Leita í fréttum mbl.is

Áfall !

Ég var að hlusta á hann Ögmund Jónasson á Útvarpi Sögu að tala við Arnþrúði og Pétur.

 Ögmundur lýsti sinni afstöðu til Evrópusambandsins á þann veg að ég hefði varla geta lýst minni eigin afstöðu jafn vel, því auðvitað er Ögmundur betur máli farinn og áheyrilegur.  Ögmundur vildi líta til heimsins alls, Ameríku, Suðurameríku, Asíu eins og Evrópu en ekki  múra landið okkar inni í einverju sambandi þar sem við hefðum ekki neitt um okkar ytri mál að segja.  Við hefðum núna rödd í samfélagi þjóða en myndum öðlast minna vægi í stóru sambandi. Ég var við að fá áfall af hrifningu yfir þessu öllu þegar ég svo minntist þess að Ögmundur styður og hefur setið í ríkisstjórn sem er í aðildarviðræðum við þetta sama samband. Þetta er hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar. Og þó. Eins og Guðmundur Einarsson sagði stundum: "Nothing happens by chance" (Ekkert er tilviljunin ein.)

Svo heyrði ég tveimur tímum síðar,  að maður hringir í Pétur og lýsir þá alla öfgamenn sem eru á móti  Evrópusambandsaðild. Þetta séu allt fólk sem hafi ekki kynnt sér málin en séu með fordóma. Ég dáðist að því hvernig Pétur tók á þessum kalli. Spurði hann hvort hann teldi sig,Pétur, til öfgamanna? Sussu nei, það eru hinir allir sagði kallinn. Evrópusambandið væri manngæskan ein og hjálpaði öllum. Ég hugsaði nú til Bruno á bálkestinum þegar þessi maður skellti á Pétur eftir að hafa orðið rökþrota með allar hástemmdu klissíurnar, sem hann hafði lært greinilega  utanað án þess að kryfja þær til mergjar eins og Pétur var fljótur að gera.

Í öllu þessu tali um nýjan gjaldmiðil af því að krónan alltaf lækki og lækki og sé þess vegna ónýt og þar frameftir götunum, þá fór ég að hugsa um verkfallsboðun slökkviliðsmanna og flugumferðarstjóranna. Þeir ætla að skammta sér hærri laun, sem ég, atvinnuleysinginn og skertur lífeyrsiþeginn, á að borga. Af hverju ?

Flugumferðarstjórar eru með lög á sér til að forða þeim frá því eins og hverjum öðrum óvitum með eldspýtur, að leggja flugumferðarstjórn Íslendinga, sem færir landinu ómældar tekjur, í rúst. Við kenndum þessu fólki það sem það kann á kostnað heildarinnar og veittum þeim starfsréttindi í nafni heildarinnar. Allt í einu eiga þeir lögvarðar kröfur á heildina um að fá peninga að eigin vali eða við skulum hafa verra af. Ljósmæður eru líka menntaðar á sama hátt og gera síðan kröfur á samfélagið fyrir að hafa lært til þessara verka.  Kennarar gengu í skólana okkar og fengu stöður í samræmi við það. Nú skuldar samfélagið þeim allt í einu stórfé?  Allt í nafni einhvers samningsfrelsis og heilags neyðarréttar verkafólks? Svo gengur maður inn á sjúkrahúsin og horfir á þá engla sem þar starfa að líkna sjúkum. Hefur þetta fólk nóg laun? Manni skilst að við höfum ekki ráð á störfum þeirra. Er þá ekki fangaráð að loka bara deildunum til að fækka á launaskránni ? Þá hlýtur sjúklingum líka að fækka  eða ?

Hver er neyðarréttur aldraðra, sjúkra  og öryrkja? Hver er réttur samfélagsins gegn árásum á heildina? Svíar þurftu að svar þessu 1909 í stóra verkfallinu sem breytti þjóðfélaginu varanlega.

Hver er neyðarréttur gjaldmiðilsins ?

Ef gjaldiðillinn er evra, þá er aðeins eitt svar ef ríkið getur ekki borgað. Atvinnuleysi, aflögð störf og jafnvel gjaldþrot ríkisins ef hallinn er látinn óáreittur nógu lengi.  Hvað er að gerast í Grikklandi  núna?Hversvegna er allt þetta atvinnuleysi á Spáni? Hversvegna segir Stieglitz að flatur niðurskurður geti eyðilagt þjóðfélög ?  Getum við ekki lofað krónuna fyrir eitthvað?

Ef gjaldmiðilinn er krónan okkar þá hefur verið samið eftir einhverja verkfallaskrautsýningu sem stendur í einar 3 vikur ef vel tekst til.  Þá verður að semja svo börnin komist í skólann eða bátarnir á sjó.  Síðan er gengið fellt þar sem það verður að prenta krónur til að borga verkfallsmönnum. Sem byrja svo að safna í verkfallssjóði til þess að nota í næstu atlögu að samfélaginu. Það er spurning hversu langt þjóðernistilfinng Íslendinga nær? Inn að buddunni eða til hjartans?

Líklega sér Ögmundur það,  að það gengur aldrei að vera með Evru eða dollar og ætla að reka þá verkalýðsstefnu sem hann er uppalinn í. Ég hel að margir þeir sem mest tala um ónýtan gjaldmiðil Íslendinga hafi ekki hugsað dæmið til enda.   Á árunum 1989 -2007  var dalurinn að þvælast um það að kosta um 60 kallinn .( Hann myndi líklega fara þangað aftur núna ef ekki væri ógn jöklabréfanna.)  Hvorki dollarinn né krónan voru ónýtir gjaldmiðlar þennan uppgangstíma. Á þessum árum kom inn þjóðarsáttin þar sem uppgefnir verkalýðsforingjar og atvinnurekendur á 100 % verðbólgu sameinuðust um að reyna leið skynseminnar. Afleiðingin varð mesta góðæri sögunnar á Íslandi og óðaverðbólgan hvarf. Verðtryggingin gerði löng húsnæðislán möguleg fyrir alla og menn gátu sparað á bækur, nokkuð sem áður var óþekkt.  Banksterarnir sprengdu þetta svo allt upp í sinni atlögu að samfélaginu.   

Núna er helst talað um að þær  afleiðingar af slappleika stjórnmálaforystunnar gegn uppgangi einstakra fjárglæfra-og glæpamanna sem við nú súpum seyðið af, hafi verið endimörk einhverrar nýfrjálshyggju og stjórnmálaflokks tengdri henni. Ef ekki bara einhvers fjórflokks sem hljóti að víkja fyrir einhverjum hreyfingum og bestu flokkum. Allt tekur þetta einhvern tíma en mun jafna sig áður en varir. Jón Gnarr getur jafnvel komist til meiri  stjórnmálaþroska á þessum tíma. Þolinmæðin þrautin vinnur allar. 

Nú hafa margir gamlir kommar  vitkast með aldrinum og farnir að velta fyrir sér skynseminni í kjarabaráttunni að maður grípur sig í að verða sammála þeim.  Aðrir þykjast auðvitað  ekkert hafa lært og berja hausnum við steininn.  Það er eiginlega það eina jákvæða við þessa "norrænu velferðarstjórn" krata og komma sem nú situr, að hún  kemst upp með það að banna verkföll við þær alvarlegu ástæður sem nú ríkja í landinu. Fólkið sér nauðsynina á að hafa vopnahlé og vinna sig útúr vandanum.  Hætt er við að eitthvað meira heyrðist ef íhaldið þyrfti  að standa í því að setja lög á flugumferðarstjóra eða aðra litla þrýstihópa.

Það varð mér nokkuð áfall að heyra Ögmund tala af skynsemi og yfirvegun hafandi hlustað á hann svona mörg ár.  Auðvitað veit maður innst inni að enginn er alslæmur þó menn tali stundum í þá átt. Okkur Íslendingum er líka nokkur vorkunn. Við eigum svo skamma félagslega þroskasögu að baki. Svíar gengu í gegnum verkföll og ringulreið 1905-1911 þegar þjóðfélagið logaði stafna á milli og leiddi til endurmats á hvað mönnum gæti leyfst í kjarabaráttunni og hvað ekki. Saga Svíþjóðar á árunum frá þeim aldamótum til fyrri heimstyrjaldar er lærdómsrík um mistök og erfiðleika og það hvernig stjórnmálabaráttan leiddi til þess að vöxtur samvinnuhreyfingarinnar varð að nýju stjórnmálaafli sem jafnfætis kapítalismanum leiddi til framfara og bættra lífskjara allra Svía og það komst á friður í landinu. Þetta eiga Íslendingar að mestu eftir ólært. Okkar fólk er svo fljótt að gleyma hvað tókst og hvað ekki tókst. Ef til vill er sjálfri sögukennslunni í skólunum okkar áfátt. 

Ég held ég myndi fagna fleiri svona áföllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Irwing Fisher er algjör nauðsynleg undirstað til að skilja verðtrygging og verðbólgu. Hér má vel heyra á tali háskólamenntaðra á landi mikilla  lánfyrirgreiðsluefnhagssveiflana að hann hefur ekki verið lesinn hér síðustu öldina.

Í Ríkjum sem menntamenn hafa lesið hann með skilningi vita menntamena að amortgage loans verð besta verðtrygging lausafjár. Þess vegna safna allar eilífðar lánstofnanir slíkum bréfum  á 1 veðrétti í fullbyggðu húsnæði til heimilis almennra neytenda.

Þar eru 30 ára jafn greiðslu lán með fast 1/360=0,28% greiðslu af heildar skuldarupphæð á útgáfu degi.

25 ár lán eru  ekki jafn vinsæl enda með 1/300= 0,33% greiðslu af heildar skuldar upphæð á útgáfu degi.

Ef 20% hærri mánaðar greiðslubyrði.

Í samanburði ríkja sem þjóðatekjur á haus leiðir 25 ára forsendan til harðstjórnar og almennt minni neyslukaupmáttar sömu vöruverðmæta, eða til verðbólgu og almennt hærri framfærslu kostaðar.

Þetta kemur gjaldmiðli ekkert við.

Erlendis er líka heildarskuld jafngreiðslulána fullbyggðs húsnæðis Lánsfjárhæð + grunnvextir + væntanlega verðbólga 30 ár.

Verðbólga miðast við vöxt neytenda verð vísis síðustu 30 ár. Í USA er þetta í 3,2%.

Fastir nafnvextir eru líka á bilinu 5% til 7%.

Hinsvegar þegar um 5 ára jafngreiðslu lán er að ræða er til dæmis byggingar aðilum boðið um á falska jafngreiðslu.

Heildar umsamin skuld er sú sama en  hámarkað veðáhættu dreifing er á gjalddögum, eðlilegt því veðin eru í byggingu.   Einnig er veðjað á að verð nýbygginga fari hækkandi eftir því sem fleiri selja og allt sé selt innan 5 ára, þess vegna er lánsformið haft þannig að heildskuld er sú sama en greiðslu lægstar fyrst og hækki fram til lokagreiðslu sem er hæst. Þetta er hluti af nýju frelsi slakað á veðkröfum útlánstofnanna.

Hinsvegar ef samið eru heildarskuld sé lánsfjárhæð  + raunvextir með mánaðlegum leiðréttingu á umsaminni heildar skuld er þetta negam lán og áhættudreifingalánformið veldur því að eftir um 5 ár er heildar skuldin orðin hærri en neytendaverðvísirinn CPI segir til um: líkur eru litlar eða engar að verðbólga verði sú sama í USA og UK og í Þýskalandi á tíma lengri en 5 ár.

Þess vegna er þetta mjög vinsælt hjá glæpalánurum  að telja neytendum að þetta sé jafngreiðlu lán til að auðvelda lántaka greiðslur.

1982 voru raunvextir slíkra lána um 8,5% . Þeirra hafa aldrei farið yfir 2% múrinn UK landi íhaldsmanna.

Í USA og UK er þess vegna fastir jafngreiðslu lá 5% til 7%.

5% sennilega vegna þeirra sem spara fyrir 20% til 30% útborgun  þetta tryggir sparnað. Veðbréfin sjálf í eigu innlánstofnanna tryggja hinsvegar stöðugt innstreymi reiðu fjár óháð vexti neytenda vísisins.

Útlendingar vita allt um þekkingarleysið hér í bland við fjármála mafíustarfsemi að hætti Berlusconi. Verkin tali sínu máli  þótt höfundarnir segi annað.

Index er annað orð yfir vector. Index Numer er talan sem vísirinn bendir á. Index number gæti því þýtt á rökréttri Íslensku vísistala.

Hinvegar þýðir Consumer ekki Consumption.

Í viðskiptaheimi hinna þroskuðu er unnið með fjárgmagnstólið neytendaverðvísir til að þurfa ekki að festa í lög að opinber mæling eigi að vera trygging fyrir mælingu  á verðlagi neytendavarnings, til að að vera saman við vístölur Bankanna.

Sé verðbólga í dag 5% og Nafnvextir  [ekki negam lánsformum þarf ítrun]  8% eru raunvextir í augnblikinu 3%. Þetta vita allir úttlerndingar þroskaðra læsra ríkisstjórna.

Gjaldmiðill er ávísun á veðin sem hann tengist. Greiðslugeta er að veðið í veðsöfnunum öruugra íbíðalána erlendis. Það og þau er verðtrygging í sjáfum sér og fjálsfjöldsamkeppni er leifð tryggir 1,77%-1,99% grunnavaxta kröfur þessra hreinu 30 ára jafngreiðlu lána í UK í dag. UK þarf ekki að taka erlend lán til hýsa sína íbúa í Bretlandi.  

Ísland og Lettland eiga greinlega margt sameiginlegt. 

Júlíus Björnsson, 16.7.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Halldór! Mér er líkt farið og þér,að svona hálf-grípa andann á lofti yfir ummælum Ögmundar og get ekki annað en fagnað þeim. Síðan kom rödd í símatíma,(á útv. Sögu),sem gerði lítið úr ummælum hans,því hann styddi ævinlega allt á morgun,sem hann hafnaði í gær.        Við kenndum þessu fólki,,,,  já okkar kynslóð lagði mikið á sig til að mennta börnin sín,taldi það nú ekki eftir. Það er auðvitað lítilræði, ættu launakröfur ekki að miðast við ástand kreppunnar? Jæja ,nú var ég trufluð af skólasystur þinni,Kolbrúnu(sem er í sinni sveit),systur minni ,sem bað fyrir kveðju,þakka fyrir góðan pistil.  

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2010 kl. 17:18

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Halldór. Ég trúi því ekki að nokkur heilvita Íslendingur vilji afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar í hendur ESB. Það er rétt, að eina eibrigða þjóðfélagsumræðan er á Útvarpi Sögu. Hjá RÚV, útvarpi allra landsmanna geta menn hlustað á leikskólabörn syngja Atti, katti, nova eftir hádegið og horft á bjórauglýsingar í boði Ríkisins á kvöldin.

Júlíus Valsson, 17.7.2010 kl. 02:19

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill Halldór. Tek undir með Júlíusi Valssyni um Sögu versus RÚV.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.7.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband