Leita í fréttum mbl.is

Inngróin ást á fasisma?

Frétt í Mogga: 

"Nítján þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Sjálfstæðisflokki, leggja fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni er þetta í þriðja sinn sem frumvarp er flutt á Alþingi um að landið verði eitt kjördæmi. Héðinn Valdimarsson  flutti frumvarp þess efnis árið 1927 og Guðmundur Árni Stefánsson, núverandi sendiherra, flutti frumvarp sama efnis um 70 árum síðar."

Þjóðin er nýkominn úr því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Kópavogsbúi hafði eitt atkvæði og Vestfirðingur 1 atkvæði. Hvernig gat þetta gengið fyrir sig ? Vestfirðingar vega þrefalt í kosningum til Alþingis umfram Kópavogsbúa. Eiga þeir ekki að hafa þrjú atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Hversvegna  er munurinn á atkvæðisrétti ? Af hverju getur enginn úr Sjálfstæðisflokknum hugsað sér að atkvæðisréttur landsmanna eigi að vera jafn? Er ekki ójafn atkvæðisréttur  fölsun á lýðræði. Fölsun á lýðræði öðru nafni fasismi. Ofbeldi og kúgun minnihluta á meirihluta. Hvernig geta menn varið þetta og flutt síðan mærðarfullar ræður um ást sína á lýðræði ? Styrkir þetta mann í vaxandi vantrú á getu þeirra Alþingsmanna sem nú sitja? Treystir maður svona fólki ? Svona kjörnu fólki?

Hvernig stendur á þessari inngrónu ást Íslendinga á fasisma ?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Efnislega er eg alveg sammála þér Halldór. Hins vegar finnst mér þú taka fulldjúpt í árina og nefna þessa misgengisstefnu „fasisma“ sem Framsóknarflokkurinn hefur einna lengst haldið dauðahaldi í.

Framsókn hefur lengi komist upp með að fá mun fleiri þingmenn hlutfallslega fyrir atkvæðin greidd til sveita en atkvæi okkar þéttbýlinga. Svipað er á seyði hjá Bretum.

Auðvitað er mjög góð og farsæl leið að hafa landið eitt kjördæmi. En kannski mætti taka kosningakerfi Þjóðverja til fyrirmyndar hér. Þá fær hver kjósandi tvö atkvæði: annað til að velja flokk, hins vegar einhvern þann stjórnmálamann sem kjósandinn ber mest traust til. Er þetta ekki leið til að leysa þetta misrétti?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2010 kl. 18:35

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einnig er mjög einkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sjái ekki sóma sinn í að standa með þessu frumvarpi.

Hvaða skýringar skyldu vera gefnar á þeim bæ? Eða er Bjarni Benediktsson svo stútfullur af Icesave umræðunni að ekki kemst annað vitrænt frá honum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2010 kl. 19:01

3 Smámynd: Björn Birgisson

Djöfull er ég ánægður með þig núna, skarfurinn þinn. Setti þetta inn á bloggið mitt í kvöld:

"Nítján þingmenn úr öllum flokkum, utan Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að um árabil hafi verið rætt um mörk kjördæma og vægi atkvæða. Lengi hafi þróunin verið í þá átt að jafna vægi atkvæða og stækka kjördæmin.

Það er viðhorf flutningsmanna frumvarpsins að nú sé komið að því að gera landið að einu kjördæmi og jafna þar með atkvæðarétt alla Íslendinga til fulls. Það kallar á breytingar á stjórnarskrá og vandlega vinnu í þinginu og utan þess. Því þarf að vanda til verka og gefa góðan tíma nú á fyrri hluta kjörtímabils.

Grundvallaratriðið er að með því að gera landið að einu kjördæmi og öll atkvæði kosningabærra landsmanna jafn þung er stigið stórt skref í mannréttindum á Íslandi, að mati flutningsmanna frumvarpsins."
segir vísir.is

Hvað er hinn magnaði 16 manna þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að pæla? Af hverju er enginn frá honum í hópi flytjenda þessarar ágætu tillögu?

Vilja þeir ekki jafna vægi atkvæða landsmanna og þar með mannréttindi kjósenda frá einu landshorni til annars. Milli dreifbýlis og þéttbýlis.

Hvað eru Sjálfstæðismennirnir að pæla?

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband