Leita í fréttum mbl.is

Erum við með eða ekki?

Merkilegt hvernig velmeinandi menn sem tekið hafa Evrópusambandstrúna, eru einbeittir í því að engar hernaðarlegar skuldbindingar fyrir Íslendinga fylgi aðild. Við eigum allt að fá í einhverjum sérsamningum við sambandið, sem gera okkur stikkfrí í ótal málum eins og hermálum og fiskveiðum.  Samt eigum við að hafa Rómarsáttmálann sem okkar stjórnarskrá eins og bandalagsþjóðir okkar sem kveður á um allt annað.

Greinarnar nr. 27 og 28 í Lissabon-sáttmálanum liggja á borðinu. Þær segja ótvírætt að koma skuli á fót Evrópuher. Þá leggur Lissabon-sáttmálinn einnig línurnar að þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu fyrir Evrópusambandið. Af hverju vilja talsmenn aðildar horfa framhjá þessu?

Frakkar vilja að sambandið geri út flugvélamóðurskip og að sambandið skuli halda úti einum stærsta her í heimi.   Erum við eitthvað á móti því? Viljum við heldur vaxandi herstyrk múslímaríkjanna? Erum við ekki ánægð með að Frakkar og Bretar skuli vera kjarnorkuveldi? Við verðum hluti af óvígum her sem getur boðið óvinum byrginn. Af hverju viljum við ekkert vita af þessu?

Hversvegna er lagt svona mikið kapp á það að halda því fram að þessar og aðrar reglur ESB eigi ekki við okkur Íslendinga sem nýja meðlimi? Af hverju ættum við  að skorast undan þátttöku í her Evrópusambandsins? Ætlum við ekki að vera fullgildir meðlimir í þessu eftirsótta sambandi?  Er okkur þá vandara um en öðrum að leggja okkar af mörkum eins og hinir?  Eða ætlum við bara að vera á framfæri hinna þjóðanna?  Er mikil reisn yfir því?

Ég vildi gjarnan að sambandssinnar útskýrðu það  fyrir mér hversvegna Ísland á að byggja aðild sína á sífelldum undanþágum og sérstöðu? Ekki taka þátt í sameiginlegri fiskveiðistjórnun, ekki taka þátt í hernum, fá undanþágur fyrir landbúnað okkar og svo framvegis? Af hverju við eigum ekki að taka þátt í störfum sambandsins af fullri einurð eða láta það eiga sig að öðrum kosti?

 Hversvegna erum við að ganga í bandalag með öðrum þjóðum ef réttindin eiga bara að vera á annan veginn en skyldurnar á undanþágu?  Vill einhver af bræðraþjóðunum eiga slíka bandamenn sem okkur? 

 Auðvitað eigum við ekki fé fyrir mörgum fallbyssum en yrðum við ekki að sýna samhug okkar í verki?  Væri ekki annað lítilmannlegt? Og svo er þetta með allar undanþágurnar sem við eigum að fá í aðildarviðræðunum, sem eiga að sýna hvað verður í pakkanum handa aumingja Íslandi. Þessi afsláttur sem stuðningsmenn aðildarviðræðnanna eru svo yfir sig spenntir að fá að sjá og þeir telja að muni skipta sköpum um afstöðu Íslendinga til sambandsins. 

Hversu lengi ætlar Ísland að vera á undanþágum?  Ætlum við annars að að vera með heilshugar eða ekki? 

Hversu lengi eiga væntanlegir sérsamningar við Íslendinga að gilda? Í einhvern ásættanlegan aðlögunartíma eða jafnlengi og Rómarsáttmálinn ?

Ætlum við að vera með eða ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Ísland er meðlimur að NATO. Hefur þarmeð aðgang að stærsta hernaðarmætti heims. Hvað er ESB að sperra sig, þeir eru líka í NATO.

Björn Emilsson, 20.7.2010 kl. 19:44

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er búinn nánast að læra utan að franska útgáfu af samtekt alla stjórnlaga samninga Meðlima-Ríkja, það kallast bálkuð útgáfa að Stjórnskrá EU, þar sem búið er að raða stjónlögunum niður.

Þau ríki sem vilja endilega vera í NATO eða öðru sambærilegu er það heimilt.

Hinsvegar veru EU skipt niður í undir hernaðarbandlög  í samræmi við legu Ríkja.

Allur sameiginlegur rekstrar kosnaður heraflans það er sem fellur undir væntanlega varnar[sóknar] stofnun [eftir að velja henni staðsetningu], verður geiddur úr sameiginlegum sjóður Evrópsku SAmeiningarinnar. Öllum ríkjum er heimilt að bjóða sig fram til úthlutnar verkefna en ekkert ríki fær skatta afslátt.

Ég veit að öllu núvenadi Meðlima-Ríki þurfa ekki að láta segja sér að það tvisvar að því meiri þátttaka marg borgar sig.

Einnig kemur í upp í huga grein um sóknar-vörn, þar sem öll Meðlima-Ríkja sem hafa ekki grein til heimildar slíku í sinni stjórnarskrá eiga að kippa því liðin fyrr en síðar.

Þetta er mjög í anda VG það er að ráðast fyrst á þjóðina og  sanna síðan að þjóðin hefði annars ráðist á VG fyrst.  Þetta gæti verið þjóð í Afríku, Suður Ameríku eða Asíu.

Einnig eru greinar í Evrópsku Stjórnarskrárdrögunum sem skilja má í samhengi. Að þegar Bretar vilja setja Englandsbanka undir Evrópska Seðlabankann og þar með inn í Evrópska Seðlabankerfið og eignast hlut í EVrópska Fjárfestingabankaum [sem aldrei á greiða arð út úr og þjóðverjar og Frakkar eiga 50% og staðsetning er ekki varanleg].

Hluti í þessu svo sem í dollara [eða annarra mynta] varasjóði  má líka  N.B greiða með lánum frá AGS, sem má líka koma inn í  vandamál sem rísa vegna skuldajöfnunnar innan Evrópsku Sameiningarinnar. Brussel Umboðið á hinsvegar að láta AGS alfarið um að koma inn í máli þegar einstök Meðlima-Ríki eru að kljást við önnur sem eru ekki Meðlimir.

Hvað draumar Þjóðverja og Frakka eru fljótir að fullkomnast [Hjá hernaðarþjóðum eru lagamarkmið bara spurning um tíma, engin spurning um að þau rætist eða fullkomnist], er allt undir Bretum að mínu Mati komið. UK mun ekki selja sig ódýrt og það vita aðilar í USA.

Stjórnskráin [skrýtin/óvenjuleg stjórnarská að mínu mati]  gefur þær skýringar að Bretar til telji sig en geta fjármagnað sig sjálfir á eigin mörkuðum ennþá.

Þá mun átt við gamla heimsveldið sem þeir deila í dag með USA.

Ísland eða Íslensk efnahagstjórnar sérfræði [negam-lánagrunnur og skuldaþræla setning 60% neytenda 2005 að mati IMF=AGS] hafa engin áhrif á Umboðið í Brussel hvort sem Ísland á sæti á fulltrúþingi Meðlima Ríkja til að samþykkja yfirfarin stofnanna ákvæði sett fram af Umboðinu  eða á skoðanna nefndarmenn í 350 nefndum  Evrópsku Sameiningarinnar.

New World Order veit að á næstu 30 árum ræður Brussel því hvert eigið féið er á hverjum tíma á Íslandi.

Andi USSR virðist hafa sigrað eftir allt. Enda er kommúsminn flokkaður hér til hægri og vinstri: undir ýmsum nöfnum, grunnur er sá sami í framkvæmd eða rassinn á þeim öllum.

Ó frjálsmaður fæðist með neikvætt eigið fé og deyr með neikvætt eigið fé. Það vita allir sannir frjálshyggju menn.  Því fleiri frjálsir því meira lýðræði og því  meiri samkeppni og því meiri almenn velferð.   

Rauður Ráðgjafi eða úlfur í sauðgæru var líkinga málið í gamla daga, hausinn fýkur en aðrir lifa það gerðist í USSR.  Þetta er alltaf að gerast í hverjum kosningum á fætur öðrum á Íslandi síðustu 30 ár. Ráðstjórnaríki meðalmanna sem eiga heimsmet í almennri negam væðingu og skuldsetningu neytenda.  Þetta er hægt ef menntakerfi og fjölmiðlar vinna með Ráðstjórnin af fullri einurð. Bylta hugarfari almennings.  Það gerðist bylting hér  hvað varðar veðmat er haft eftir íbúðalánsjóði um 2002 í skýrslu IMF 2005.       

Júlíus Björnsson, 20.7.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Ætlum við að vera með eða ekki?"

Halldór! Alþingi hefur ákveðið að ræða við báknið og báknið vill styrkja okkur til viðræðna við sig með fjárframlögum.

Þá bara ræðum við Íslendingar við báknið. Fáum upp á borðið kosti og galla aðildar eða ekki aðildar.

Kjósum svo með eða á móti.

ESB umræðan hérlendis, einkum af hálfu hægri manna, er ekkert annað en brjóstumkennanleg móðursýki.

Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 23:00

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig haldið þið að báknið fjármagni sig ? Örugglega að hluta til með kúlu[Balloon negam]lánum?

Í Umboði [Commission] Evrópska Sameiningarinnar eru engir meðalmenn. Þeir fara eftir umferðareglum. Gera greinamun mun á sértæku og altæku. Öruggi  og áhættu. Langtíma og skammtíma. Hernaðarleg meiningararfleiðinn varð ekki til á einum degi.

Virðing er það sem skiptir öllu máli í stéttskiptum Meðlima-Ríkjum sem byggja sína stofnannastjórnskrá á menningararfleið fullveldisvaldahafanna sem afsala sér fullveldi sínu með undirritun við formlega aðild.

Virðing er ekki að hafa skoðun á á stjórnskipunarskrá, heldur að gegna henni út í ystu æsar.

Norðurlöndin hafa engin áhrif í heimum í dag. Hæfur meirhluti  Evrópsku Sameiningar veldur þar sem heldur. 

Til að skilja sína stjórnarskrá þurfa þeir sem lesa hana að hafa góða þekkingu á menningararfleiðinni sem býr að baki til að skilja hana eins og þeir sem sömdu  hina Íslensku upprunalegu á sínum og allir með grunnskóla menntun skildu sem væri rituð á sínu móðurmáli. 

Grunnmenntun var breytt hér 1972  og tekin upp hér almenn sauðamenntun að hætti allra allra hinna ríkjanna í Evrópu. Afleiðingar eru augljósar. Menn sem eru langminnugur muna eftir ræðum á þingi sem greinlegt var að þeir sem töluðu höfðu fullornast.   

Það er engin lygi að kúlu negam lán hafa hagstæðavexti að nafninu til og þarf sama sem ekkert að borga. Hinsvegar gleymist oft að nefna vísinn sem ákveður leiðréttingu lokagreiðslu.  Sem verður svo langtíma skuld í bókhaldinu við undirritun  fyrirgreiðslunnar. Til dæmis starfshæfri ríkistjórn í 4 ár.   

Júlíus Björnsson, 21.7.2010 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband