Leita í fréttum mbl.is

Þau eru súr

sagði refurinn. Ég get ekki neitað því að þessi orð komu mér í huga þegar ég leit yfir liðið sem náði kjöri á Sjtórnlagaþinginu en ég steinlá.

Líklegt finnst mér að uppáhaldsumræðuefni margra í þessum hóp,  Davíð Oddson, Sjálfstæðisflokkurinn  og allt sem honum tengist,  muni fá sína athygli á þinginu.  Mér finnst ólíklegt að eindrægni verði mikil á þinginu til að byrja með.  Það eiga alveg eftir að myndast flokkar meirihluta og minnihluta á þinginu. Mér finnst líklegra en hitt  að nokkur vinstri og „ebésk“ slagsíða verði þar nokkuð áberandi og flokkadrættir eins og annarsstaðar. 

Væntanlega verður þetta þing svo rekið fyrir opnum tjöldum og sjónvarpi eins og Alþingi þannig að fjölmiðlaumræða mun  blandast í þetta allt, RÚV,  DV og Fréttablaðið munu sjá um athugasemdirnar.

 Hugsanlega verður svo útkoman með svo „þorvöldskum“ og "illuguðum" hætti að það líður  einhver tími áður en þjóðin og Alþingi meðtekur það. 

Þangað til læt ég mér nægja vínberin.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418168

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband