Leita í fréttum mbl.is

Fjórflokkurinn

er orð sem margir nota í niðrandi merkingu af þeim spekingum sem mest tala á útvarpi Sögu til dæmis. Nýtt fólk og burt með spillinguna segir fólkið. Hreinsum út segir það.

Það virðist ekki hvarla að neinum að venjulegt fólk sé hugsanlega misjafnlega heiðarlegt að upplagi og hver geti otað sínum tota ef hann kemst í færi til þess. Jafnvel Steingrímur J.og Jón Bjarnason. Spillingarnáttúran finnist víðar en í fjórflokknum. Og jafnvel sú staðreynd að fæstir þeir sem settu Ísland á hausinn voru í Sjálfstæðisflokknum breytir ekki afstöðu þessa ágæta fólks sem vill fjórflokkinn burt.

Það nefnir heldur ekki hverjir eiga að koma í staðinn og stjórna með þeim Alvari, Bubba og Eríki Stefánssyni. Enda er vandséð þegar fjórflokkurinn hefur fengið meira en þrjáfjórðu atkvæða í öllum kosningum hvernig á að breyta þessu.

Verður fólk ekki að hugsa aðeins lengra áður en það alhæfir með þessum hætti. Fjórflokkurinn er birtingarform lýðræðisins þó kjördæmaskipunin sé það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 4938
  • Frá upphafi: 3194557

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4077
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband