverju erum við að leggja á okkur að kaupa losnarheimldir ef við þurfum þess ekki?
Segjum samkomulaginu upp eins og Canada enda er þessi gróðurhúsaumræða alveg eins byggð á sandi eins og vísindalegum sönnunum.
13.12.2011 | 07:50
Hlustið á Farage
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=vXsk0jroOog#! verja Cameron
Hlustið svo á ræður Evrópusinnanna um einangrun Bretlands.
Farage fer yfir það hvernig EES samningurinn færir mönnum kostina af samstarfinu við ESB án þess að færa því ókosti fisveiðistjórnunarinnar, hvalveiðabanns,og fleira og fleira.
Þetta er örstutt en skilmerkilegt hjá Farage eins og hans er háttur.
13.12.2011 | 07:41
Uppskipting RARIK var óþörf
í Orkusöluna að því að Eiríkur Hjálmarsson upplýsir í Morgublaðinu í dag:
"Ársreikningar Orkuveitunnar sýna aðskilin uppgjör raforkusölu, raforkudreifingar, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Engin íslensk rafveita er af þeirri stærð að hún heyri undir tilskipun Evrópusambandsins um aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisþátta í sitthvort fyrirtækið.
Ríkisvaldið ákvað árið 2007 að gera ríkari kröfur um uppskiptingu raforkufyrirtækja hér á landi en Evrópusambandið gerir.
Verðlagning á orkumarkaði sætir eftirliti ríkisvaldsins - Orkustofnunar, Samkeppniseftirlitsins og iðnaðarráðuneytisins."
1.Vilja RARIK og Orkusalan vinsamlegast upplýsa þróun raforkuverðs í Bláskógabyggð miðað við hvað sem er, brenniivín, bensín, launavísitölu,byggingavísitölu sem sýna mér fram á að notandinn borgi lægra raforkuverð eftir uppskiptinguna en fyrir hana?
2.Og líka má upplýsa hversvegna skiptingin var framkvæmd, sjónarmið hvors fyrirtækisins fyrir sig en ekki samræmda skoðun. Þetta eru jú sjálfstæð fyrirtæki var það ekki tilgangjurinn?
3. Líka starfsmannafjölda hvors fyrirtækis fyrir og eftir uppskiptin.
4 Hvaða hagræði hef ég sem neytandi haft af uppskiptingunni?
5. Vélknúinn ökutækjafjölda fyrir og eftir.
6. Hver fyrirskipaði upskiptinguna.
Ég hef nefnilega ekki rekið mig á annað en að uppskiptingin hafi verið óþörf hvað mig snertir og mína fjölskyldu eins og Ragnar Reykás sagði.
En þið lesið líklega ekki vesæl blogg.
12.12.2011 | 23:08
Sekir en ekki sýknir
eru þeir Baugsmenn sem voru sakfelldir í skattamálinu í Héraðsdómi. Ákæruvaldið klúðraði enn einu sinni þannig að þeim var ekki dæmd refsing.
Það er heldur fyndið þegar Jakob Möller verjandi þeirra segir að þetta sé eiginlega sama og sigur. Ef Íslendingar tapa fyrir Dönum 14:2 þá er það tap en ekki hérumbil sigur.
Að vísu fer málið til Hæstaréttar en breytir það einhverju? Er ekki fyrning fyrning en ekki hérumbil fyrning? Alveg eins og sakfelling er sakfelling en ekki hérumbil sýkna.
12.12.2011 | 13:22
Er þetta í lagi ?
spurðu menn sig um Jónas frá Hriflu þegar mönnum blöskraði framganga hans á árum áður.En Jónas bar þá ægishjálm fyrir allt stjórnmálalíf í landinu og engu ráði var ráðið nema hann kæmi þar að. Það fór geðlæknir heim til hans til að athuga hvort maðurinn væri hugsanlega búinn að ofkeyra sig. Auðvitað var geðlæknirinn úrskurðaður pólitískur flugumaður og rekinn og Jónas hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. En smátt og smátt einangraðist Jónas samt og menn fóru að sjá að maðurinn var varla einhamur í atferli sínu. Ekki vantaði þó sannfæringarkraftinn hjá Jónasi og trúna á eigið ágæti og allir sáu að hann lagði fram mikið starf. En stefna hans og hugmyndir voru bara ekki í lagi til lengri tíma litið.
Steingrímur J. Sigfússon var spurður um það í útvarpsþætti hvort hann ætlaði að hætta í stjórnmálum á einhverjum tíma. Hann sagði að það gæti hugsanlega komið að því. En ekki eins og á stæði, hans væri enn þörf til að leiða þjóðina út úr kreppunni. Helst virtist skoðun hans á sjálfum sér og mikilvægi sínu minna á söguna af Móses sem þurfti að leiða þjóð sína útúr eyðimörkinni.Því verki yrði hann að ljúka því það gætu það ekki aðrir.Er þetta ofmat á eigin ágæti eins og hjá Jónasi frá Hriflu?
Jón Valur Jensson skrifar um Icesave í Morgunblaðið á laugardaginn var. Þar bendir Jón á það,að 1. október s.l. hefðu 110 milljarðar verið fallnir á ríkissjóð Íslands í VÖXTUM einum, án afborgana, hefði verið staðið við Iceave I eða Svavarssamninginn sem Steingrímur var búinn að undirrita. Hvaðan hefðu sá peningur komið? Hvað var hægt að láta vera að greiða úr ríkissjóði umfram þær greiðslur úr ríkissjóði sem Steingrímur nú telur sér til tekna að hafa komið í veg fyrir og kallar hagræðingu? Svo sem niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, lokun sjúkradeilda og lækkun bóta?
Ætla fjölmiðlar að taka undir með Steingrími að hann sé búinn að vinna stórvirki í endurreisn landsins? Hér sé allt að lagast, hagvöxtur að hefjast og landið að rísa? Á sama tíma sem met-landflótti er brostinn á? Útflutningshraði fólksins okkar hefur aukist um 40 % þegar hagvöxturinn er hafinn? Nú fara 7 manns úr landi dag hvern í stað 5 áður.Og æ fleiri hyggja á brottflutning samkvæmt traustum fréttum RÚV ? Vaxandi fjöldi fólks sér að þetta er ekki í lagi. Ríkisstjórnin hangir saman á Evrópubandalagsumsókninni, skattlagningarhagfræðinni og stóriðjufælninni. Fjárfestingar í atvinnulífinu fara ekki á stað við þessar aðstæður.
Steingrímur segir líka á öðrum stað að nauðsynlegt sé að halda ákærunni á Geir Haarde fyrir Landsdómi til streitu. Steingrímur er einn af forgöngumönnunum fyrir því að Geir var ákærður. Samt er talið að Neyðarlögin sem Geir flutti fram en Steingrímur stóð ekki að, hafi bjargað þjóðinni frá verra. Hver verður hans eigin hlutur þegar upp verður staðið? Mun einhver nenna að draga hann til ábyrgðar fyrir bankabraskið og Sjóvármálið svo eitthvað sé nefnt ?
Er það í lagi að skattleggja lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar til að niðurgreiða vextakostnað almenning sem ríkisstjórnin ákveður sjálf að mestu leyti? Ríkisstjórnin stjórnar Seðlabankanum og réði Seðlabankastjórann. Hversvegna þarf ríkisstjórn að greiða niður vaxtastig sem hún stjórnar sjálf?
Einhver kynni að spyrja sig hvort þessi Steingrímur sé heppilegur til að leiða þjóðina áfram? Ég kem ekki auga á að svo sé. Hvað sem hann sjálfur segir um árangur sinn þá er hagvaxtarspá hans á hæpnum rökum reist og nýsamþykkt fjárlög hans með fæðingargalla þar sem útgjaldaliðir og tekjuliðir eru van- og ofáætlaðir. En hann virðist trúa blint á eigið ágæti og ekki afast eitt augnablik að hann viti einn alla hluti. Svona rétt eins eins og var með Jónas frá Hriflu.
Ríkisstjórnin virðist lifa í þeim heimi að þjóðin hafi yrfirþyrmandi áhuga á ráðherraköplum hennar og jafnvel stjórnarskrárbreytingum og inngöngu í ESB. Það er alls ekki svo að fólk beri afgerandi meira traust til Steingríms eða Jóhönnu en til dæmis Jóns Bjarnasonar? Fátt bendir í raun til þess að svo sé.
Eitt má telja nokkuð víst að þetta Alþingi sem heldur þessari ríkisstjórn á lífi með baktryggingu hinnar nýju stjórnmálastjörnu Guðmundar Steingrímssaonar er í minnkandi áliti meðal fólks. Það trúir ekki að að þingið muni koma sér saman um raunhæfar leiðir. Það sé ekki lengur traustsins vert? Ríkisstjórnin á líklega vísan stuðning Hreyfingarinnar ef í harðbakkann slær. Óvíst er hvort Hreyfingin á afturkvæmt á Alþingi í nýjum kosningum og að ógleymdum launaða listamanninum? Þetta fólk kærir sig ekki um kosningar og því situr þessi stjórn og situr.
Þessi staða er þjóðinni ekki til framdráttar og tefur fyrir að batinn komi. Er ekki fullreynt að úrræði Steingríms í efnahagslífinu sem eru skattar á skatta ofan eru ekki í lagi og leiða ekki til neins nema meiri þrenginga og meiri landflótta? Er það ekki nægur vitnisburður um ríkisstjórnina að fólkið greiðir atvkæði með fótunum?
Eða er stjórnarandstaðan svona hræðileg að þetta sé bara í lagi þessvegna? Hún bjóði ekki uppá neitt? Þessu virðast stjórnarsinnar trúa og hafa yfir oft á dag.
En geta menn haldið þessu fram eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar efnahagstillögur sínar og síðan lagt fram heildarstefnu eftir landsfund sinn? Hvað kostar það þjóðina að halda áfram á núverandi helvegi í tvö ár í viðbót í stað þess að gefa uppá nýtt? Fyrir eigin upphefð eru menn tilbúnir að fórna öllu öðru. Það er þetta sem verðfellir stjórnmálin í huga fólksins. Þegar við blasir að árangur er ekki að nást þá er bara hangið og hangið.
Þetta er ekki í lagi.
Er það kannski ekki í lagi að hugsa svona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2011 | 19:08
Einn skattur á dag
kemur skapinu í lag.
Þrjár krónur og fimmtíu ofan á bensínið sem einstæða móðirin þarf að kaupa á bílinn sinn til að keyra barnið í leikskólann og sjálfa sig í vinnuna. Ekki gleymir norræna velferðarstjórnin sínum minnstu bræðrum.
Svo kemur gistináttagjaldið uppá 100 kall á svefnpokapláss og tjaldstæði eins og rúmið á 101 um áramót. Það sjá allir hversu göfugt jafnræði er í slíkum nefgistiskatti.
Enda sagði Indriði að öll líifsins gæði beri að skattleggja. You aint seen nothing yet!
Einn skattur á dag kemur skapinu í lag.
11.12.2011 | 13:07
Látum hann bara tala
sagði Harry S. Truman um mótframbjóðanda sinn General McArthur.
Í Silfri Egils var viðtal við Heiðu og Guðmund Steingríms. Egill spurði þau bæði fyrir hvað þau stæðu í pólitík. Heiða kvaðst ekki geta svarað því. Guðmundur útskýrði hversvegna hann væri ekki Samfylkingarmaður, hann fílaði sig ekki sem krata. Og hann þyrfti ekkert að vera í Framsókn eins og pabbi og afi. Annað fannst mér lítið kom frá þeim nema einhverjir almennir frasar sem þau sögðust þó bæði vera orðin leið á í íslenskri pólitík. Heiða vildi fá nýtt fólk í pólitík því hún væri orðin leið á sömu nöfnunum alltaf frá 1983. Hún vill í framboð og Guðmundur líka.
Endursýnum þennan þátt Egils seint og snemma. Þjóðin þarf að skilja pólitík.
Látum Besta Flokkinn, Heiðu og Guðmund bara tala.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.12.2011 | 12:30
Skattleggjum lífeyrissjóðina !
segir Steingrímur J. Sigfússon berum orðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Þá græða bæði sjóðirnir og eigendur þeirra og öll þjóðin líka!
Við ætluðum að taka fjármuni af lífeyrissjóðunum með góðu eða illu til að borga í vaxtabótakerfið. Nú er bara harða leiðin eftir því þeir vilja ekki borga með góðu. Það er eina leiðin að mati þessa manns, að skattleggja og innheimta. Skattleggja líka innheimtu-og vaxtagróða bankanna sem hann gaf vogunarsjóðunum. Hvaðan skyldi sá gróði koma? Man einhver eftir teikningunni hans Storm P þar sem kallinn skar rófuna af hundinum og gaf honum að éta?
Lífeyrissjóðirnir sem í upphafi áttu að vera til að borga lífeyri til þeirra sem í þá borga eru núna orðnir skattstofn í augum Steingríms.Í hvað eiga peningarnir að fara? Í vaxtabótakerfið segir Steingrímur.
Hverjir fá peningana sem vaxtabæturnar eru? Sjá það ekki allir? Hverjir eru stærstu ákvarðendur í vaxtakjörum almennings?
Í heild er þetta viðtal gagnlegt til að skyggnast inn í hugarheim Steingríms J. Sigfússonar. Hann trúir því í raun og veru að hann hafi bjargað þjóðinni með ríkisstjórnarsetu sinni. Maðurinn sem skrifaði undir Icesave I sem hefði kostað heil fjárlög bara í vexti. Herre Gud! Hann heldur í raun og veru að hann sé að bjarga þjóðinni og hann verði að vera áfram í pólitík til að leiða þjóð sína út úr eyðimörkinni eins og Móses! Hann geti ekki hætt vegna þess að hann sé ómissandi! Herre Gud!
Það sé sanngirni í því að sækja peninga í Lífeyrissjóðina með ofbeldi til að borga í vaxabótakerfið. Sanngirni gagnvart skuldlausum eigendum lífeyrisins. Sanngjarnt gagnvart opinberum starfsmönnum sem þiggja óskertan lífeyri frá skattgreiðendum beint eins og Steingrímur mun sjálfur gera í fyllingu tímans.
Hvað á þjóðin að þjást lengi enn af völdum þessa manns og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Nú geta menn borið þessar aðgerðir saman við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar í skuldamálum heimilanna. Látum nú forystumenn flokksins skýra þetta út fyrir fólkinu sem valkost við vitleysunni.
Íslands óhamingju verður allt að vopni sögðu menn einu sinni.
Þessi steingrímski skattur á lífeyrissjóðina er bara byrjunin ef maðurinn fær að leika lausum hala öllu lengur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2011 | 19:30
The Wild We(n)st(re) Show
Buffolo Bill náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum á sínum tíma. Billi ferðaðist með the Wild West Show um víða vegu og er enn heimsfrægur fyrir. Bill þessi var alíslenskur maður sem hét Vilhjálmur úr Skagafirði að því að Kiljan segir. En hann varð frægur fyrir að drepa fleiri vísunda á dag en nokkur annar úti á gresjunm meðan rányrkjan stóð þar yfir.
Nú er kominn fram nýr Billi í póltíkinni. Hann heitir Guðmundur Steingrímsson og virðist ætla að toppa gamla Billa í vísundadrápi. Nema Guðmundur drepur af sér flokka og kjósendur þeirra á vinstri vængnum sem enn ganga á hugsjónagresjunum göfugu. Og up rísa nýir kjósendur eins og Einherjar í Valhöll þegar þeir hafa drepið af sér mótstöðumenn í gamni og skemmtilegheitum.
Guðmundur er búinn að skilja Samfylkinguna eftir flegna á blóðvellinum, og Framsóknarflokkinn að minnsta kosti haussviðinn sem hélt að hann ætti alla þessa góðu flokksætt trygga. Og nú ætlar Guðmundur að stíga inn í villta vinstrið með enn einn flokkinn okkur til bjargar. Þó að ekki hafi enn fundist nafn á sýningna er þegar búið að ráða í sýningarstjóraembættin en í þeim verða Guðmundur og Heiða Ríó-Helgadóttir. Stefnuskráin og nafnið á flokknum kemur svo síðar.
En allir sem eitthvað fylgjast með pólitík vita fyrir hvað Guðmundur stemdur eftir áralanga hugsjónabaráttur hans. Enda hefur hann verið óþreytndi að kynna kjósendum sinum hugsanir sínar á umliðnum árum í ótal blaðagreinum og fjölmiðlauppákomum auk þess sem hann leikur listavel á hljóðfæri. Heiða mun svo væntanlega sjá um það sem útaf stendur.
Vinstri menn almennt virðast ekki getað tollað lengi saman í aðeins tveimur hlutum, sem hétu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið þegar Kommúnistaflokkurinn var búin nað myndbreytast næst síðast.
Eftir var að að stofna
Bandalag jafnaðarmanna
Samtök um kvennalista
Samtök um jafnrétti og félagshyggju
Þjóðvaka, hreyfingu fólksins
Hreyfinguna
Samfylkinguna
Vinstrihreyfinguna - grænt framboð
Þjóðvarnaflokkinn Frjálsa þjóð,
Samtök frjálslyndra og vinstri manna(hvernig sem menn geta séð samhengi þar á milli)
Allt er þetta auðvitað af því að jafnaðarmenn eru svo jafnir að þeir geta ekki staðið hlið við hlið frekar en svínin í sögu Orvells. Allt sameinast svo í því sem afi Guðmundar sagði og faðir hans gerði að sínum: "Allt er betra en Íhaldið".
Svo á að vera gaman í þessum nýja flokki, annars hættir hún Heiða. Hvað þarf að ganga á til að Guðmundur hætti er ekki gefið upp fyrirfram enda á það ávallt að koma á óvart svo það sé þá skemmtilegt eins og dæmin sanna.
Aðalatriðið að þetta á að vera skemmtilegt segir hún Heiða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 3421122
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko