Leita í fréttum mbl.is

Lesið Fréttablaðið

í dag. Þar er viðtal við dr.Pétur H.Blöndal. Ef menn spyrja sig ekki að því hversvegna sé ekki hlustað meira á þennan mann en minna á hina, þá skilja menn ekki hvað er að hjá þessari þjóð. Ég ætla ekki að útlista þetta nánar því það er tilgangslítið fyrir mig.

Svo vil ég líka benda á að Þorsteinn Pálsson  greinir vanda Jóhönnu Sigurðardóttur á glöggan hátt í sínum pistli.

Sem sagt, það ber nýrra til að ég hrósi Fréttablaðinu og hvetji menn til að lesa það. En Þorvaldur Gylfason og Tómas stærðfræðingur, sem ég kann ekki að skrifa föðurnafnið á, eru þar í pistlafríi þangað til búið er að kjósa þá á stjórnlagaþingið. Lesum því viðtalið við Pétur í Fréttablaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Var að enda við það,gríp til líkingamáls!! Karlinn hefur setið á bekknum of lengi,þurfum að fara setja hann inn á, með bestu kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Helga, það er kjarni í þessu sem þú segir. Ætli þeir þingmennirnir hafi einhverja komplexa gagnvart Pétri? Eða hann á eitthvað í basli með að laða fólk til sín ? 

Því enginn frýr honum Pétri vits fremur en HvammSturlu. Einhverjir gruna hann hinsvegar um græsku af því að Pétur græddi einhvern tímann peninga. Og tína svo til "fé án hirðis " hugtakið hans þegar málefni SPRON voru til umræðu.

 En hefði ekki verið betra, svona eftir á að hyggja, fyrir SPRON að eignast aðra hirða en þá sem svo hirtu hann?

Halldór Jónsson, 16.10.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég las viðtalið við Pétur Blöndal.

Kom mér ekki á óvart að hann hefði frá mörgu markverðu að segja. Hef áður látið þess getið að það er leitun af slíkum manni til að gera gagn fyrir þjóðfélagið.

Pétur er hreinskiptin og talar almenna tungu og allir eiga að skilja hans boðskap.

Ég var einmitt sjálfur að hugsa hið sama - að fólk ætti nú að taka sig til og fara að spara eins og gert var í árdaga siðmenningarinnar (eftir seinna stríð, áður en óðaverðbólgan vaknaði á tímum Steingríms Hermannssonar).

Slíkt myndi lyfta þjóðfélaginu heilmikið og allir þeir sem leggðu eitthvað til hliðar - til mögru áranna - mynda njóta góðs af því með betri heilsu og almennri friðsæld. Jafnvel hugarró. Hvað er meira virði en einmitt það ?

 Mér virðist það jafnvel vera öfund sem fær aðra alþingismenn til að senda Pétri tóninn. Það er auðvitað erfitt að hafa svona bráðskarpan og vel gerðan mann á þingi, sem aðrir þingmenn þurfa að bera sig saman við. Pétur ætti réttilega að vera í lykilhlutverki, en ekki afgangsstærð.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 16.10.2010 kl. 17:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Það finnast stundum verðmæti í sorpinu!!!

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3417960

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband