Leita í fréttum mbl.is

Hvar hefur hún lært orðbragðið?

Þessi frétt stendur í Mogga: 

Hugmyndir Gunnars eru lýðskrum og lýsa fádæma hroka enda gefa þær til kynna að við hin í bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins, sem vann að fjárhagsáætluninni, séum óhæf til að taka slíkar ákvarðanir,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.

Gunnar I. Birgisson kynnti í gær  fjárhagsáætlun fyrir Kópavogsbæ. Hann var eini bæjarfulltrúinn sem ekki vann að gerð fjárhagsáætlunar sem lögð var fram síðastliðinn þriðjudag og fer í aðra umræðu í næstu viku. Gunnar taldi að tillögur meirihluta bæjarstjórnar um að hækka skatta og þjónustugjöld væru óþarfar.

Guðríður segir hugmyndir Gunnars vera öldungis óraunhæfar. „Hann leggur til mikinn flatan niðurskurð en staðreynd málsins er sú að öll fita hefur þegar verið skorin af í starfsemi bæjarins.“

Svona talar Guðríður Arnardóttir um þá miklu vinnu sem Gunnar Birgisson lagði í gerð sinnar fjárhagsáætlunar. En Gunnar  fór í gegnum áttaþúsund rekstarliði bæjarsjóðs og gaumgæfði þá alla. Gunnar hafði sína pólitísku stefnu að leiðarljósi  að draga fremur úr kostnaði en hækka gjöld á þeim bæjarbúum sem veikastir eru fyrir.

Gunnar kynnti sína áætlun á fundi Sjálfstæðismanna á laugardaginn og bar hana saman lið fyrir lið við gildandi áætlun bæjarstjórnar.   Útkoman er auðvitað ekkert sérstök og staða bæjarins er ekki glæsileg.  En það eru samt ljósir punktar og Kópavogur á mikinn varasjóð í lóðum sem mun nýtast til að lækka skuldir hratt þegar betur árar. Það má segja að verk hans sýni hvernig slíkt er framkvæmanlegt.  Menn verða bara að bera þessa áætlun saman við hina til að dæma um hver sé betri.

En í heildina hygg ég að áætlun Gunnars hefði verið bæjarbúum léttbærari en hin, sem manni virðist  hækka öll gjöld áður en  hugað er að hagræðingu á mörgum stöðum.  Það er langt í frá að Gunnar sé að segja að allir bæjarfulltrúar með Guðríði séu óhæfir til gerðar fjárhagsáætlunar heldur er Gunnar að benda á aðrar leiðir að sama marki. Að það verði áfram gott að búa í Kópavogi. 

Auðvitað vissi Gunnar, að það væri algerlega tilgangslaust fyrir sig að rökræða við meirihlutann eða Guðríði Arnardóttur um reksturs bæjarins.   Bæjarstjórnin fer auðvitað sínu fram og menn munu  spyrja að leikslokum hvernig þeim gengur að halda framlagða áætlun.  En manni sýnist að Gunnar hafi lagt  í þetta mikla verk sjálfur til þess að menn segðu ekki að hann hefði ekki reynt sitt besta að koma sínum sjónarmiðum að. Gunnar er auðvitað enda þaulreyndur í því starfi að gera fjárhagsáætlun. Og stundum tókst allvel að halda þær hér áður fyrr þó mér finnist auðvitað að alt hafi verið betra í gamla daga þegar menn voru ungir og hressir.

Bæjarstjórn hefði því fremur átt að kynna sér þetta mikla verk Gunnars æsingalaust og athuga hvort ekki væri hægt að nota eitthvað úr því til heilla fyrir bæjarbúa en að fara fram eins og Guðríður gerir.  Þeir þurfa ekkert að viðurkenna neitt eða þakka Gunnari fyrir en gætu hugsanlega komið auga á eitt og annað nýtilegt í hans verki.

En orðbragðið á Guðríði lýsir henni sjálfri auðvitað best. Mér finnst það helst minna mig á fyrri krataforingjann, Guðmund Oddsson. Hann virðist hafa vandað uppeldið á henni Guðríði og mótað stílinn.  Þó margt megi um fjögurraflokka meirihlutann í Kópavogi segja,  þá blasir þó við að hann er ekki alvitlaus því hann réði Guðríði Arnardóttur ekki sem bæjarstjóra heldur Guðrúnu Pálsdóttur sem er öllu yfirvegaðri og reyndari. 

 Það er líklega ódýrara að leyfa henni Guðríði að tvöfalda bæjarráðslaunin sín með því að vera formaður í einhverju yfirbæjarráði sem hún fékk að stofna sér í sárabætur og kallast framkvæmdaráð. Mér er sagt að þetta ráð hittist í mýflugumynd en fái gott tímakaup fyrir létt verk sem sama fólkið afgreiddi áður í bæjarráði fyrir óbreytt kaup. En jötuhugsjónirnar eru lífseigar í pólitíkinni eins og dæmin sanna.

Guðmundur Oddsson var oft strigakjaftur í ræðu og riti hér áður fyrr í bæjarpólitíkinni. En  oftar en ekki var hann bráðskemmtilegur í þeim ham.   Það má hinsvegar láta sér detta í hug  þegar maður les orðbragðið á Guðríði í innganginum hér að ofan að hún hafi lært þetta einhversstaðar. En ætti hún ekki að  reyna að leggja sig eftir húmornum líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Halldór minn, þú vitnar í fund Sjálfstæðismanna á laugardaginn og kynningu Gunnars á áætlun sinni. Ég er nú svo forvitinn, sérstaklega um það sem mér kemur ekkert við!

Hvað sagði, Ármann leiðtogi flokksins, á fundinum um þessar tillögur Gunnars?

Alltaf var fyrirséð að Guðríður myndi rakka þær niður, rétt eins og Gunnar karlinn á fá góð orð til þeirrar konu.

Afstaða Ármanns vekur mér meiri forvitni.

PS. Lastu bloggið mitt um þetta mál?

Björn Birgisson, 19.12.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór mér finnst ekki sanngjarnt af þér að halda því fram að Guðríður sé uppalin af Guðmundi Oddsyni mínum gamla kennara. Guðmundur átti til að vera beittur og stundum ganga fram að brúninni. Hann var hins vegar greindur og skemmtilegur, og sýndi oft víðsýni og visku. Minnist  alls ekki  Guðmundar sem ósannindamanns.

Guðríður hefur sitt uppeldi úr foreldrahúsum. Í Þýskalandi er orðatiltæki sem segir að mig minnir,, mit Roller Shue durch die Kinderstube fahren".

Sigurður Þorsteinsson, 19.12.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Björn, já ég las bloggið þitt og það var bara jákvætt fannst mér. Ármann leiðtogi vor er er víst í Ameríku. Það urðu ágætar umræður um þetta framtak Gunnars og í heildina frannst mönnum þetta athyglivert framtak.

Sigurður, Guðmundur er bæði greindur og skemmtilegur hrossabrestur. Ég ætla alls ekki að láta að því liggja að hann hafi kennt annað en sannsögli. Það er ekki hægt að kenna öllum allt, sumir eru ekki móttækilegri nema fyrir afmörkuðu sviði.

Halldór Jónsson, 19.12.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband