Leita í fréttum mbl.is

Út að skemmmta sér

 Halldór Laxness leggur Umba þessa klausu um hraðfrystihús í Kristnihaldi undir jökli:„Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemta sér.“ 

 Í minn mannsaldur var ég þvingaður til að greiða í Lífeyrisissjóð Verslunarmanna.. Honum stjórnaði maður sem ég hef aldrei hitt, einhver Þorgeir  Eyjólfsson,  sem ég hafði aldrei  kosið til að gæta mín hluta fjárins, ekkert haft með að segja hvað hann gerði með peningana. Þorgeir þessi var einn voldugasti maður landsins á sinni tíð og lánaði allskyns fyrirtækjum öðrum en þeim sem ég vann hjá.  Ég hafði aldrei nein áhrif hvað þessi sjóður gerði við iðgjöldin mín eða hvað hann keypti fyrir þau.  Ég hef aðeins að gera með það þegar sjóðurinn skrifaði mér nú síðast að lífeyrisgreiðslurnar til mín yrðu núna lækkaðar vegna þess að sjóðurinn hefði tapað á spekúleringum sínum, keypt vitlaust og tapað hundruðum milljarða af mínum peningum. Ábyrgðin var þá alfarið mín.

Nú birtist aftur maður sem ég veit engin deili á, einhver Finnbogi Jónsson.  Forstjóri Framtakssjóðs Lífeyrissjóðanna. Sjóðurinn búinn að kaupa flest fyrirtæki landsmanna sem einhver umsvif  hafa af Landsbankanum. Þessi fyrirtæki voru öll farin á hausinn og lent í klóm Landsbankans gamla sem er líka farinn á hausinn og er orðin eign einhverra skilanefnda sem ætla að stjórna honum næsta áratug fyrir ævintýralegar fjárhæðir. Einhver  nýr Landsbanki, sem Steingrímur J. stjórnar er svo tekinn við öllu gamla sukkinu og er núna búinn að selja þessum sjóði Finnboga  allt klabbið. Steingrímur J. er auðvitað hrútánægður,  nú er allt komið á eina hendi að hætti hans gamla draumalands, Sovét Íslands.

 Finnbogi þessi er orðinn einn valdamesti maður landsin. Hann  getur ráðið sín ættmenni og vini inn í öll þessi  fyrirtæki, sem hann segist svo ætla að selja ef þau skili hagnaði ef svo ber undir. Hann ætlar ekki að hafa afskipti af fyrirtækjunum önnur en að velja stjórnendur(SIC!). Hvaðan kemur honum og ráðgjöfum hans viska til þess?  Hverjum ætlar hann svo  að selja?  Hver skyldi eiga peninga ? Hver lánar ? Landsbankinn? Hvað ef fyrirtækin bara halda áfram að tapa undir stjórn valinna manna Finnboga þessa? Halda menn að hann selji þau þá? Nei , þá verður bara meira af mínum lífeyrissjóðspeningum mokað í tapið. Jón Ásgeir verður örugglega til staðar til að kaupa ef allt um þrýtur.

Stjórnin í Framtakssjóðnum umlykur sig einhverju 12 manna ráðgjafaráði, sem ég fæ ekki að kjósa.Hin íslenska  Nomenklatura er þannig komin til æðstu metorða með velþóknun aðalritarans Steingríms J. Sigfússonar.Hvaða nauðsyn ber þjóðinni til þess að reka Húsasmiðjuna og láta það fyrirtæki auglýsa í sjónvarpinu og stofna blómabúðir á Ísafirði?  Er það ekki  farið á hausinn og ætti að loka.  BYKO er ekki farið á hausinn og ætti að njóta þess. Til hvers er verið að reka Vodafone?, Til hvers er verð að reka 365 miðla ? Af hverju er þetta ekki slegið af allt saman. Af hverju er steypustöð Mest ekki lokað og BM Vallá ? Láta fólkið um að hræra steypu ef það vantar hana?  Loka og skipta  þessum gjaldþrota fyrirtækjum upp eins og öðrum gjaldþrota fyrirtækjum í aldanna rás?  Kapítalisminn á að hreinsa sig samkvæmt sínum lögmálum. Allt annað leiðir til spillingar og taps.  Allt annað er kommúnismi og kratismi sem sökkvir þjóðinni dýpra í fenið sem hún er á bólakafi í um þessar mundir.

Blöskrar engum  hvert Ísland er raunverulega komið? Ríkisbankar, ríkisfyrirtæki, pilsfaldakapítalismi að sovéskum hætti.Handvaldir menn allstaðar við stjórn ölmusufyrirtækja. Sandkassaleikur bókabéusa og fjárglæframanna en ekki athafnamanna eins og þeirra sem byggðu upp þetta land.Ísland er orðið raunverulegt kommúnistaríki undir stjórn kommissars Steingríms J. og sálufélaga hans. Nytsamir sakleysingjar hjálpa til í von um magafylli.

Lýðurinn lætur þetta gerast með þögninni. Allt gamalkunnugt ferli sem leiðir bara til þess að frelsið tapast og frjálshyggjan verður gerð útlæg. Sósíalismi andskotans ræður hér ríkjum. „Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemta sér.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Flott bloggfærsla.

Hörður Halldórsson, 20.8.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr !

Góður pistill.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.8.2010 kl. 04:22

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég rakst á viðtal við Finnboga Jónsson í Nauðungar Sjónvarpinu í gærkvöldi og það fór um mig hrollur þegar ég skildi hvert þessi maður er komin. 

Það var minn klaufaskapur að hypja mig ekki frá Neskaupstað þegar Finnbogi birtist þar í líki forstjóra Síldarvinnslunnar.  En Finnbogi hjálpaði mér að bæta úr þeim klaufaskap og sigaði rökkum sínum á mig þegar ég sat ekki,  stóð og skreið ekki eins og hann fyrir skipaði.   

Það er mjög áríðandi að vera á varðbergi hvar sem Finnbogi er í grennd og maður skyldi aldrei snúa að honum baki eða treysta orðum hans. Aldrei ætti að tala við hann öðruvísi en með vittni.

Það eru bara til tvær leiðir varðandi Finnboga og þær eru að þegja og leggja á flótta, eða beygja sig og skríða fyrir honum.   Sé síðari kosturinn valin þá þarf líka að gelta og urra að óvinum hans. 

Maðurinn er að mínu viti, sínsjúkur, fláráður, óþokki og gagnavart slíkum er reindar til ein leið í viðbót en ætla ekki að útskýra hanna hér.

Hrólfur Þ Hraundal, 21.8.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Halla Rut

Góður pistill.

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ármenn velferðarstjórnar á Íslandi hafa sig lítið í frammi við að breyta lögum um lífeyrissjóðina eins og vænta mátti. Styrkur Samfylkingarinnar illræmdu liggur hjá einangrun valdsins í launþegasamtökum og lífeyrissjóðum. Síðarnefndu að sjálfsögðu í fullri sátt við Kolkrabbann jr.

ASÍ er valdaklíka "borgarastéttarinnar" sem krefst ofurlauna úr sjóðum launþega.

Líklega þarf særða og hungraða verkamannastétt til að gera hér "byltingu fólksins!"

Vel upplýst samfélag er ónýtt í hernaði.

Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 16:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Grínarar" í valdastéttum Íslands eru kannski mesta meinsemdin.

Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þarna nær lífeyrissjóðaspillingin alveg nýjum hæðum. Launagreiðendur fá sig skipaða með lagavaldi sem umsjónarmenn hluta þeirra greiðslna sem þeir hafa  samkvæmt kjarasamningum greitt launþegum, stjórna hvert peningarnir rata og nú nota þeir þá til að endurreisa fyrirtækin sem þeir ráku í þrot. Þetta getur varla orðið fullkomnara. 

Kjartan Sigurgeirsson, 21.8.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband