Leita í fréttum mbl.is

Dauðaspírallinn

er þekkt fyrirbrigði í flugi, þegar flugvél kemst í þá stöðu að ekki er hægt að rétta hana við áður en hún skellur í jörðinni.

Ég veit ekki hvað er að Íslendingum, en þeir virðast ekkert sjá athugavert við framferði Orkuveitubófanna. Eftir pólitískt fyllerí og rekstrarspillingu í áravís í einokunarfyrirtæki, þá rétta þeir almenningi reikning vegna þess að þeir eiga ekki fyrir næstu afborgun og enginn vil lána þeim.

Þetta þýðir það, að verðbólgan er farin af stað eins og við þekktum hana besta sem eldri erum. Allt sparifé landsmanna er á leiðinni til andskotans og best að losa sig við peninga meðan hægt er að kaupa eitthvað fyrir þá. Svokallaðir "Kjarasamningar" eru lausir og nú skulum við sjá hvað Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu ætlar að fá margar evrur fyrir sig til þess að borga fyrir nýja "rafið". Og Flugumferðarstjórar sem eiga við uppsafnaðan vanda að stríða. Og kennarar.Og hjúkrunarfræðingar. Og,og.... En aldraðir og öryrkjar; Was nun alter Mann ? Geturðu ekki bara treyst á norrænu velferðina og Steingrím aðalritara?

Hér situr ríkisstjórn sem ber ekkert skyn á efnahagsmál frekar en kötturinn. Hún bara hangir þarna af því að henni finnst svo gaman að fá loks almennilegt kaup fyrir ráðherrana og láta tala við sig við allskyns tækifæri, þvæla í blöðunum um landris og snilli sína. Þeir gera ekkert af því þeir geta ekkert. Og Alþingi ekki heldur af því að það getur ekki neitt heldur.

Við skulum horfa áfram á stálgrindurnar í Helguvík því að ekki kemur OR með fleiri kílówött þangað.Hún er komin í innhverfa íhugun gagnvart stóriðjunni á grínagtugan og samspilltan hátt. Eftir helgina verður heitavatnið frá henni áttatíuprósent hærra en frá litlu hitaveitunni á Seltjarnarnesinu. Og öllum er sama.

Megirðu  lifa á áhugaverðum tímum óska Kínverjar óvinum sínum.Velkomin í dauðaspíral víxlhækkana verðlags og kaupgjalds og gengisfellinga. Ef til vill munu Íslendingar eftir allt samþykkja aðildina að Evrópubandalaginu fyrr en nokkurn grunar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill. Er ekki fyrir löngu búið að samþykkja aðildina af Evrópubandalaginu?

Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 797
  • Sl. sólarhring: 978
  • Sl. viku: 6278
  • Frá upphafi: 3189465

Annað

  • Innlit í dag: 697
  • Innlit sl. viku: 5389
  • Gestir í dag: 598
  • IP-tölur í dag: 577

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband