Leita í fréttum mbl.is

Hættan af Guðmundi

 

Guðmundur Gunnarsson skrifar lærða grein í Baugstíðindi í dag. Guðmundur þessi hefur verið formaður Rafiðnaðarsambandsins mjög lengi. Ég hef heyrt því fleygt, að hann tryggi sér formennsku í þessu sambandi með ýmislegum sérákvæðum um atkvæðisrétt félagsmanna, sem ekki séu beinlínis fyrirmynd um lýðræðislega stjórnun. En þekki það annars ekki nánar.

En ég hef ekki komist hjá því að kynnast skoðunum Guðmundar á hagstjórn þegar kjaramál eru annarsvegar með því að lesa blöðin.  Hann hefur ítrekað farið fyrir kröfum um svona þriðjungshækkanir til sinna launþega. Ótrauður segir hann þetta vera leiðréttingar sem sáu sjálfsagðar umfram aðra launþega landsins. Þar fyrir utan setur hann saman greinar um þjóðfélagsmál með mörgum tölum til stuðnings. Spurning er fyrir hvern formaður Rafiðnaðarsambandsins talar þegar hann vill ganga í ESB.

Þetta réttlætir Guðmundur í grein sinni með því að segja að "mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni með skelfilegum afleiðingum fyrir launamenn. Meiri verðbólgu, hærri vexti, hærra verðlag." Það er hinsvegar deilt um það hvor sveifli kettinum, rófan á honum eða kötturinn.

Niðurstaða Guðmundar er í takt við  ákaflega lágt „fjármálalæsi Íslendinga" sem hann kvartar yfir. Hærri vaxtagreiðslur fyrir skuldara. Það er það sem skiptir öllu máli hjá hinum ólæsa Íslending, að engir vextir séu greiddir fyrir sparnað til þess að lántakendur greiði sem allra minnst fyrir lán.

„Íslenska krónan er við hlið evrunnar eins og korktappi við hlið skips af stærstu gerð.Örgjaldmiðillinn var auðveld bráð á spilaborðinu þar sem framkallaðar voru miklar sveiflur og auðmenn högnuðust enn meir á meðan venjulegar fjölskyldur bjuggu við hækkandi verðbólgu og vexti vegna þessa ástands."

Steingrímur J. Sigfússon, skrifar nú mikinn greinarflokk í sama blað. Þar dásamar hann íslenska kraftaverkið, hvernig vöruskiptajöfnuður er nú hagstæður og allir vísar standi upp á við.Hversvegna skyldu þeir gera það? Jú, það var hægt að lækka kjör allra Íslendinga með gengisfellingu „örgjaldmiðilsins"  krónunnar og setja útflutninginn í mikinn gróða. Mest er þetta þó allt án atbeina Steingríms eða stjórnvisku hans. Hefði hann ráðið Icesave-samningunum  væri þjóðin nú glötuð.Því er allt annað efnahagstal hans ómerkt með öllu.

Verðbólga jókst og því ætla ýmsir launþegahópar að ná fram leiðréttingum með hernaði gegn landinu. Guðmundur er einn þeirra sem bíður nú færis að ráðast til atlögu. Þetta eru þau öfl sem fella krónuna með þröngum sérhagsmunum. Guðmundur er greinilega búinn að gleyma þjóðarsáttinni sem batt tímabundinn enda á víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Hún leiddi það af sér að innflutningsverðlag lækkaði  því  gengi krónunnar stórhækkaði. Þá komu forystumenn hinn ýmsu launþegahópa  og fóru að gera skrúfur hingað og þangað og gekk þeim mun betur sem hóparnir voru minni. En allt er hlutfallslegt og þegar ein kýrin...... Verðbólgan fer af stað og kjörin rýrna en ekki batna.

Guðmundur er eindreginn talsmaður þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Hvernig munu Íslendingar  þá bregðast við ef Guðmundur hækkar taxta sinn um þriðjung? Hvar fá þeir Evrur ef þeir mega ekki prenta þær?  Guðmundur skilur ekki að að það sem hann kallar mistök stjórnmálamanna eru aðeins svör við óraunhæfum „kjarasamningum" þar sem „bófaflokkar" hafa knúið þjóðfélagið í þrot með fjártöku með byssukjöftum og gíslatöku undir formerkjum "kjarabaráttu". Þar birtist fjármálalæsi Guðmundar Gunnarssonar og þar endar það líka.

Staðreyndin er sú, að krónan er aðeins mælikvarði á okkar eigin hegðun. Mest allan tímann fyrir hrun var verðbólga lág, viðskiptafrelsi ríkti og allir gátu keypt og átt þá mynt sem þeir vildu. Enginn sá fyrir hrunið sem orsakaðist ekki af aðgerðum stjórnmálamanna heldur aðgerðaleysi þeirra. Glæpamenn hreiðruðu um sig í bankakerfinu og því fór sem fór, þar sem enginn bankahefð var til meðal stjórnenda þeirra sem voru í besta falli handvaldir aular og auk þess þý glæpamannanna.

Ef við göngum í ESB og tökum upp Evru, hvort mun þá Guðmundur miða taxta rafiðnaðarmanna við taxtana í Búlgaríu eða Þýskalandi? Hvað gerist hér ef skortur verður á Evrum þar sem Guðmundur hefur fengið of mikið til sín? Eykst þá atvinna fyrir rafiðnaðarmenn?

Staðreyndin er að örþjóð hentar best örmynt. Örþjóð hefur sveigjanleika hraðbátsins gagnvart stórskipinu og getur siglt í kring um það mörgum sinnum áður en það getur nokkuð að gert.Reynsla Íslendinga frá Davíðstímanum sýnir hvers þjóðin er megnug og hverjir eru kostir krónunnar. Viðreisnin gengur mun hraðar fyrir sig vegna krónunnar en ekki þrátt fyrir hana. Þetta sjá þeir Íslendingar sem hafna bæði Evru og ESB og trúa á að varðveita það fullveldi sem Íslendingarfengu 1918 og Guðmundur er ánægður með af einhverjum ástæðum.

Hættan stafar hinsvegar af því að leyfa fámennum hópum að taka þjóðfélagið í gíslingu undir formerkjum "kjaraleiðréttinga". Hættan stafar af verkalýðsforingjum eins Guðmundi Gunnarssyni meðal annars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband