Leita í fréttum mbl.is

Hvað liggur á ?

Mér finnst eins og að stjórnarandstöðunni liggi einhver ósköp á að skera Steingrím J., Svavar og Indriða niður úr Icesavesnörunni sem þeir dingla í.

Á meðan á málþófi stendur hefur ein ríkisstjórn fallið í Hollandi og það styttist í pólitískri ævi Gordons Browns, þess erkikláns okkar. Á meðan við höfum þvælt hafa kjörin sem okkur bjóðast ekki versnað heldur snar batnað. Ég held að þau batni eftir því sem við bíðum lengur og þvælum.

Það er alveg eftir að draga skaðabætur vegna hryðjuverkalaganna til Íslendinga að borðinu. Það á alveg eftir að ræða hversvegna er verið  að tala um vexti á tryggingarandlag. Fengu Vestamanneyingar vexti ofan á Viðlagasjóð ? Er það ekki fráleitt í besta falli að tryggingafélag sem bætir bíl eigi að borga hann út með gengisfalli og yfirdráttarvöxtum ?

Það liggur ekkert á. Tökum okkur allan tíma og fresti, förum rólegir í þjóðaratkvæðið fyrir Steingrím J.

Tíminn vinnur með okkur en ekki á móti.

Reynum heldur að redda okkur útúr jöklabréfunum þannig að hér geti hætt að ríkja umsátursástand og örvænting eins og núna.

Getum við ekki samið við Breta og Hollendinga um það  að taka á jöklabréfamálunum  með okkur í viðræðunum um Icesave ? Það eru jú þeir sem eiga hagsmuna þar að gæta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrst okkur bar ekki gæfa til annars en Qvislinga til að gæta hagsmuna okkar gagnvart Bretum, þá er þrátt fyrir allt okkar dýrmæti tími að vinna með okkur. 

Bretar höfnuðu samningi sem var þeim mjög góður,  svo að það er eingin ástæða til að vera að elta þá frekar, heldur taka saman viturra manna ráð og rök varðandi þetta mál.

ESB og AGS þarf að krefja svara.  Eftir 6 mars þarf að velja til þess fundar menn sem geta staðið uppréttir og þora að horfa framan í viðmælendur sína.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góðan dag! Vil óska dóttur þinni til hamingju með 6.sætið. Sýndist Aðalsteinn (5.sæti)vinur minn hafa færri heildar atkvæði heldur en Karen. Þetta blessaða unga fólk á eftir að láta til sín taka á komandi árum,minnug sinna fyrstu skrefa í stjórnmálum í kreppuástandi.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband