Leita í fréttum mbl.is

Ætla þau bara að horfa á ?

Ætlar þessi skjaldborgarvinstrinorrænavelferðarríkisstjórn bara að horfa á þegar upplausn samfélagsins hellist yfir ?

Maður horfir á sýslumennina hampa bláleitum bunkunum með hundruðin nauðungarsöluskjalanna. Hafa menn hugleitt hvaða afleiðingar það muni hafa ef þetta gengur fram ?

Millistétt Íslands verður útrýmt. Þúsundir fólks missir aleiguna og verður sett á vergang í umboði fjármagnseigendanna. Hvað eru þeir að hugsa í lífeyrissjóðunum, nýju bönkunum, og íbúðalánasjóði. Er kreppan og atvinnuleysið bara búið af því að það er búið að hækka skattana og brennivínið? Og vístöluna til þess að lánin hækki í takt. Vístalan er heilög stærð og ekkert fær breytt útreikningi hennar hvað sem þjóðfélagsástæðum líður.

Getur sama fólkið bara borgað núna sem gat það ekki eftir hrunið og uppsagnirnar ?  Var bara nóg að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og Davíð úr Seðlabankanum ? Átti þá allt að lagast af sjálfu sér eins og mannvitsbrekkurnar Hörður Torfason, Sturla lúðurþeytari og Hallgrímur Helgason boðuðu sem ákafast í stjórnarbyltingunni? En gerði það það?

Ég hefði haldið að skuldbreytingar, frysting uppboða,  og frestun afborgana séu ennþá nauðsynlegri núna en nokkru sinni fyrr. Hvað ætla bankar eða lífeyrissjóðir að gera með þúsund íbúðir ofan á þær sem þeir eiga fyrir ? Það eru takmörk fyrir því hvað alþigismenn og frændur þeirra komast yfir að kaupa af bankaeignum, jafnvel þó vel sé slegið af. Það er huggulegt að hugsa til þess að lífeyrissjóðurinn þinn hirði ofan af þér íbúðina þín núna með huggunarorðum um að hann muni hugsanlega seinna geta látið þér líða skár í ellinni. Það er nú aldeilis munur að hugga sig við það.

Árið í ár verður núll ár. Það gerist ekkert sem breytir neinu. Ástandið bara versnar. Atvinnuleysið og vandræðin vaxa. Alveg þangað til að fólkið áttar sig á því hvaða ráðleysislið það er búið að leiða til valda og lemur stjórnina út eins og köttinn úr tunnunni.

Ætla þau í ríkisstjórninni bara að horfa á uppboðin fara fram ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hvað er þetta Halldór, ertu ekki verkfræðimenntaður. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni segja okkur að uppbyggingarstarfið sé á fullu. Það er eitthvað svekkelsi í fólki, sem vill sjá skjaldborgina um heimilin í landinu. Samkvæmt mínum síðustu upplýsingum sem ég veit að eru áreiðanlegar er teiknivinnu við skjaldborgina að ljúka. Þá á eftir að vinna verkfræðivinnuna og bjóða skjaldborgina út. Það segir mér hugur að uppbygging skjaldborgarinnar muni hefjast þegar þessi ríkisstjórn fer frá, og þá verði þessi ,,hönnunarvinna" ekki notuð.

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Daníel Sigurbjörnsson

Þau hætta ekki fyrr en þau verða tekin og borin út með valdi. Þessi ríkisstjórn er annars ekkert annað en setulið í stjórnarráði íslands. Þau sitja þar og það fellur á þau rykið, Steingrímur kemur fram með sínar endurtekningar og klæðist sínum mölétnum sovésku jakkafötum. Þessi ríkisstjórn er að verða þjóðinni hreinlega hættuleg, svo miklar skemmdir eru þau að vinna á samfélaginu með aðgerðaleysi eða heimskulegum fálmkendum smáskammtalækingum. Árna Pál er alveg sama um heimilin, hann hefur meiri áhyggjur af hárgreiðslunni en heimilunum. Þegar útburðurinn hefst, þá mun draga til tíðinda. Það munu verða átök, fjölskyldufeður munu taka líf sitt og börnin horfa upp á það. Svo mun það gerast að lögreglan fæst ekki í þetta. Hef góð sambönd inn í æðstu raðir lögreglunar og þar veit ég að stór hluti lögreglunar hvorki vill eða getur farið í þennan útburð. Eins ef að það kemur til meiriháttar óeirða, þá bakkar lögreglan enda er hún svo fámenn og undirmönnuð. Það mátti engu muna nóttina 22 janúar 2009 þegar lögreglan beitti táragasi við alþingi að þeir yrðu yfirbugaðir, eins og í Gúttó slagnum 9 nóvember 1932

Daníel Sigurbjörnsson, 21.1.2010 kl. 23:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var það ekki Peter Sellers sem sagði í einhverju hlutverkinu sínu: "I like to watch"....?

Ómar Bjarki Smárason, 22.1.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Verður þú aldrei leiður á þessarri voðalegu neikvæðni.....heldur þú að 20 ára eyðilegging sé rétt við á einu ári...??? Ári sem þínir menn hafa notað til að lama Alþingi og framkvæmdavaldið, með málþófi. Ykkur er alveg sama um þjóðina, svo lengi sem þið sitjið vi "Háborðið".... :-/

Snæbjörn Björnsson Birnir, 22.1.2010 kl. 01:58

5 identicon

Þetta er NorRÆNULAUS HELFERÐARSTJÓRN.!

100 daga aðgerðarleysi Geirs og Sollu eftir hrun, var ekki ásættanlegt, Vanhæf ríkisstjórn var öskrað..

 Núna eru liðnir rúmlega 400 dagar og ekkert hefur gerst, og öðru hvoru heyrist þvaður eins og hér færslunni fyrir ofan (Snæbjörn), um að tíminn sé svo stuttur liðinn eftir öll þessi ár. Þvílík afneitun!!

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 08:04

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er gott fyrir ríkisstjórnina að hugga sig við að það eru enn stuðningmenn hennar eins og Snæbjörn Björnsson Birnir sem vilja bíða eftir að Eyjólfur hressist.

Ég hallast nú frekar að hún sé í ætt vuð það sem Pétur nefnir hana. Mér finnst ekki þurfa neikvæðni til að sjá það fyrir hvað gerast mun eins og Daníel lýsir.

Það er nefnilega það sem ég var að tala um. Þjóðfélagsbyltingu eins og í Frakklandi 1789-1799 þegar fólkið gat ekki fellt sig við rukkanir aðalsins lengur. En því miður var uppskeran harðstjórn Napoleons og styrjaldir hans því allar byltingar éta börnin sín.

Sigurður þú hittir naglann á höfuðið eins og oftast. Það eru þessi samræðustjórnmál og umræðustjórnmál sem valda því að ekkert gerist nema teikniborðsvinna og vangaveltur um hárgreiðslu og sólbrúnku.

Halldór Jónsson, 22.1.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418140

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband