Leita í fréttum mbl.is

Pólitískir klæðskiptingar

Svona er frásögn Moggans af flokkráðsfundum í VG: 
»Ég skildi það þannig á flokksráðsfundinum þar sem stjórnarsáttmálinn var samþykktur og þetta mál kom upp, og ég hef nú trú á því að flestir þarna hafi gert það, að það væri bara verið að athuga hvað væri í boði og það yrði síðan borið undir þjóðina og eftir að það hefði verið gert yrði þetta ferli hafið,« segir Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Suðurnesjum, um aðlögunarferlið að Evrópusambandinu. Ólga er í grasrót VG vegna nýrra upplýsinga um aðildarviðræðurnar.

 

»En ef staðan er sú að raunverulega sé byrjað á þessu ferli hljótum við að setjast niður og endurskoða afstöðu okkar,« sagði Arnar og sagðist treysta formanni flokksins til þess að halda utan um málið.

 

Gísli Árnason, formaður vinstri grænna í Skagafirði, er ekki síður ósáttur við slíka þróun mála. »Mín afstaða er alveg klár í þessum efnum. Mér hugnast það ekki ef fara á í það að breyta stofnunum og löggjöf landsins eftir einhverjum samningi áður en hann hefur verið gerður og samþykktur.« Hann segir að þeim fjármunum sem varið verði í slíka aðlögun væri betur varið í velferðarkerfið.

 

»Það er mjög skýrt af minni hálfu að það eigi ekkert að vera að keyra eitthvað svona í gegn nema fyrir liggi að ætlunin sé að ganga í Evrópusambandið,« segir Ásmundur Páll Hjaltason, formaður vinstri grænna á Austfjörðum. "
Hvaða orð eru til um stjórnmálaflokk sem situr í ríkisstjórn bara til þess að einhverjir flokksmenn fái kauphækkun fyrir að geta verið ráðherrar ? Til þess eru öll prinspíp brotin og öllum stefnumálum hent fyrir róða.  Ekki örlar á neinu framkvæmd neins stefnumáls öðru en því að hanga í embættum þó það kosti að láta samstarfsflokkinn niðurlægja allt sem flokkurinn hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Fyrsta hreina vinstristjórnin verður að sitja sem lengst segir aðalritarinn. Þannig klekkjum við á íhaldinu og það er sama hvað það kostar. 
 Þó ekki hafi verið á stefnuskránni fyrir kosningar neitt um eiturhernaðinn gegn lúpínunni þá er það líklega það afrek flokksins sem lengst verður minnst í þjóðarsögunni. Því þjóðin tók fram fyrir hendur Steingríms og félaga Svavari sem ætluðu að skrifa endanlega undir Icesave.  Hefðu þeir komist upp með þetta Þá vera gjaldfallnir hátt í hundraðmilljarðar bara í vexti án þess að hreyft hefði verið við höfuðstólnum.  Nú hnígur allt að því að  þjóðin muni ekki borga neitt af Icesave þó að Steingrímur rembist eins og rjúpan við staurinn að fá að taka málið upp og skrifa undir eitthvað til að liðka fyrir ESB samningunum. Andlit hans sjálfs er ofar þjóðarhagsmunum og hann sendir hver villuboðin eftir önnur frá sér  til Breta og Hollendinga sem vekja þeim vonir um greiðslur.  
Steingrímur þóttist lengi vera formaður í flokki sem væri á móti aðild að Evrópusambandinu. Nú er hann formaður í flokki sem á í aðildarviðræðum við sambandið. Einstaka þingmenn eru að reyna að slá einhverjar keilur fyrir sjálfa sig eins og fram kemur í tilvitnunum hér að framan. En þetta eru allt látalæti pólitískra ræfilsskinna, sem láta formanninn teygja sig eins og sauði til slátrunar. Það er sama hver þingmanna VG er með múður, það er ekkert að marka þá þegar til stykkisins kemur.  Þeir hrópa hallelúja fyrir fyrstu vinstri stjórninni á Íslandi um leið og þeir standa fyrir gneypu augnatilliti aðalritara.
Aldrei hefur verið til jafn leiðitamur  flokkur á  Íslandi eins og Vinstri Hreyfingin-grænt framboð. Flokkur sem svikið hefur allt sem hann sagðist standa fyrir fyrir kosningar. Norræn velferð hefur verið á hröðu undanhaldi með lækkun bóta og hækkun skatta.  Kyrrstaða og  úrræðaleysi í atvinnulífinu til landsins  blasir allstaðar við. Uppboðsauglýsingum fjölgar dag frá degi. Atvinnuleysið minnkar á pappírnum þegar þúsund manns flytjast úr landi og þjóðinni fækkar í fyrsta sinn frá 1881.
Þetta eru staðreyndir  þó aðalritarinn skrifi  nú langhunda í Baugstíðindi um landrisið af sínum völdum.  Allt er betra en íhaldið sögðu menn fyrir kosningarnar og létu verkin tala með eftirminnilegum hætti.  Þetta háttalag flokksins og þingmanna þess ýta undir stofnun fleiri grínflokka, sem fólk mun kjósa í örvæntingu sinni yfir því pólitíska trausti sem það óhjákvæmilega tapar við þetta sjónarspil  Vintri Grænna í þessari lánlausu ríkisstjórn,  þar sem hver ráðherrann rekur sig daglega á annars horn, ef þeir þá yfirleitt mæta á ríkisstjórnarfundi.
  
Ekki veit ég hvað kjósendum finnst um pólitíska klæðskiptinga, en vart geta þeir talið þetta fólk til pólitískra stórmenna ef svo fer fram sem horfir.  Einhver fatapóker í formi ráðherraskipta,  hjá VG  mun ekki breyta miklu þar um. Þótt hrópað verði "inná með Ögmund" eins og var hrópað á Albert í gamla daga á Melavellinum breytir það engu um "fjórtán-tvö"  niðurstöðu VG sem stjórnmálaflokks í Íslandsögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418156

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband