Leita í fréttum mbl.is

Erroribus

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus (latína: villum) á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus (latína: villum). Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja."

Þetta er haft eftir Árna Magnússyni handritasafnara og jarðabókarhöfundi á átjándu öld. Eitthvað hafði hann líka haft yfir um landlæga þrætugirni Íslendinga sem ég kann ekki að hafa eftir en eiga einnig við nú á tímum.

En víst er þetta eitthvað sem manni dettur í hug þegar maður virðir fyrir sér ástandið á Alþingi Íslendinga um þessar mundir. Þar ryðjast kommúnistar um fast til þess að reyna að koma landsdómi á kreik og rétta yfir Sjálfstæðismönnum sem hafa það helst til saka unnið að hafa verið svo miklir aular að sjá ekki fall Lehmansbræðra fyrir og áhrif þess á íslenska bankakerfið auk þess að hafa ekki séð að bankakerfið var að mestu leyti komið hendur glæpamanna með þeirra tilstuðlan.   

Þessi landsdómur er að því leyti sérstakur meðal dómstóla að hann starfar eftir reglum rannsóknaréttar kaþólsku kirkjunnar. Hann ákærir fyrst og sá ákærði er sekur þar til að hann getur sannað að  hann sé saklaus. Og til þess fær hann enga gjafsókn heldur skal verja sig sjálfur og gjalda svo með eigin húð á bálinu án þess að hafa haft aðkeypta starfsábyrgðartryggingu svo sem menn í ábyrgðarstöðum verða yfirleitt að kaupa sér.

Kommúnistar eru á fullri ferð við að breyta Íslandi í Alþýðulýðveldi. Meðal annars í ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum, fjárhagslegri aðför að millistétt landsins og kúgun dómstóla undir sitt vald. sem birtist í undirlægjuhætti Hæstaréttar við valdboð þeirra í nýlegum vaxtadómi. Allt er þetta skipuleg aðför að þeirri þjóðfélagsgerð sem við höfum lifað við og mun leiða meiri hörmungar yfir þessa þjóð heldur en við höfum lengi séð ef ekki tekst að stöðva þessa menn.

Og líkur á því að viðnám takist minnka dag frá degi. Mér dámaði síðast alveg þegar ég heyrði ofan í sjálfstæðisþingmann að kosningar væru það versta sem kæmi fyrir þjóðina á þessum tíma. Heldur vildu þeir komast í stjórnina  með einhverskonar fleygrekstri í núverandi raðir ríkisstjórnarinnar. Þetta gekk endanlega frá þeirri von minni að einhver vonarglæta gæti verið framundan um aðgerðir sem leiddu til betri tíma. Svona hugsunarhátt eða slíka þingmenn mun ég allavega ekki styðja. Það þarf að hreinsa til á Alþingi ef einhver von á að vera til þess að finna leið útúr svartnættinu. Eru Sjálfstæðismenn orðnir hræddir við kosningar?

Trúðsmennskan er orðin svo yfirþyrmandi á Alþingi að þaðan kemur ekki neitt nema eymdin ein. Lýsing Árna Magnússonar gæti hafa verið skrifuð í gær um gang mála á Alþingi Íslendinga.

Fá menn komið auga á nokkuð á þeim vettvangi annað en erroribus?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband