Leita í fréttum mbl.is

"Hið óþekkta er gott "

 

 

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, skrifar alls ekki ófyndna grein í Baugstíðindin í dag. Hann veltir fyrir sér niðurstöðum kosninganna og visku þess sem kjósendur gerðu á laugardaginn.

Grípum niður í greininni:

„Í fyrstu virkaði þetta framboð á mann eins og sjónvarpsþáttur. Þetta var eins og leikinn (ó)raunveruleiki fullur af póstmódern-ískri kaldhæðni og innlifun áhorfendanna sterk: ef ég kýs Jón Gnarr þá verð ég fyndinn eins og Jón Gnarr. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar starfa þannig að þeir lofa kjósendum einhverju fyrir kosningar og svo koma þeir aftur eftir fjögur ár til að endurnýja umboð sitt til valda og segja: við lofuðum þessu og þessu og við höfum staðið við þetta og þetta - eða: við gátum ekki staðið við þessi og þessi loforð út af þessu og þessu. Við erum svona og svona og ef þið kjósið okkur fáið þið þetta og þetta. Þannig virkar lýðræðið. Gert er út á hið fyrirsjáanlega, það sem við þekkjum, því að það er álitið traust, og það er álitið mikilvægt í lýðræðisríkjum að kjósendur viti hverjum þeir ætla að fela valdið...."

 

„....Óneitanlega er eitthvað brjálæðislegt við að kjósa til valda flokk sem lofar alls konar vitleysu og gefa honum þannig sjálfdæmi um efndirnar og stefnu sína. Það segir sína sögu um algjört hrun stjórnmálakerfisins.

Jón Gnarr sagði á kosninganóttina að enginn þyrfti að vera "hræddur við Besta flokkinn, þá héti hann vondi flokkurinn, eða versti flokkurinn". Hann sagðist líka halda að fólk væri hrætt við hið óþekkta en það væri óþarfi: "hið óþekkta er gott."

Hið þekkta er vont.

Þetta hljómar allt svolítið ískyggilega. En þegar maður skoðar heimasíðu Besta flokksins sér maður að þetta er bylting póli-tísku viðrinanna. Maður sér líka að þetta er þrátt fyrir allt meiri meginstraumsflokkur en virtist í fyrstu; það er samhljómur með málflutningi hans og lífsviðhorfum fólks almennt - meiri en til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum sem leiddi þjóðina út í fen ofsa-frjálshyggju og græðgi. Besti flokkurinn segist aðhyllast norræna velferðarríkið - segir að vísu í framhaldinu að hann sé bara að þykjast vera með stefnu - sem kannski er djókur - og kannski ekki - en aðallega sýnist manni þetta raunverulega uppbyggilegt afl þegar maður les pistla frambjóðendanna sem virka líklegir til að þjóna borgarbúum af meiri alvöru en ýmsir aðrir frambjóðendur. Þetta er ekki bara Jokerinn og hirð hans. Hér er eitthvað annað í gangi ... Kannski fyrst og fremst það að þótt kjósendur þekki ekki það sem þeir vilja þá vilja þeir ekki það sem þeir þekkja."....

Í fjórflokkakerfinu eru fimm flokkar. Það gerist alltaf af og til í íslensku stjórnmálakerfi að fram kemur flokkur sem er á móti "fjórflokknum", fylkir öllum þeim óánægðu um "eitthvað nýtt": Kvennaframboðið, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki, Samtök Frjálslyndra og Vinstri manna ...

En þetta er samt alveg nýtt. Aldrei hafa hin pólitísku viðrini myndað slíkt afl. Aldrei hefur sjálfu pólitíska kerfinu verið greitt slíkt högg. Skýringarnar eru einkum tvær: skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem flokkarnir brugðust seint og illa við - og virðast naumast farnir að lesa - og Icesave, sem varð til þess að fjórflokkurinn dó úr leiðindum einhvern tímann í fyrra. VG fer verst út úr því máli....."

 

Baugsveldið er samt við sig hvað sem öllum kosningum líður. Áfram er hrærð lygin um að Sjálfstæðisflokkurinn beri alla ábyrgðina á hruninu. Að það séu flokksmenn hans, sem hafi valdið því. Allir aðrir en Jón Ásgeir, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og félagar þeirra  leiddu þjóðina út í fen ofsafrjálshyggju og græðgi".

Það er eðlilegt að Jón Ásgeir með fulltingi AraJóns banka noti peningana til að draga frá sér athyglina og klína sökinni á Davíð og Sjálfstæðisflokkinn með velþóknun Jóhönnu og Samfylkingarinnar og geðleysi Steingríms og VG. Bankinn sem enginn veit hver á eða stjórnar, fjármagnar Haganlega rógsherferð Baugs gegn  Sjálfstæðisflokknum. En um leið dregur hann lýðræðið niður á það plan sem við nú erum komin á. Þar sem fyndnin ræður ríkjum og þeir eru nú leiddir af henni til hásætis sem fólkið hafnaði afdráttarlausast eins og í Reykjavík og Kópavogi. Það er hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar.

Spillingin í þjóðfélaginu grassérar sem aldrei fyrr og magnast þegar það sem eftir er af lýðræðisviðleitni þjóðarinnar  er haft að háði og spotti af helstu rithöfundum þjóðarinnar.Slíkar umræður notast svo til þess að draga athyglina frá því úrræðaleysi sem við blasir í landsmálunum þegar allir uppboðsfulltrúar eru  bókaðir hálft ár fram í tímann við að selja ofan af fjölskyldum þessa lands. Þetta er hið norræna velferðarkerfi Steingríms J. og VG að störfum sem Guðmundur egir að Jón Gnarr og hans fólk aðhyllist.

Það er merkilegt til þess að vita hvernig fjármálaspillingin á Íslandi er notuð til þess að draga alla viðleitni til heiðarleika og hugsjónabaráttu í landinu niður í kjallara.  Til þess leigja menn sér hina fyndnustu penna eins og Guðmund Andra Thorsson til þess að kasta mykjunni á þá sem illa geta varið sig gegn ofurveldi peninganna.

Þannig verður hið óþekkta betra en hið þekkta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband