Leita í fréttum mbl.is

Lúpínan enn

„Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar, sauðkindinni, hömlulaust á viðkvæmt land. Reynslan hefur sýnt að um leið og land er friðað fyrir ágangi sauðfjár og traðki hrossa tekur það við sér og fínleg gróðurþekjan myndast....“Þessa fullyrðingu er að finna í afbragðsvel skrifaðri grein Guðmundar Andra Thorssonar í Baugstíðindum í dag. Enn segir Guðmundur:....“að lúpínan útrýmdi á stórum svæðum til að mynda berjalynginu sem gefur okkur berin sem glatt hafa góm íslenskra barna í mörg hundruð ár.“

Ég veit ekki hvort Guðmundur Andri þekkir til á Haukadalsheiði þar sem voru kölluð „Skerslin“. En þar hefur ekki verið beit í  hálfa öld. Þar hélt áfram að fjúka af 2 metra þykkur jarðvegur og eftir var grjótmelur þar sem ekki myndaðist nein fínleg gróðurþekja að marki. Jón bóndi á Laug sem var náttúrugreindur maður taldi að landið myndi gróa upp með tímanum þegar allt væri af því fokið. Ekki gerðum okkur neina grein fyrir þeim tíma sem þetta tæki og ekki sáum við það gerast á þeim 60 árum sem okkar augu hafa séð og muna.

Það var farið að reyna að stinga niður börðin og setja heyrúllur í sárin og virtist það gefa góðan árangur við að stöðva fokið. Síðan fór lúpína að vaxa á grjótinu og nú er þarna víða grænt. Þetta má sjá á www.agbjarn.blog.isÉg hef nú í áratugi stundað berjatínslu þarna neðar í sömu sveit , mest bláber, á  svæði utan í grýttum holtum. Þar eru þykkar lyngbreiður að mosanum sem klæðir svo grjótin. Í næsta nágrenni er lúpína búin að vera í 40 ár  í gróðurlausum flögum og urð. Hún hefur haldið sig þar og síðan hefur sprottið upp birki og víðir. Berjalandið hefur ekki orðið fyrir ágangi lúpínunnar á þessum stað. Enda myndi ég ekki læra mig um slíkt. Mér sýnist lúpínan heldur ekki læra sig neitt um að leggja gróið land undir sig og víða er komið graslendi þar sem lúpínan var einráð áður.

Eigum við ekki að leggja af svona ofsatrú á þetta eða hitt. Þetta getur allt farið saman án þess að umhverfisráðherra eða rithöfundar þurfi að fá harðlífi vegna þessa.

Lúpínan og lyngið  mun lifa okkur öll hvað sem við segjum í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Lúpínan á sinn sess í náttúru landsins og er ekki skaðvaldur. Það er að sjálfsögðu réttur þeirra sem ráða yfir sínu landi að hemja hana eða breiða út eftir eigin ósk. Mér finnst átak á vegum ríksins vera óæskilegt og líklegt til að valda tjóni frekar en hitt.

Eftir 50 ára reynslu af lúpínu er hægt að draga ályktanir aðrar en að þessi duglega jurt sé réttdræp með öllu í almenningi. Það er beinlínis stríðsyfirlýsing gegn heilbrigðri skynsemi.

Gísli Ingvarsson, 12.7.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég minni á síðuna Vinir lúpínunnar þar sem fram fara skynsamlegar umræður um þessa fallegu og nytsamlegu plöntu.

http://www.facebook.com/group.php?gid=117724394910732

Ágúst H Bjarnason, 12.7.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lúpínan riður brautina. Útgangs-hross mun nú líka vera duglega við að útrýma gróðri.

Júlíus Björnsson, 12.7.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkur ár eru síðan ég kom síðast á Haukadalsheiðina og get ég því ekki tjáð mig um viðgang lúpínunnar þar.

Ég þekki hins vegar nokkur önnur svæði á landinu þar sem lúpínan hefur valdið stórkostlegu umhverfisslysi, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Nægir þar að nefna útbreiðslu lúpínunnar á Hafnarmelum fyrir neðan Ölver í Hvalfjarðarsveit. Það er ekki nema rúmlega hálftíma akstur þangað frá Reykjavík og ráðlegg ég öllum þeim sem vilja styðja lúpínuræktun að fara og skoða það svæði.

Þarna var fyrir um einum áratug plantað nokkrum lúpínum, skemmst er frá því að segja að hún hefur lagt undir sig stórt svæði og eyrir engu, jafnvel birkiskógur sem var á torfum á þessu svæði er að láta undan ágangi lúpínunnar. Það er því alger fjarstæða að halda því fram að lúpínan drepi ekki annan gróður, jafnvel gróður sem talinn er sterkur og mun hærri en lúpínan á í vök að verjast þarna. Áður en lúpínu var sáð þarna var birkið farið að skríða út af torfonum og út á melinn og farinn að mynda sprota þar. Lúpínan hefur drepið þá alla!

Enn er hægt að sjá þarna mela sem lúpínan hefur ekki náð til. Þar hefur sprottið upp lággróður síðustu árin, sennilega vegna minni beitar en ekki síður vegna hlýrra loftlags. Þegar betur er að gáð hefur mosi og annar smágróður þó ekki vikið fyrir þessum lággróðri, öfugt við það svæði sem lúpínan hefur lagt undir sig. Þar finnst enginn annar gróður við jörð. Væntanlega verður lúpínan búin að ná öllu svæðinu áður en annar áratugur hefur liðið.

Þarna hefur því orðið umhverfisslys, þessi melur var engum til ama og gróðureyðing löngu hætt, reyndar var á þeim tíma sem lúpínunni var plantað þarna, farinn að myndast töluverður gróður og flest öll börð orðin gróin. Því virðist sem fagurfræðilegt sjónarmið hafi ráðið um þessa aðgerð, einhverjir skammast sín fyrir melinn!! Það þarf enginn Íslendingur að skammast sín fyrir sitt fagra land!!

Innan ekki svo langs tíma má því búast við að á þessu svæði verði einsleitur gróður í stað fjölbreyttara gróðurfars.

Lúpínan getur hugsanlega átt rétt á sér til að stöðva landeyðingu, en einungis þar sem engum öðrum ráðum verður við komið. Öll plöntun hennar á öðrum svæðum á að banna samstundis. Vissulega verður henni ekki útrímt, það er orðið of seint. Hugsanlega er hægt að halda henni í skefjum en þó aðeins ef stöðvuð verður útplöntun hennar. Þetta mun þó kosta mikla fjármuni og ekki víst að þeir séu til.  Undantekningar er hægt að hugsa sér þar sem engum öðrum ráðum verður fyrir komið og þá undir ströngu eftirliti landgræðslunnar.

Varðandi berjalyngið þitt á Haukadalsheiðinni Halldór, er í raun ekki spurning hvort þú hafir það til afnota, heldur hversu lengi.

Gísli, lúpínan ER skaðvaldur, 50 ára reynsla sýnir það svo ekki verður um deilt.

Ágúst, á síðu Vina lúpínunnar er ákaflega einsleit umræða og varla nokkur sem þorir að mótmæla lúpínunni, enda eru það í flestum tilfellum vinir lúpínunnar sem tjá sig þar. Um fagurfræði lúpínunnar er hægt að deila endalaust en hún kemur málinu ekkert við. Nytsemin getur verið við sérstakar ástæður en alls ekki almennt.

Júlíus, útigangur hrossa á Íslandi er orðinn mjög lítill, nánast enginn. Sauðfjárbeit hefur ennig minnkað mikið. Stæðsta breytingin er þó veðurfarið, hlýnandi loftslag hefur orðið til þess að svæði sem fyrir einum til tveimur áratugum var nánast bert, hefur tekið miklum breytingum og gróðurfar um allt land aukist stórkostlega. Það er ekki lúpínu að þakka.

Fyrir nokkrum áratugum var ég einlægur aðdáandi lúpínunnar, enda var hún kynnt sem planta sem einungis lifir í örfokalandi og viki undan öllum öðrum gróðri, að lokum átti hún að drepast og annar gróður að taka við. 50 ára reynnsla sýnir að þetta er ekki rétt, lúpínan lifir nánast hvar sem er, drepur annan gróður og drepst ekki jafnvel þó hún sé orðin áratuga gömul! Eftir að hafa fylgst með framgangi hennar á Hafnarmelum og víðar hef ég algerlega snúist við. Ég hef séð með eigin augum eiðileggingarmátt og yfirgang þessarar plöntu.

Ég endurtek því að þeir sem eru einlægir aðdáendur lúpínunnar ættu að taka sér sunnudagsrúnt að Hafnarmelum og skoða verksummerki plöntunnar þar. Þar er enn hægt, á einum stað, að sjá muninn á svæði sem lúpínan hefur lagt undir sig og svæði sem hún hefur ekki enn náð til.  Ekki er víst að hægt verði að gera slíkan samanburð þar eftir nokkur ár.

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2010 kl. 20:46

5 Smámynd: Njáll Harðarson

Góð grein um þarft málefni, búfé og gróður Íslands.

Nú þegar komið er á 21. öldina þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að bændur geta ekki endalaust vaðið áfram með sinn búpening og haldið að þjóðin sé skaðabótaskyld þegar búfénaður verður fyrir áföllum og eða þegar búfénaður verður þjóðarhagsmunum að skaða. Skemmdir þess vegna á gróðri landsins og slys vegna búfénaðar er á ábyrgð eigenda þess fjár sem slysum og skaða valda. Er ekki komið nóg?

Njáll Harðarson, 12.7.2010 kl. 20:57

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver er aðferðinn til að hefta vöxt Lúpínu? Svarið við því leysir vandan. Lúpína er ekki allstaðar af einhverjum ástæðum. Getur verið að rækta þurfi trjágróður ofan í hana?

Júlíus Björnsson, 12.7.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Júlíus, þú getur skroppið upp í Skorradal til að sjá hvernig gengur að rækta trjágróður ofní lúpínuna!

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2010 kl. 23:17

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg verð nú að tjá mig m þetta hitamál, þ.e. lupínumálið.

Nú að vísu er mitt sjónarhorn dregið ag því sem eg hef séð hingað og þangað um landið - og þar vekur athygli mína einkum tvennt:

1. Lúpína virðist freofa sér alveg ótrúlega sumsstaðar og virðist fátt standa í vegi fyrir henni.  Þ.e. fólk er að sá kannski einhverju og heldur að verði smá blettur - hún dreifir sér um heilu breiðurnar og hlíðarnar, jafnvel þar sem fyrir er einhver gróður.

2.  Mér finnst oft helv. löng bið eftir því ,,að annar gróður myndist í kjölfar lúpínu" eins og maður heyrir oft sagt.  Verð að segja það.

Helst á því að hún sé ofmetin þessi lúpína.  Jú jú, vissulega getur hún verið réttlætanleg víða - en annarsstaðar á hún ekkert við. 

Td. tel ég varasamt að sá henni í hlíðum fyrir ofan byggðarlög.  Henni er sáð í mela og sona sumsstaðar.  Berar fjallshlíðar.  Held þetta auki skriðuhættu.  Jarðvegurinn drekkur í sig meira vatn og verður þyngri = Aukin skriðuhætta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 23:48

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Lúpína virðist dreifa sér"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2010 kl. 23:50

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar Heiðarsson

Það er fengur í því að fá skoðanir glöggs manns sem horfir á hlutina.

Nú man ég ekki annað en að við Ölver hafi verið auðnin ein og landrof við Ölver áður en Lúpínan kom.

Þetta tal um lúpínu eða annan gróður er mest tal um lúpínu eða engan gróður, því miður.

Ég þekki engin dæmi þess að trjágróður í vexti  drepist af lúpínu og horfi ég þó nokkuð. Hinsvegar er sumstaðar trjágróður að reyna þar sem hann á óblíða ævi vegna skilyrða. Hann reynir þá aftur í skjóli lúpínunnar.

Ómar Bjarki, ég held að gróðurbinding minnki skriðhættu með því að stöðva vatnsrennslið ofan í moldina þanngi að thixotropíu eiginleikar eigi erfiðara meðað myndast. 

Halldór Jónsson, 13.7.2010 kl. 07:14

11 Smámynd: Halldór Jónsson

En Gunnar, ég ætla að fara að Hafnarmelum aftur og skoða við tækifæri.

Halldór Jónsson, 13.7.2010 kl. 07:15

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Gunnar, berjalyng er ekki á Haukadalsheiðinni, það er allt farið fyrir löngu, þetta er annarsstaðar.

Halldór Jónsson, 13.7.2010 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3417960

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband