Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin týnda !

Ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er sú ríkisstjórn í lýđveldinu Íslandi sem hefur brugđist flestra vonum á sínum stutta ferli.

Menn trúđu ţví unnvörpum ađ ríkisstjórnin myndi einhenda sér í ţađ verk, ađ taka a vanda heimilanna, sem stefna  í gjaldţrot. Nánast lítiđ hefur áunnist og sýnist flestum lítiđ til um ágćti ráđstafananna nema forsćtisráđherra, sem finnur ţó ađ sögn til samkenndar međ fólkinu.

 

Hjá ţessum mistökum stjórnarinnar eru vangaveltur um landafrćđikunnátta forsćtisráđherrans harla lítilvćg og ómerkileg. En hún ćtti sjálfs sín vegna ađ láta vera ađ breyta athugasemdalaust sagnfrćđilegum heimildum eins og hún gerir á vef ráđuneytis síns. Enda virđist frekar djúpt á Bermúdaskálarhúmor hjá ţessum forsćtisráđherra.

 

Stjórnarliđar hafa ţann hátt á, séu ţeir gagnrýndir,  ađ ráđast umsvifalaust á Sjálfstćđisflokkinn. Hvađa tillögur hafi hann? Ţađ er eins og menn hafi ekki veriđ kosnir til ađ stjórna vegna eigin ágćtis, heldur er auglýst eftir ráđum og heilrćđum frá fólki sem ţađ vildi ekki heyra né sjá viđ kosningarnar.

 

Nú stendur fyrir dyrum einskonar aukalandsfundur Sjálfstćđisflokksins. Flokksmönnum finnst mismikiđ til ţessarar bođunar landsfundar koma en mćta ţó vćntanlega samviskulega ţegar bođiđ er. Ég er víst einn af ţessum flokkshestum sem fór ađ kaupa miđa á síđu flokksins. Ţar datt ég hinsvegar um ágćta grein eftir Kristján Ţór Júlíusson. En hann hefur tapađ bćđi kosningum um formannsembćtti og varaformannsembćtti á sinni tíđ. En ţetta er hörkukall og duglegur, gamall skipstjóri og bćjarstjóri í Guđmávitahvađ mörgum bćjum á sinni tíđ.

 

Ţar sem ég sá ţarna ýmislegt sem ég hef reynt ađ tala fyrir daufum eyrum, ţá get ég ekki stillt mig um ađ lista hér upp nokkur atriđi sem Kristján telur upp í grein sinni, sem hann telur ađ grípa megi til. Ţađ hlýtur ađ hafa meira vćgi ţegar einhver annar en ég leggur svona til.

Grípum niđur í grein Kristjáns(leturbreytingar eru mínar):

06. mars 2010

"Hvar er hún ţessi margumrćdda skjaldborg?"

"Í heilt ár hefur ríkisstjórn Íslands haft tćkifćri til ţess ađ bregđast viđ afleiđingum fjárhagslegra hamfara sem bitnađ hafa á ţúsundum íslenskra heimila. Ađgerđir hennar hafa veriđ máttlitlar og ekki í takt viđ gefin fyrirheit um »skjaldborgina« margfrćgu. Miklu fremur má segja ađ ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar hafi myndađ »gjaldborg« um heimili landsins. Á sama tíma vinna skilanefndir gömlu bankanna, á ofurlaunum, í umbođi ríkisstjórnarinnar ađ ţví ađ hámarka arđ umbjóđenda sinna, sem enginn veit hverjir eru...."
..."Í ljósi fullyrđinga ríkisstjórnar eru niđurstöđur í skýrslu Kjartans Brodda Bragasonar hagfrćđings, sem hann vann fyrir Neytendasamtökin, sláandi. Ţar kemur fram ađ um 30% heimila landsins safni skuldum, gangi á eignir eđa hafi dregiđ gríđarlega úr neyslu. Ađ mati Kjartans eiga um 20-30% skuldsettra heimila landsins í verulegum greiđsluvandrćđum og fjöldi einstaklinga á bak viđ ţessar tölur geti legiđ á bilinu 48-72 ţúsund manns..... " 

....."Um 15 ţúsund manns eru atvinnulausir, tćp 10 ţúsund hafa flutt úr landi og tugir ţúsunda hafa tekiđ á sig launalćkkun. Viđ ţessar ađstćđur fjarar hratt undan bćđi greiđslugetu og greiđsluvilja fólks. Ţađ sem mestu skiptir ţó er ađ tiltrú almennings á ađ sigrast á vandanum fjarar sömuleiđis hratt út. Óbreytt ástand mun skađa hagsmuni allrar ţjóđarinnar... ".
 ...."Ţađ dugar ekki eitt og sér ađ einstaka stjórnarţingmađur sé bara reiđur og svekktur út í ađgerđarleysiđ og ţađ dugar ekki heldur ađ forsćtisráđherrann sitji agndofa yfir sjónvarpinu og upplifi sig sem áhorfanda ađ ţrengingum heimila landsins....."

... "Ţćr efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riđiđ yfir hljóta ađ kalla fram samfélagsleg viđbrögđ međ álíka hćtti og Viđlagatrygging bćtir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengiđ nokkrar bćtur ađ frumkvćđi stjórnvalda, međ framlögum úr ríkissjóđi inn í peningamarkađssjóđi og yfirlýsingu um tryggingu innstćđna í bönkum og sparisjóđum. Ţađ örlćti bera allir skattgreiđendur landsins hvort heldur ţeir skulda meira eđa minna.Ég vil hér nefna nokkur atriđi sem brýnt er ađ tekin verđi afstađa til:

*   Neyđarlög verđi sett um frystingu vísitölu neysluverđs til verđtryggingar lána viđ upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ćtti ađ koma ađ miđa viđ vísitölu neysluverđs 1. mars 2008.

*   Innleiđing nýrrar vísitölu húsnćđislána. Ný vísitala sem speglar verđţróun fasteigna - til hćkkunar og lćkkunar - ţarf ađ taka viđ og vera byggđ á virkum viđskiptum á fasteignamarkađi.

 

*   " Áhrif ađgerđa skv. tölul. 1 og 2 verđi stillt af eftir á í gegnum skattlagningu og vaxtabćtur. Ţak verđi međ ţeim hćtti sett á niđurfćrslu lána hjá eignasterkum einstaklingum....."

*

*   *   "Útfćra ţarf heimildir Íbúđalánasjóđs til ađ skuldbreyta hluta af veđlánum og fara međ ţau sem tímabundinn eignarhluta, án ţess ađ til eigendaskipta eđa nauđungarsölu ţurfi ađ koma...."

*   " Hćtt verđi ađ beita gjaldţroti sem refsingu ţar sem einstaklingar eru dćmdir til útlegđar. Ađ óbreyttu munu hundruđ einstaklinga »flýja« ţvingađar greiđslur, draga sig í hlé og svört atvinnustarfsemi aukast...."


"Löngu er kominn tími til ađ brugđist verđi viđ kröfum um úrbćtur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugţúsundum Íslendinga ţannig gefnar vonir um ađ ţeir geti áfram veriđ fullgildir einstaklingar  .."

 

Mér finnst ţingmađurinn Kristján Ţór Júlíusson sýna ađ honum er alvara međ ađ reyna ađ hjálpa til.

Ég er ekkert ađ segja ađ allar tillögurnar í greininni á www.XD.is sé góđar enda hef ég sleppt ţeim sem mér líkar ekki kannski af ţví ađ ég skil ţćr ekki til fulls ađ svo komnu máli.

 

Ég hef sjálfur margreynt ađ fá flokkinn minn til ţess ađ taka á gjaldţrotalögunum og venjunum í ţví skyni ađ hćtta ađ dćma mönnum skóggang og útlegđ vegna gjaldţrots. En áhrif lögfrćđinga innan flokksins eru líklega svo mikil ađ mađur kemst ekkert međ ţetta.

 

Ţađ sem ég hef lagt til er ađ einstaklingur sem verđur gjaldţrota fái sín mál uppgerđ, fasteignarmissir sé endir veđskuldar og bílalánstap endi međ bílmissi. Skattskuld endi međ gjaldţrotiđ ţó hörđ refsing falli ekki niđur vegna vörsluskattasvika. Einstaklingurinn getur ađ ţessu búnu byrjađ nýtt líf. Ţađ er ekkert leyndarmál ađ hann hefur orđiđ gjaldţrota en ţađ er heldur engin skömm né eilífđarfylgja ţví samfara. Hann getur byrjađ uppá nýtt međ hreint borđ.

 

Ţađ er kominn tími til ađ fara ađ taka á málunum í stađ ţess ađ bara ađ tala eins og ráđherrar ţessarar ríkisstjórnar eru iđnastir viđ. Ţeir eru búnir ađ hafa nógan tíma til ađ sýna hvađ í ţeim býr. Tími Jóhönnu er liđinn og frá henni kemur ekkert hjálprćđi úr ţessu. 

 

 Tími Kristjáns og auđvitađ ţarmeđ Sjálfstćđisflokksins ţyrfti ađ koma og sjá hvort hann getur eitthvađ betur í skjaldborgarbyggingum en ţeir klömbrusmiđir sem ríkisstjórnarheimilđ nú byggja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

ER ekki í  lagi međ ţig Halldór, ţađ eru bara nokkrir mánuđir

síđan ŢJÓĐIN hennti ţessu fólki  ÚT. En fólkiđ sem kom í stađinn,

ţađ er fariđ ađ reyna á  ţolrifinn í manni.

Ađalsteinn Agnarsson, 21.6.2010 kl. 21:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 584
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5861
  • Frá upphafi: 3190203

Annađ

  • Innlit í dag: 503
  • Innlit sl. viku: 4999
  • Gestir í dag: 444
  • IP-tölur í dag: 425

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband