Leita í fréttum mbl.is

Verður ekki Icesave afgreitt í leiðinni ?

Ef Svavarssamningurinn hefði verið samþykktur á sínum tíma, væru vextirnir til Breta og Hollendinga hugsanlega orðnir 60 milljarðar króna. Meira en tvöhundraðþúsundkall í skuld á hvern mann í landinu. Áður en byrjað er að borga niður skuldina. 

Er það ekki skilyrði af hálfu Evrópusambandsins að gengið sé frá þessu lítilræði við Breta og Hollendinga áður en Össur fær aðgangspakkann afhentan þarna úti í Brüssel?  Skyldi hann vera ekki vera nestaður að heiman til þess?

Hin meinta Icesave-skuld er sögð geta jafnvel numið 1000 milljörðum króna. Skyldi það vera stórmál í augum krata og VG þegar jafnmikið mál er í húfi eins og Evrópusambandsaðild Íslands? Nenna þau Steingrímur og Jóhanna nokkuð að hanga lengi yfir þessu Icesave?  

Gengur Össur ekki bara frá þessu Icesave  í leiðinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 5818
  • Frá upphafi: 3188170

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4932
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband