Leita í fréttum mbl.is

Tími prófkjöra liđinn?

Ég hef lengst af veriđ hlynntur prófkjörum til ađ rađa á frambođslista flokksins míns. Uppstillingar eru međ ţví versta sem ég hef lent í. Prófkjörslisti er óumdeilanlegur og útilokar klofningsframbođ ef ţeir eru virtir.   Ég hef mestan áhuga haft á sveitarstjórnarmálum í gegn um tíđina enda alltaf fundist ađ í sveitarfélögunum eigi fólkiđ ađ ráđa sem mestu um eigiđ líf og nćsta umhverfi.

Veikleiki Íslendinga almennt finnst mér vera ađ ríkiđ og Alţingi sé međ alltof mörg mál á sinni könnu sem betur vćri komin í héröđum. Til viđbótar er kosningaréttur til Alţingis svo brenglađur ţar sem sumir hafa svo margfaldan kosningarétt á viđ ađra, ađ mér ţykir ţađ svo viđurstyggilegt ađ ég get ekki litiđ á Alţingi međ nćgilegri virđingu af ţeim ástćđum og finnst jafnvel Forsetakjör skárra. Ţess vegna sé nauđsynlegt ađ takmarka viđfangsefni Alţingis ţess sem allra mest og losna viđ afskiptasemi landsbyggđarţingmanna af umferđarmálum í Kópavogi til dćmis. En Alţingi Íslendinga er ađ ráđstafa um 60-70 % af opinberu fé međan sveitarstjórnir ráđstafa hinum hlutanum. En ţetta hlutfall er jafnvel öfugt í öđrum löndum sem viđ jöfnum okkur til.

Bensíngjaldiđ sem viđ ţéttbýlismenn greiđum er til dćmis rifiđ til framkvćmda á afskekktum stöđum í  héröđum samgönguráđherranna sem venjulega koma úr dreifbýlinu.  Völdin finnast mér ţví eiga ađ vera sem mest heima í héröđum ţar sem hver mađur hefur eitt atkvćđi ađeins, en ekki niđur viđ Austurvöll ţar sem óréttlćtiđ verđur alltaf geigvćnlegt međan kosiđ er međ óbreyttum hćtti.

Ég hef hinsvegar haft vaxandi áhyggjur af ţróuninni eins og hefur veriđ í peningaaustri og auglýsingamennsku prófkjöranna. Ađ ţau atriđi fćli fólk beinlínis frá ţátttöku í stjórnmálum. Ţannig fari fólkiđ á mis viđ krafta margs góđs fólks sem ekki vill eđa treystir sér fjárhagslega til ađ taka ţátt í ţeim hráskinnaleik.Ţađ er ekki ćskilegt ađ ađeins efnafólk geti sóst eftir áhrifastöđum eins og mađur sér til dćmis í Bandaríkjunum.

Í prófkjöri Sjálfstćđismanna í Kópavogi nú í vor fannst mér svo keyra um ţverbak í ţví ađ opna prófkjöriđ uppá gátt og beinlínis smala fólki til ţess ađ ganga ađ nafninu til í Sjálfstćđisflokkinn á kjördegi án ţess ađ svo mikiđ sem greiđa árgjald. 16 ára börnum var greinilega smalađ úr íţróttafélögum og öđrum stjórnmálaflokkum til ţess ađ kjósa ţennan frambjóđandann og fella hinn. Ég tók ţá persónulegu ákvörđun eftir ađ verđa vitni ađ ţessu ađ ég mun eftirleiđis ekki skirrast viđ ađ ganga í alla flokka til ţess ađ taka ţátt í ađ velja frambjóđendur ţó svo ađ mér komi ekki til hugar ađ kjósa ţá í kosningum.

Ég hef veriđ ađ velta ţví fyrir mér hvernig viđ gćtum á annan hátt komist betur frá svona máli. Ef ég tek dćmi héđan úr Kópavogi, ţá finnst mér ađ stjórnmálaflokkur geti međ einum eđa öđrum hćtti fundiđ 22 frambjóđendur til frambođs til 11 manna bćjarstjórnar. Ţessum lista sé stillt upp sem frambođslista flokksins. Kjósandinn merki viđ tölur frá einum upp í ellefu hverja hann vilji kjósa og í hvađa röđ.  Ţannig verđa bćjarfulltrúar valdir. 1. mađur, 2. mađur og svo framvegis.

Á ţennan hátt hefur raunverulegur kjósandi viđkomandi flokks úrslitaáhrif um val fulltrúanna.  Prófkjör og kjör samtímis. Engir ađrir en flokksmenn kjósa fulltrúa flokksins.  Fjársterkustu frambjóđendurnir sjálfir munu sjá um verulegan hluta kostnađar af frambođi flokksins á ţennan hátt og í mun meira mćli en áđur. Ţeir sem eru frćgir ţurfa ekki ađ hrópa. Minni ţörf verđur ţví fyrir beina styrki til flokkanna en veriđ hefur.  

Til Alţingis má hafa auđvitađ hafa sama lagiđ á. Tillögur ţeirra sem vilja ađ kjósendur velji fólk af öllum listum finnast mér ekki góđar. Ég álít ađ stjórnmálaflokkar séu nauđsynlegar stofnanir og ţeir sem vilja ţá feiga séu ekki ađ gera sér grein fyrir eđli stjórnmála eđa hvernig ţarf seđ geta náđ markvissum árangri. Stjórnmálaflokkar eiga ţví ađ njóta ríkisstyrkja eftir einhverjum reglum til ţess ađ draga úr ţörf fyrir styrki frá greiđasćkjendum. 

Mér finnst kominn fyllsti tími til ađ hugsa prófkjörin uppá nýtt.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil ađ forsćtisráđherra verđi kosinn yfir sameiginlegar framkvćmdir kjördćma og utanríkisstefnu á 6 ára fresti. Skipar hann fagfólk undir til ađ gegna yfirmannsstöđum sjálfsábyrgra ráđuneyta [ráđherra], sem nýtur m.a. ţjónustu framúrskarandi stofnanna Ríkisins. Ţingfulltrúar til ađ samţykkja fjárlög faghćfa liđsins koma svo inn á ţing úr kjördćmunum á 4 ára fresti. Líka mćtti hugsa sér ađ fulltrúarnir bćru upp tillögur til skođunar af faghćfa liđinu.

Núverandi kostnađur viđ ţinghald myndi svo millifćrast ađ hluta yfir í fagstofnanir drjúgur hluti til neyslu almennings.  Viđ erum ađ tala um svipađ kerfi og í EU. Fćra kjaftćđiđ heim í héröđ [kjördćmi] og stofna embćtti umbođsmanns ţingfulltrúa til ađ trufla ekki faghćfa liđiđ.

Júlíus Björnsson, 16.4.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ég er sammála rökum ţínum fyrir ţví ađ tími prófkjöra sé liđinn.  Prófkjörin eru orđinn skrípaleikur og hafa ţróast langt frá upphaflegu lýđrćđislegu markmiđi.

Jens Guđ, 17.4.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ţeir sem voru í prófkjöri ţegar langafar mínir voru upp , voru yfirleitt reynsluboltar og eđa velgrunn menntađir ágćtis námsmenn. Flestir ţekktu ćttćrni ţeirra og bakland persónulega. Ţá hafđi almenningur líka efni á ađ styrkja sína flokka.

Ţetta tryggđi okkur frelsi frá Danska lokađa innri markađinum og ótrúlegum raun hagvexti fram ađ eftirstríđsárum síđar heimstyrjaldar ţegar menn hćttu ađ skilja stjórnarskrána.

Hornsteinarnir grćđa, fyrirtćkin grćđa, fjármálgeirinn grćđir. Er eđlilegur tekjustofn ţroskađrar stjórnsýslu sem hefur efni á hćfum starfsmönnum. 

Kína byggir fjármálageira fyrst og launţegarnir koma á eftir ţetta er toppur komma kapítalisma. Nánast sami hagstjórnagrunnur í framkvćmd er rekinn hér í nafni allra flokka. Sćlir eru heimskir ađ sjá ekki hvađ ţeir eru vanţroskađir.

Júlíus Björnsson, 17.4.2010 kl. 01:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 580
  • Sl. sólarhring: 999
  • Sl. viku: 5456
  • Frá upphafi: 3196906

Annađ

  • Innlit í dag: 530
  • Innlit sl. viku: 4497
  • Gestir í dag: 480
  • IP-tölur í dag: 468

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband