Leita í fréttum mbl.is

Lítill fugl

er ađ tína eitthvađ upp í sig í rennusteininum ţegar ég kem ćđandi á stórum bíl međ ljósum eftir götunni. Fuglinn hoppar uppá gangstéttarkantinn međan ég fer framhjá og sé í baksýnisspeglinum ađ hann hoppar niđur aftur og heldur áfram ađ tína.

Getur einhver sagt mér hvernig ţessi litli fugl međ svona agnarlítinn heila getur fariđ ađ ţví ađ vita ţađ ađ bíllinn minn, sem hlýtur ađ líta út eins og risaolíuskip í mínum augum sé ekki nćrri eins hćttulegur og kötturinn sem lúrir í garđinum og situr um hann. Hvernig getur ţessi litli fugl vitađ ađ ţađ er land hálfan hnöttinn í burtu  sem bíđur ţess ađ hann komi ţangađ eins og venjulega? Og hann gleymir ţví ekki á sólarströndinn í hitanum ţar ađ á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á sumrin?

Er ekki lífiđ undursamlegt og makalaust ?  Hvernig getur svona lítill fugl vitađ öll ţessi ósköp? Eđa ţá hvernig laxinn getur ratađ um hin rámu regindjúp til Borgarfjarđar?

Er mađur ekki í raun stoltur af ţví  ađ tilheyra mannkyninu ţegar mađur sér myndir frá Hubble- sjónaukanum af endimörkum alheimsins billjón ljósár í burtu? Ađ svona lítill maur eins og mađurinn geti vitađ allt ţetta?  Og svo hversu lítiđ hann veit um margt annađ ? Hvernig ţráin eftir ţví ađ eignast kjarnorkusprengju til ađ geta hent á hina óguđlegu knýr hann áfram til hetjudáđa fyrir Guđ og ćttjörđina

Hvađ á ţessi litli fugl? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Alfređ Herlufsen

Ţađ gleđur mig oft ađ lesa bloggiđ ţitt, ţó aldrei meir en ţegar ţú sýnir ţínar viđkvćmu hliđar.

Ţađ fer ţér afskaplega vel og ţú mćttir gjarnan gera meira af ţví !

Sigurđur Alfređ Herlufsen, 28.11.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Skemmtilegar vangaveltur og ţakka ţér Halldór fyrir margt ágćt.  Ţađ er líka skrítiđ ađ ţar sem viđ myndum drepast úr hungri ţar geta maurar og ormar lifađ góđu lífi.  Ein viđmćlandi Gísla af Lundareykjadal sagđi ađ ormar vćru ekki svo slćmir ef mađur bara slökkti ljósiđ.

   

Hrólfur Ţ Hraundal, 28.11.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mćlir svo fallega nýr mađur á Stjórnlagaţingi Íslendinga? Ţá er von! Takk!

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ţú ert skáld kallinn!  Ég kemst viđ! Kveđja.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurđur Helufsen,

ţakka ţér fyrir góđ tilskrif sem endranćr. Mađur veđrast allur upp ţegar mađur fćr svona kveđjur.Ţađ sama gildir um hana Helgu, ég ykkur báđum mjög ţakklátur fyrir ykkar orđ.

Björn minn Birgisson, ég á nú ekki von á ţví ađ svo margir hafi greitt mér atkvćđi ađ ég komist á ţingiđ. Ţekkirđu einhvern hefđi hugsađ um ţađ ef hann hefđi fariđ á kjörstađ?

Já Hrólfur,

Ţetta er allt spurning um vana. Ormar eru margir geđslegri en mađur heldur ţegar mađur fer ađ skođa ţá greyin. Ţeir eru stórmerkilegir líka eins og ánamađkurinn er og hans líf. Ég hef oft hugsađ um ţađ hvílíkt kvikindi mađur er sem ćtti skiliđ helvítisvist og brennistein fyrir ađ beita ţessum vesalingum á öngul. En svo bítur laxinn á og mađur breytist í algerlega blóđţyrsta skepnu sem drepur án ţess ađ depla augum og rífur svo í sig kótiletturnar úr nestiskassanaum og segir meeee viđ kindurnar í haganum.

Halldór Jónsson, 29.11.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Elle_

Ţekkirđu einhvern hefđi hugsađ um ţađ ef hann hefđi fariđ á kjörstađ?  Og ég sem var ađ enda viđ ađ segja í öđrum ţrćđi ađ ég hefđi kosiđ ţig.  Og fínn pistill.  Verđur mađur kannski líka ađ segja ađ ţú sért skáld til komast í náđina?

Elle_, 30.11.2010 kl. 15:33

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Gamla bloggvinkona Elle, ţú ert sko alltaf í náđinni hjá mér.

Halldór Jónsson, 30.11.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Björn Birgisson

Fćrslan er gullfalleg og allrar athygli verđ. Sé ţađ einhvers virđi, ţá varstu á mínum kjörseđli, einn 25 frábćrra Íslendinga. Lítill fugl í Grindavík hugsađi til ţín. 11 af ţeim 25 sem ég kaus komust ađ. Ekki ţú, en karlmenniđ grćtur ţađ ekki. Glottir út í annađ og fćr sér sítrón međ góđvinum!

Bestu kveđjur, Björn

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 00:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 153
  • Sl. sólarhring: 991
  • Sl. viku: 5943
  • Frá upphafi: 3188295

Annađ

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 5053
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband