Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg Jól

og farsælt komandi ár vil ég segja við þá alla sem lesa þetta blogg.

Þegar ég vaknaði í morgun þá datt mér í hug hvort bloggið myndi ekki bíða afhroð ef hér yrði góðæri aftur? Sjálfum finnst mér hafa dregið af bloggverjum undanfarið. Ekki síst mér sjálfum þar sem ég sé að æ færri virðast fletta því sem ég hef verið að skrifa. Ef til vill er þetta merki um að ástandið sé að lagast í þjóðfélaginu og fólk nenni ekki lengur að lesa tóma steypu og svartagallsraus eins og mér er tamt.

 Það á að fara að byggja blokk í Þorrasölum til dæmis. Sólarlandaferðir eru aldrei fleiri og LandCruserar seljast sem aldrei fyrr. Nóg er samt af helvítis eymdinni allstaðar. En undirrót hennar er auðvitað þetta atvinnuleysislimbó. Það er spurt um lóðir í Kópavogi og fólk er til sem er að byrja á einbýlishúsum.

Það hefur auðvitað verið bullandi góðæri í störfum skilanefnda þar sem tímakaupið er ekki undir tuttguþúsund og allra þeirra sem vinna í nefndum fyrir ríkið. Lögfræðingar raka saman á allskyns afleiðum hrunsins. Þetta eer hin nýja stétt sem hefur fullar hendur fjár.

Fólk flytur úr landi og það léttir á vandanum innanlands. Það örlar samt á bjartsýni á ótrúlegustu stöðum finnst manni og menn eru að leggja plön um allskyns nýja starfsemi. Það er því í mínum huga ýmislegt jákvætt á ferðinni. Þrátt fyrir þær hörmungar sem við blasa á pólitíska sviðinu þá er fólkið að hugsa sitt. Svo hverju ráða ríkisstjórnir yfirleitt um framvindu mála? Er það ekki krafturinn í fólkinu sjálfu sem skiptir mestu máli? Hitt getur í besta falli reynt að þvælast ekki fyrir?

 Ef þjóðin næði að fara í kosningar snemma á næsta ári þá gæti samt margt breyst á atvinnusviðinu. Allavega er þessi kapall á Alþingi ekki að ganga upp með skattahugsunina í öndvegi. Það verður að gefa uppá nýtt svo að hlutföllin breytist eitthvað þannig að lásinn leysist. Þessir núverandi ráðamenn Jóhanna og Steingrímur kveikja engar vonir lengur hjá neinum, hvað þá Össur eða Árni Páll. Bjarni og Sigmundur Davíð hafa sig lítt í frammi af skiljanlegum ástæðum. Stjórnarandstaðan þarf bara að standa álengdar og virða fyrir sér útsýnið meðan stjórnarliðið berst innbyrðis.

Ógnin af "kjarasamningunum" er sú mesta sem yfir vogir. Prósentuhækkanir launa við þessar aðstæður verða aðeins ávísun á þrautreynda niðurstöðu sem er verðbólga og gengisfall. Hinsvegar myndi kyrrstaða leiða til kjarabóta með launaskriði ef bjartsýnin heldur áfram.

Svo við horfum bara fram á veginn að bráðum komi betri tíð með  blogg í haga.

Gleðileg Jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gleðileg jól,  kæri Halldór

Stundum ljúfur sem lamb, stundum eins og geðvondur skröggur en alltaf rökfastur og skýr.

Njótum lognsins á undan storminum.

Kveðja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.12.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband