Leita í fréttum mbl.is

Reyndu að vera maður Kolbrún og...

en ekki að skrifa svona kellingagrein í Moggann minn þar sem þú segir:

 

....“Á meðan alls kyns öfl takast á eða mynda sérkennileg hagsmunabandalög í Icesave-málinu verður þjóðin æ þreyttari. Hún vill snúa sér að öðru og henni þætti afskaplega gott ef hægt væri að ljúka þessu máli svo mögulegt sé að horfa fram á veg. Það er ekki hægt að leggja það á þessa litlu þjóð að lifa hvern daginn á fætur öðrum í þessari mjög svo óskemmtilegu og langdregnu deilu um Icesave. Fremur hagstæðum samningi hefur við náð og nú er varla vit í öðru en að samþykkja hann. Þeir stjórnmálamenn sem kjósa að gera það ekki taka mikla áhættu, því ef málið fer fyrir dóm er hætta á því að illa fari. Hvaða stjórnmálamaður vill bera ábyrgð á því? Nú er kominn tími til að ljúka málinu með sátt.“ 

 Hvaða upplýsingar hefur Kolbrún Bergþórsdóttir um það að þjóðin sé orðin þreytt á Icesave? Frá Agli Helgasyni á Kiljunni? Lifir hún ekki af að skrifa? Þetta snýst ekki um þreytu. Þetta snýst um grundvallaratriði. Ekki að bjarga bolabítsandliti Gordons Browns  sem skaðaði Landsbankann og Singer og Friedlander til ólífis með hryðjuverkalögunum.

Eigum við ekkert vantalað við Breta vegna þess tjóns sem þessi aðgerð olli okkur?   Hvað með skaðabótamál vegna þessarar stríðsaðgerðar?    Ætli það gæti ekki numið margföldum 47 milljörðunum sem Kolbrún vill borga? 

Hvað liggur á að semja við þennan John Bull á hollensku tréskónum?   Af hverju má ekki bíða bara eftir því hvað raunverulega innheimtist úr búi Landsbankans og borga þá restina þá ef einhver er ?  Segja þeim kurteisislega að bíða eftir niðurstöðunni.  Við skuldum þeim enga vexti þar sem þeir eiga sjálfir sök á töfinni.  

Þjóðin er ekki þreytt. Hún er full af baráttuanda og baráttuvilja. Hún er að fást við verri vandamál en þessi.

 Reyndu að vera maður Kolbrún og  m... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti bloggvinur, Halldór,ég varð sömuleiðis steinhissa á umræddri grein Bergljótar ! Hjá okkur fullveldismönnum er ekkert til, sem heitir þreyta, a.m.k. hef ég ekki orðið var við hana í skrifum andstæðinga ICESAVE og ESB. Því miður er það svo, að innan raða Sjálfstæðismanna finnst fólk, sem er veikt fyrir þrýstingi ofsatrúarmanna úr röðum Samfylkingarmanna. Vonandi heldur fólk ró sinni og bíður þess, hvernig Evrunni reiðir af úr þeim ólgusjó, sem hún er stödd í !

Kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.12.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Alfreð K

Sá líka þetta nýjasta greinarkorn hennar í Mogganum í gær og fannst svolítið skrýtið.

Þú greinir þetta annars nokkuð vel, finnst mér, Halldór, í þessari færslu þinni.

Alfreð K, 17.12.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband