Leita í fréttum mbl.is

Evrulygin !

Gunnar Rögnvaldsson vinur okkar í Danmörku hefur þýtt grein úr Handelsblatt hinu þýska. Ég stel greininni frá honum til að birta þeim sem ekki hafa rekist á þetta, vegna þess að kratarnir okkar prédika enn inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evrunnar sem leiðarljós. Kostnaðurinn er ekki orðinn nema 6 milljarðar fyrir þetta bjölluat í Brussel, sem hvorki þjóðin né Steingrímur ráðherra ætla að samþykkja þó að Steingrímur J.  kingi annasr hverju sem er fyrir ráðherralaunin.  

Greinin er svona í þýðingu Gunnars:

"Lygarar evru-myntbandalagsins

Þýska viðskiptablaðið Handelsblattvar með harðorða grein í blaðinu fyrir nokkrum dögum undir yfirskriftinni "evrulygarar - hvernig þeir sviku loforð sín". Evran er góðviðris mynt, segir blaðið, hún þolir ekki álag. Undir álagi hefur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins hent öllum grundvallarreglum seðlabankans og myntbandalagsins fyrir borð. Blaðið rekur 6 þátta atburðarrás svikinna loforða. 

Fyrsta loforðið var: Uppfylla þarf þrjú skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu. Þau lönd sem uppfylla skilyrðin geta tekið upp evru - Theo Waigel nóvember 1996.

Fyrsta loforð svikið: þetta árið uppfylla engin af 16 löndum myntbandalagsins þessi skilyrði. Ríkissjóðir myntbandalagsins eru að meðaltali reknir með 6,6% tapi. Ekkert bendir til að þetta lagist á næstu árum. Ríkissjóður Írlands er rekinn með með 11,7% tapi.

Annað loforðið var: "evran verður að minnsta kosti eins góður og stöðugur gjaldmiðill eins og þýska markið var" -  Theo Waigel nóvember 1996.

Annað loforð svikið: evran hefur frá 1999 sveiflast meira gagnvart dollar en þýska markið gerði síðustu 10 árin í lífi þess. Þetta gerðist þrátt fyrir að verðbólga var aðeins 1,5% að meðaltali á fyrsta áratug evrunnar. En á síðasta áratug þýska marksins var verðbólgan 2,5%. Þrátt fyrir þetta hefur evran verið óstöðugri mynt. 

Þriðja loforðið var: Eftir að við fáum evru mun þýska þjóðin gleyma þýska markinu - Helmut Kohl, apríl 1998.

Þriðja loforð svikið:Staðreyndin er sú að margir Þjóðverjar vilja fá þýska markið aftur. Samkvæmt rannsókn GDZ-Bank vilja 44% Þjóðverja leggja niður evruna og fá þýska markið aftur strax. 

Fjórða loforðið var:Það er enginn seðlabanki í heiminum eins óháður og sjálfstæður eins og ECB-seðlabankinn - Wim Duisenberg, júní 1998

Fjórða loforð svikið:Staðreyndin er sú að eftirmaður Duisenberg,  Jean-Claude Trichet, hefur brotið allar reglur peningastefnunnar samkvæmt öllum reglugerðarbókum. Hann kaupir ríkisskuldabréf. Hann prentar peninga og hendir regluverki peningastefnu seðlabankans fyrir borð. Samkvæmt yfirhagfræðingi Deutsche Bank, Thomas Mayer, er ECB-seðlabankinn nú orðinn handlangari ríkisstjórna evrulanda. 

Fimmta loforðið var: Ekkert eitt land eða ein ríkisstjórn á evrusvæðinu mun fá neina sérmeðferð hjá ECB-seðlabankanum. "Seðlabanki Bandaríkjanna breytir ekki regluverki eða stefnu sinni vegna eins einstaks fylkis í Bandaríkjunum" - Jean-Claude Trichet, janúar 2010 

Fimmta loforð svikið:Síðan þann 3. maí 2010 tekur ECB-seðlabankinn við ríkisskuldabréfum Grikklands þó svo að þau uppfylli ekki kröfur um veðhæfni því þau eru í ruslflokki. Þetta var gert vegna yfirvofandi ríkisgjaldþrots Grikklands og bara fyrir Grikkland.

Sjötta loforðið er: Lofað er að eyða áhrifum aukins peningamagns í umferð vegna sérstakra aðgerða seðlabankans sem er bein afleiðing neyðar- og björgunaraðgerða myntbandalagsins, þ.e. bankinn fer út og kaupir ríkisskuldabréf á markaði fyrir peninga sem hann prentar sjálfur.

Sjötta loforð svikið:Þetta er síðasta loforð ECB-seðlabankans. Hann segist hafa til ráðstöfunar tól og tæki sem sjúga inn samsvarandi peningamagn úr umferð og hann býr til eftir að bankinn á algerlega tilviljanakenndan hátt er kominn út í ríkisskuldabréfakaup. Hann segist þannig ætla að koma í veg fyrir verðbólgu. Hvort þetta takist hjá ECB eru sérfræðingar efins um; Handelsblatt "
Kratarnir okkar eru enn að eyða milljörðum í að troða okkur inní þetta Evrópuríki. Pétur Blöndal, líkir stöðu Íslands eftir inngöngu í Evrópuríkið, þar sem Íslendingar verða herskyldir, við stöðu Ísfirðinga gegn þingveldinu í Reykjavík Þeir verða að senda sendinefndir til að betla stuðning við hvað sem er, vegarspotta hér, brú þar. Alveg eins yrðu Íslendingar á jaðarsvæði Evrópuríkisins með betlistaf í hendi. Og Pétur segir að fullveldisframsalið sé ekki til næstu ára heldur til 200 ára eða meira og biður Íslendinga að gera sér ljóst hvað um sé að ræða.
Margt bendir til þess að evran sé dauðadæmd. Verkalýðsbófarnir í jaðarlöndunum munu aldrei samþykkja kauplækkanir í hvaða mynt sem er fremur en hér á landi.  Það er fullreynt að það er ekki hægt að tala af skynsemi við menn eins og Guðmund Gunnarsson í Rafiðn  eða Eirík Jónsson hjá Kennarasambandinu svo dæmi sé tekið um meðal- verkalýðsþursa. Eina leiðin til að gera þá óskaðlega um stund er með gengisfalli krónunnar eftir að þeir hafa barið vitleysuna í gegn með ofbeldi og gíslatökum. Til þess að breyta þessu  vantar okkur jafnoka Guðmundar J. og Einars Odds, sem vonandi endurfæðast fljótlega.
Þess vegna getum við Íslendingar aldrei tekið upp aðra mynt en krónuna.
En við getum vel haft gjaldeyrisfrelsi eins og hér ríkti á Davíðstímanum, þegar allir Íslendingar höfðu það betra en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Nú reyna kommatittirnir að snúa öllu á haus og afflytja frelsið til  að koma einræðishugmyndum sinum fram.
Látum ekki blekkjast af þessum stanslausa haturs-og niðurrifsáróðri kommúnistanna. Við getum endurheimt hina góðu tíma aftur og reist frjálshyggjuna til þess vegs og virðingar aftur sem þjóðinni er nauðsynleg. Ekki viljum hafa þetta ömurlega " steingrímska"  ástand í efnahagsmálum til eilífðar- er það ?
Hættum að hlusta á bullið í krötunum um ágæti evrunnar og Brusselvaldsins. Þeir vita nefnilega ekkert hvað þeir eru að tala um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Góð færsla, kominn tími á að hætta þessarri vitleysu og fara að einbeita sér í hlutum hér heima.

kv. Svavar Örn

Svavar Örn Guðmundsson, 28.5.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband