Leita í fréttum mbl.is

Kosningar í haust?

Þrátt fyrir almennan gunguskap sitjandi þingmanna gagnvart hugmyndum um nýjar kosningar, þá eru farnar að heyrast raddir um þetta frá þingmönnum.

Þór Saari, sem maður veit nú ekki hvort hyggur á framhaldslíf í pólitík sagði það á Útvarpi Sögu í morgun að kosningar kaæmu vel til greina.

Atli Gíslason telur að þori þingmenn ekki að að taka afstöðu til kærumálanna sem hann hefur fram reitt, þá sé kominn tími til að endurnýja umboð þingmanna.

Formaðurinn Steingrímur er sjálfsagt dauðhræddur við kosningar útfrá sínum ráðherrahagsmunum. En ef fótgönguliðið sem er búið að standa í skítverkunum fyrir hann er orðið leitt á leiksýningunni, þá er ekki víst hvað hann getur spyrnt við klaufum lengi.

Sjálfstæðisflokkurinn er að venju tvístígandi þar sem margir af hans núverandi þingmönnum verða fyrirsjáanlega slegnir af við uppröðun framboðslistanna. Flokksmenn munu spyrja sig í auknum mæli hvenær varningur teljist kominn framyfir síðasta söludag á atkvæðamarkaði.

Líklega munu allir gömlu flokkarnir standa frammi fyrir reiðum flokksmönnum og kjósendum sínum og þurfa að eyða tíma í sáttargerðir út og suður til að auka lífsvonir sínar. Ekki mun vandinn verða minnstur hjá VinstriGrænum. Óvíða er samankomin önnur eins hirð Goðmundar á Glæsivöllum og á þeim bæ. Og loft er einnig lævi blandið í Samfylkingunni, þar sem mágakærleikur af skornum skammti og gamlar væringar langt frá gleymdar.

Það er auðvitað hægt að berjast á móti kosningum á grundvelli ógerðra kjarasamninga og margra aðkallandi óleystra vandamála. En það má telja víst að almennum flokksmönnum stjórnmálaflokka hugnast lítt að fara að leggja nýja ríkisstjórnarkapla með núverandi þingliði. Sporin hræða í því, hversu flest hefur mistekist að efna af fyrirheitum ríkisstjórnarinnar.

Kosningar geta því brostið á í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu.

En er ekki allur Þingheimur skíthræddur við að upp komi framboð líkt og Besti flokkurinn og vinni stórsigur?

Þeir hafa margt að óttast, sitjandi Þingmenn, athafnir þeirra eða aðgerðaleysi, mun koma þeim í koll.

Það hefur vantað að þessir þingmenn sem nú sitja í ríkistjórn tækju afstöðu MEÐ fólkinu í landinu, þess í stað hafa þeir verið að skattleggja skortinn og aukið bil fátækra og ríkra, með því að útrýma millistétt þessa lands.

Þannig að það er stór spurning hvað kosningar breyti miklu, ef vitleysingar á borð við Gnarrinn kæmust að í stað þeirra bjána sem nú stjórna.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband