Leita í fréttum mbl.is

Ljósið við enda gangnanna ?

 

Vorið er framundan. Það lengist dagurinn um 6 mínútur á dag. Brumin á öspinni roðna í garðinum hjá mér. Það verða fræin og brumin sem kveikja lífsneistann þegar  fannferginu annarsstaðar á landinu léttir. Það vorar aftur á Íslandi eins og hefur venjulega gerst í þúsund ár. Þó hafa komið hér ár þegar ekki voraði. Þá var sólvirknin í lágmarki þó að gróðapungurinn Al Gore væri ekki fæddur og engin CO2 aukning væri í lofti þá fremur en núna.

En hvort það vorar í hjörtunum í landinu veit ég ekki. Ég er að kynnast svo mikilli neyð þessa dagana hjá venjulegu fyrrum  vinnandi fólki sem ríkisbankarnir eru um það bil að taka af lífi að það hálfa væri nóg. Ríkisstjórnin sem við kusum hefur að ég fæ séð ekkert gert og er ekkert að gera í málefnum fólksins eða skuldaranna. Hún hugsar bara um fjármagnseigendurna sem er Alþýðusambandið og Lífeyrissjóðirnir sem beygja Samtök atvinnulífsins undir sig því þá þyrstir svo í ódýr lán og eftirgjöf skulda. Lífeyrissjóðirnir eru að mínu viti núverandi óvinir fólksins, sem eru að taka heimilin af fólkinu með yfirlýsingum um að þeir muni hugsanlega geta látið sama fólkinu líða betur einhverntíman seinna þegar ellin hefur sótt það heim. Varðhundar vístölunnar! 

Útgerðarmenn hóta að fara í land ef ríkisstjórnin hróflar við kvótakerfinu. Þeir halda á gjaldeyrisöfluninni og hika ekki við að hóta okkur öllum. Flugumferðarstjórar hóta verkfalli. Atvinnulausum fjölgar á hverjum degi. Læknar eru að flykkjast úr landi. Allir sem vettlingi valda fara því að skattaparadís Steingríms J. býður ekki uppá neitt nema skiptingu á skorti næstu árin. Vístöluguðinn er óskeikull á þeim bæ og honum sungið hósíanna á Akureyrarfundi VG í dag.  

Til hvers erum við þessar hræður sem eftir erum að halda úti Háskólum ef afurðirnar flýja land hver í kapp við annan ? Mér er sagt að verkfræðistofurnar okkar hanni  virkjanir alla daga sem eiga  að byggjast allar á sama árinu eftir 2013 þannig að þá verði fyrirsjáanlega að flytja inn þúsundir af Kínverjum svo hægt verði að manna störfin.

 Alveg endurtekning á Kárahnjúkavirkjuninni.  Hvað græddu Íslendingar raunverulega á þeirri framkvæmd og æðibunuganginum þar þegar allt verður talið ? Til hvers var allur sá hávaði ?

Vístalan rýkur upp við hverja skattahækkun ríkisstjórnarinnar og skuldir heimilanna hækka. Atvinnutækin hrúgast upp í Hafnarfjarðarhöfn og bíða þess að seljast úr landi. Þeir sem keyptu þau gjalda nú mismuninn með aleigu sinni  og fjölskyldu sinnar.Missa allt sem þau höfðu stritað  fyrir í áratugi. Á altari gengisfellinga og vísitölunnar.

  Brennivínshækkunin síðasta hækkaði skuldir heimilanna um hálfan eða heilan milljarð vegna óbreytanlegrar vísitölunnar sem Alþýðusambandið stendur vörð um. Bensínhækkunin líka. Virðisaukaskattshækkunin líka. Dýrð sé Steingrími J og Indriða í upphæðum-Amen.

 Skjaldborgin hennar Jóhönnu sem átti að vera um um heimilin er því  miður skjaldaröð  rukkaralegíónanna sem eru að  ráðast til atlögu við heimilin í landinu.

Er ljósið við enda gangnanna framljósið á hraðlestinni sem nálgast á fullri ferð ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég næ engu sambandi við neinn lengur sem ofbýður ástandið. Það hlýtur allt að vera á uppleið í þjóðfélaginu.Engin vandamál. Þessar hundruð uppboðsauglýsingar hljóta að vera misskilningur. Fólkið er ánægt. Fundur VG á Akueyri endaði með sameiningu um að stefna inní Evrópubandalagið þó flokkurinn sé á móti því. Icesave er ekki til lengur, Svavar og Indriði eru búnir með það mál þannig að flokkurinn ræðir það ekki meira. VG er sameinað að baki Steingríms.

Ég held að ég hætti að blogga og taki mið af einhug VG á Akureyri. Þetta er það sem þjóðin vill. Ein Volk, ein Reich, ein Führer !

Halldór Jónsson, 18.1.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband