Leita í fréttum mbl.is

Mér er eiginlega sama

Mér er orðið eiginlega alveg sama hvað þeir rífast um það hvort Gylfi hafi sagt þetta eða hitt eða ekki sagt þetta og hitt. Hvað varðar mig um hvað Jóhanna sagði um laun Más? Myndbandið um Má á YouTube skýrir margt og hversvegna þjóðinni er að fækka í fyrsta sinn frá 1888.

Það sem er að renna upp fyrir mörgum er að þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt og hefur ekki neitt gert. Hún þykist hafa endurreist bankana en hvað gerði hún? Rak gamla spillingarliðið og sett sitt fólk inn til að halda starfseminni áfram. Afskrifaði útlán gömlu bankanna, afhenti þau með miklum afföllum inn í nýju bankana sem núna rukka þau á fullu verði inn hjá skuldurunum. Steingrími finnst þetta vera afrek. En það er það ekki. Þetta var bara rán og gripdeild og eignaupptaka. Allt annað hefur ríkisstjórnin ekki gert og alls ekki neitt af því sem hún lofaði. Hvaða peninga átti Steingrímur til að endurreisa banka með annað en seðlaprent og skatta? Lögin á kjaradeilu Flugumferðarstjórana er það eina sem uppúr stendur hjá mér af stjórnvisku.

Hver skyldi gangast upp við auglýsingu frá Aríon banka um að taka við lífeyrissparnaði? Banka Samskipa og Haga, 365 miðla, Fréttablaðsins. Hver er þessi banki? Hver á hann? Hvert er hann að fara? Hvernig voru stjórnendurnir valdir?

Svo bera ráðherrarnir og seðlabankastjórinn það á borð, að bankakerfið fari á hausinn ef dómi Hæstaréttar um gengislánin er framfylgt? Bankarnir þoli ekki afslátt af kröfum sem þeir keyptu inn á hrakvirði? Það verði að setja afturvirk lög til þess að ná í peninga handa þeim í formi betri vaxta?

Það er ekkert að gerast í þessu þjóðfélagi utan sjávarútvegsins. Allt annað er í dvala. Traust er ekki að finna neins staðar í þjóðfélaginu. Landflóttinn heldur áfram því það trúir enginn af því fólki á næstu framtíð. Eftir situr skyldulið þeirra sem ekki geta flúið.

 Ríkisstjórnin og Már í Seðlabankanum hugsa ekkert um annað en stækka gjaldeyrissjóðinn til að geta borgað Icesave og þjónkast við  AGS. Stefnan er ekki sú að reyna að koma atvinnulífinu i gang. Stefnan er hinsvegar sú að fyrirbyggja allar framkvæmdir og að því er unnið ótrauðlega í gegn um umhverfisráðuneytið þar sem auðveldast er að drepa allri umræðu á dreif og skjóta sér á bak við nauðsyn gegnsærrar umræðu.Enda Össur í útlöndum við að siða Evrópusambandið til fyrir okkur.

Er einhver úr ríkisstjórninni að veita forystu? Er einhver að tala kjark í þjóð sína? Er einhver að að blása fólkinu í brjóst að trúa á landið sitt sjálfstætt og fullvalda? Þangað til að ég heyri eitthvað slíkt þá er mér eiginlega sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Síðustu 8 mánuði er fólkfjölgunarhraðinn um 0,18% á ársgrunndvelli, þannig að þeir sem hætta vegna ellífeyristöku draga úr atvinnuleysi og hækka álögur á þá sem er ennþá í vinnu.  Fækkun getur þýtt fleiri evrur á  Íslenskan haus.

Fólk betlar mat í biðröðum, edrú, með börnin sín í Alþingsborg Íslands. Þetta gæti verið verra, svo ástæða er til að vera bjartsýnn að hætti lítt greindra ráðstjórnarmanna Íslands..

Júlíus Björnsson, 19.8.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband